Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 32

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 32
Svo líða þrjú ár að ég flýg aldrei og er orðinn nitján ára. Þá býðst mér vinna í Bandaríkjunum í mínu fagi og ég ákveð að fara. Aætlunarflug til New York var þá hafið og notuð flugvél af Skymaster gerð, fjögurra hreyfla vél sem gekk undir nafninu Fjarkinn. Flugtíminn til New York þá var 14 klst. með viðkomu á Gander til að taka eldsneyti. Mikil upplifun var að koma til New York með 10 dollara i vasanum. Síðan ég sá flygildið fljúga yfir dalinn heima árið 1941 og vissi ekki hvað var á ferðinni, hefur maðurinn flogið til tunglsins og aftur til baka, hann hefur sent gervihnetti út um allan geim sem senda okkur myndir til jarðar, þotur fljúga hraðar en hljóðið, „Airbussinn“ er kominn á loft sem getur tekið 800 manns i sæti og manngengt inni í vængjunum. Sú vél kæmist ekki fyrir í Aust- urstræti, og stélið er svipað á hæð og turninn á Landakotskirkju. Þótt „Airbussinn" sé svona stór og þungur, þá getur hann hafið sig á loft. Hvílík tækni! Hefur önnur kynslóð upplifað aðrar eins breytingar á sínu lífshlaupi? Eg veit að svo er ekki. Mannlífið í öðru Ijósi Nítján ára í New York - með tíu dollara í vasanum og farang- urinn í lítilli handtösku. Eg þurfti að taka leigubíl og ætlaði aldrei að skilja leigubílstj órann sem heimtaði: „tip, tip, tip.“ A endanum gaf ég honum dollaraseðil, 10% af öllum peningunum sem ég var með. Mannlífið birtist í öðru ljósi þegar maður kynnist svo framandi umhverfi á mótunarárunum. Þarna var ég að sækja mér starfsreynslu í garðyrkju í New York fylki. Eftir heimkomuna vann ég á Veðurstofu Islands á Keflavíkurflugvelli í fjögur ár, tók áður námskeið í veðurfræði. Vestfirðirnir toguðu alltaf í mig svo að ég flutti vestur og stofnaði garðyrkjubýlið Laugarás út úr Laugalandi. Þar upp- skar ég bragðbestu tómata og agúrkur sem ég hef nokkru sinni Þarna situr Jón Fanndal uppi á bílnum sínum fýrir framan gróðurhúsin í Iþöku N.Y. þar sem hann vann 1953. Bíllinn er Hudson, árgerð 1950, sem eru sjaldgæfir bílar. „Með þennan bíl kom ég með heim til Islands 1954,“ segir Jón. bragðað. Loftslagið innst í Djúpinu er svo sólríkt að suðrænu ávextirnir spruttu vel. - Nyrsta gróðurstöð í heimi, sagði Sigurður Bjarnason frá Vigur, þá ritstjóri Morgunblaðsins. Eg annaði öllum Vestfjörðum, þótt ekki væri hægt að flytja vöruna nema með skipum. Eg var jafnvel farinn að selja á Snæ- fellsnes! Mjólkurbíllinn tók farma af tómötum og agúrkum í Búðardal og flutti áfram til Stykkishólms og Grundarfjarðar. Ég var með umboðskonur á hverjum firði til að selja sumarblómin á vorin. Ein þeirra var Gerður í Flónni, sem bjó þá á Suðureyri. Önnur var Karen Ragnarsdóttir sem leysir mig af á vellinum þegar ég fer núna á Landsþingið - að ógleymdum heiðurskon- unum Katrínu á Þingeyri og Hildi í Bolungarvík. Þetta voru allt miklar blómakonur, sannkallaðar blómarósir. Nú er stórfram- leiðslan það eina sem gildir. Við stofnuðum líka Saumastofu Margrétar. Sú saumastofa saumaði frystihúsasloppa fyrir nær öll frystihús á norðanverðum Vestfjörðum. Margrét breiddi út rúllustrangann og sniðin, en ég skar þau út með skurðarhnif. Ég fór síðan með ósaumaða sloppa á bæina í kring, ein bændakonan saumaði 10 sloppa, önnur 20, og þær fengu vissa borgun á slopp. Þetta var ágætis aukavinna fyrir sveitakonurnar. Skiptinemi frá Arizona kom til okkar. Kristen María Svenson vildi vera yfir veturinn, en ég hræddi hana á norðaustan snjó- byljunum. „Þú ættir að vita um sandstorminn heima! íslenskir snjóbyljir eru ekkert hjá honum,“ sagði hún. Nú er Kristen María gift kona hér og meiri Islendingur en margir aðrir. Félag eldri borgara á ísafirði í mikilli sókn Ég tók við félaginu fyrir einu ári - og fannst ég vera að taka við vél sem erfitt væri að koma í gang, en ég er búinn að gang- setja hana. Aukningin er stöðug. Nú eru skráðir 330 félagsmenn, sagaMedica Aukin orka og vellíðan, sjaldnar kvef Fjölbreytt virkni í einum skammti. „Ég hef tekið Angelicu jurtaveig með ráðlögðum hléum í fjögur ár. Mér fínnst hún vera orkugefandi, skapa vellíðan og langt er síðan ég heffengið kvefeða flensu. Þetta þakka ég ekki síst reglulegri inntöku Angelicu." Sækjum styrk íslenskt náttúruafl! Fæsl í lyljii og heilsuvöruverslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.