Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 31

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 31
Jón og Margrét í Laugarási, ásamt Kirsten Maríu Svensson frá Arisóna, yngsta syninumjóni Þór og barnabarni, Jóni Fanndal yngri - þrír Jónar ásamt Kris og Möggu. heimleiðinni fer ég að fá magaverk sem ágerðist, en komst samt sárkvalinn heim. Þetta var síðla dags og ég strax háttaður niður í rúm. Um morguninn er ég mældur og reyndist hitinn vera rúm 41 stig, enda rauk af mér. Foreldrar mínir héldu að mælirinn væri vitlaus, en annar mælir sýndi sama, yfir 41 gráðu. Þá var hringt í lækninn á Isafirði og sjúkdómnum lýst. Hann sá strax að hér var um líf og dauða að tefla og ákvað að koma og sækja sjúklinginn. Þetta var Kjartan jóhannsson sem síðar varð alþingismaður ísfirðinga, mjög vinsæll læknir eins og allir læknar sem verið hafa á sjúkrahúsinu á ísafirði. Þetta var á sjómannadaginn á því herrans ári 1946. Skipin öll í landi, allir að skemmta sér. Eitt af hlutverkum læknisins var að útvega skip í svona bráð- atilfelli. Eftir að hafa leitað um allan bæ að skipstjóra sem fús væri að hætta hátíð- ahöldum, gaf Magnús Jónsson sig frarn, skipstjóri á síldveiðiskipinu Richard. Lagt var af stað eins fljótt og hægt var. Kjartan vissi að hver mínúta skipti máli ef takast ætti að bjarga sjúklingnum. Tveggja tíma stím var inn að Melgraseyri. í Skjaldfannardal var hafist handa við að flytja sjúklinginn til sjávar. Nýi jeppinn var mikið lán, þótt vegi vantaði. Karfa var útbúin til að flytja sjúklinginn. Afmrsætið og annað ffamsætið var tekið úr jeppanum til að fá pláss fyrir körfuna. Síðan var ekið af stað til sjávar. Eg man lítið nema kval- irnar þegar bíllinn hossaðist á ójöfnum vegslóða. Ekki var allt búið þótt komið væri til sjávar. Næst var að setja fram bát og róa með sjúklinginn út á fjörð þar sem skipið beið. Mig brestur minni um þá för annað en það, að um leið og körfunni var lyft upp á skipsdekkið kom Kjartan með sprautu og keyrði hana á kaf í skrokkinn á mér. Síðan man ég ekki neitt fyrr en ég vakna á sjúkrahúsinu. Þá var búið að taka úr mér botnlangann sem var sprunginn og gumsið komið út um allt kviðarhol. Við rúmið mitt sat hún Guðný, minnir að hún hafi verið að prjóna, en Guðný hafði þann starfa að vaka yfir sjúklingum eftir svæfingu. Það var eins og að sjá engil sitja við rúmið þegar maður vaknaði. Eg er ekki í vafa um að Guðný er engill þar sem hún dvelur nú, í mínum huga var hún engill á meðan hún dvaldi á þessari jörð. Aðgerðin á mér tókst vel, en hætta var á lífhimnubólgu. Ég varð því að gista sjúkrahúsið í sex vikur, man hvað mér leiddist þegar ég stóð við gluggann og horfði á hátíðahöldin á sjúkrahústúninu. Ekki grunaði mig þá að ég ætti, eftir meira en hálfa öld, að standa i ræðustól á þessu sama túni og halda þjóðhátíðarræðuna. Kjartani lækni þakka ég lífgjöfina. Sá góði skipstjóri sem sótti mig þennan eftirminnilega sjómannadag, varð síðar tengdafaðir minn. Við Margrét dóttir hans höfum nú verið gift í næstum hálfa öld. Ég hef stundum sagt: Ætli hann hefði sótt mig, ef hann hefði vitað að ég ætti eftir að verða tengdasonur hans! Svona getur lífið verið undarlegt á köflum. Fyrsta flugferðin Alltffá upphafi mannkyns hefur engin ein kynslóð lifað aðrar eins breytingar og okkar. Öll framþróun hefúr verið það hæg að ekki hafa orðið byltingarkenndar framfarir fyrr en á okkar dögum sem nú erum komin á efri ár. Sterk bein þarf til að þola slíkt og ætti ekki að leggja á eina kynslóð. Það var 1941 eða 1942, ég var þá átta eða níu ára, að við heyrðum einhvern gný í lofti og allir hlupu út á hlað til að vita hverju þetta sætti. Lítil herflugvél var að fljúga yfir dalinn, við höfðum aldrei séð flugvél fýrr. Nokkrum vikum seinna birtust þrír hermenn á hlaðinu heima, allir með byssur og ég var hræddur við þá. Þeim var boðið í bæinn, en þáðu ekki. Mamma færði þeim mjólk og kökur út á hlað, síðan héldu þeir fótgangandi yfir Ófeigsfjarðarheiði í leit að Þjóðverjum. Þetta voru okkar einu kynni af seinni heimsstyrjöldinni. Svo líða árin og ég verð 16 ára. Arið 1949 fer ég til Reykjavíkur með Esjunni til að láta taka úr mér hálskirtlana. Það gat tekið hátt í sólarhring að fara með strand- ferðaskipi frá ísafirði til Reykjavíkur, allt eftir því hve oft og lengi var stoppað á leiðinni. En ég ætla að segja frá ferðinni til baka, þá fór ég fljúgandi. í ferðum milli ísafjarðar og Reykja- víkur var notaður Catalina flugbátur sem gat bæði lent á sjó og landi. Þegar flugvélin er komin á loft kemur annar flugmaðurinn til min og tjáir mér, að þar sem ég sé eini farþeginn vestur ætli þeir að koma við á Akureyri og spyr hvort mér sé ekki sama. Á Akureyri var lent á pollinum og bátur kom úr landi með 2-3 farþega og farangur. Logn var og blíða, eins og alltaf í minning- unni, og ég fékk að sitja uppi á vængnum á meðan stoppað var. Síðan var tekið á loft og haldið vestur á bóginn. Eftir að hafa flogið í um klukku- stund tók ég eftir því að flugvélin lækkaði flugið og á slóðum þar sem ég þekkti ekki landslagið og vissi að þetta var ekki ísafjörður. Nú fór ég að verða hræddur. Skyldi vélin vera að nauðlenda? Fósturj- örðin kom alltaf nær og nær og mér fannst vélin aðeins nokkra metra ofar yfirborði jarðar. Loks steypti hún sér fram af lágum hálsi og lenti á sjónum. Þetta var þá Steingrímsfjörður. Við vorum komin til Hólmavíkur sem ekki var í áætlun frekar en Akureyri. Eftir smástopp á Steingrímsfirði var haldið til ísafjarðar og allt gekk vel. Ferðinni frá Reykjavík til ísafjarðar, með viðkomu á Akureyri og Hólmavík, var lokið. Þetta var mín fyrsta flugferð en ekki sú síðasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.