Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 34
Gagnlegar upplýsingar
Veikindi eða slys erlendis
Evrópska sjúkratryggingakortið í
stað sjúkravottorðsins E-1 11
eir sem eru sjúkratryggðir hér á landi eiga rétt á nauðsyn-
legri heilbrigðisþjónustu hins opinbera á ferðalagi í öðru
EES-ríki. Frá og með maí 2005 sækja sjúkratryggðir hér á
landi um evrópskt sjúkratryggingakort hjá Tryggingastofhun
eða umboðum úti á landi. Handhafar þess eiga rétt á heilbrigð-
isþjónustu innan EES-ríkja gegn sama gjaldi og sjúkratryggðir
í EES-ríkjum. Með heilbrigðisþj ónustu er átt við nauðsynlega
læknisaðstoð miðað við áætlaðan dvalartíma. Sjúklingur með
Iangvinnan sjúkdóm sem dvelst tímabundið í öðru EES-ríki, og
þarfnast Iæknisaðstoðar, á rétt á aðstoð gegn sama gjaldi og
sjúkratryggðir í viðkomandi ríki.
TR byrjaði að gefa út evrópskt sjúkratryggingakort frá 1. maí.
Hægt er að sækja um kortið á heimasíðu TR. Evrópska sjúkra-
tryggingakortið veitir handhafa rétt til heilbrigðisþjónustu við
tímabundna dvöl í öðrum löndum innan EES á sama verði og
heimamenn. Kortið hefur almennt tveggja ára gildistima. Talið
er að á fyrsta árinu verði gefin út um 30 þúsund kort.
Samtímis hætti TR útgáfu á sjúkratryggingavottorðinu E-lll,
evrópska sjúkratryggingakortið kemur í staðinn. Það gildir í
flestum löndum Evrópu og veitir rétt á allri heilbrigðisþj ónustu
sem telst nauðsynleg til að ljúka tímabundinni dvöl á öruggan
hátt. Kortið gildir eingöngu hjá heilsugæslustöðvum, sjúkra-
húsum, apótekum og öðrum þjónustuaðilum með samninga við
opinbera sjúkratryggingakerfið. Almannatryggingar taka ekki
þátt í kostnaði vegna þjónustu sem veitt er á einkareknum sjúkra-
stofnunum og kortið gildir því ekki þar. Á árinu 2004 voru gefin
út hjá TR tæplega 11 þúsund E-lll vottorð og árið 2003 voru
útgefin E-lll vottorð rúmlega 7.500 talsins.
Þeir sem þurfa sjúkrahjálp á ferð utan EES-ríkja geta átt rétt
á að fá hluta kostnaðarins endurgreiddan hjá TR gegn framvísun
frumrita af sundurliðuðum reikningum og greiðslukvittunum. TR
greiðir kostnað eins og um læknishjálp innanlands sé að ræða,
nema sérstakir samningar séu í gildi við viðkomandi ríki. Þetta á
aðeins við þegar leitað er til heilbrigðisþj ónustu hins opinbera í
hverju landi, en þessar reglur gilda ekki ef farið er á einkaheilsu-
gæslu.
Allir íslendingar og aðrir EES ríkisborgarar sem sjúkra-
tryggðir eru hér á landi eiga rétt á að fá evrópska sjúkratrygg-
ingakortið til notkunar á ferðalögum tímabundið til annarra EES
landa. Handhafar evrópska sjúkratryggingakortsins eiga rétt á
heilbrigðisþjónustu innan EES-ríkjanna gegn sama gjaldi og þeir
sem tryggðir eru í hverju EES-ríki fyrir sig. Með heilbrigðisþjón-
ustu er átt við nauðsynlega læknisaðstoð meðan á dvöl stendur.
Fyrsta dæmi: Einstaklingur ætlar að dvelja í EES-ríki í tvær
vikur, en lendir í slysi og fótbrotnar. Hann á rétt á að búið yrði
um brotið, en hann ætti ekki rétt á endurhæfingu sem getur beðið
þar til hann fer heim án þess að það skaði hann.
Annað dæmi: Ferðamaður veikist og þarf á lyfjum að halda.
Hann á rétt á læknisaðstoð og nauðsynlegum lyfjum. Hins vegar
þarf að taka tillit til áætlaðrar dvalarlengdar í landinu þegar
metið er hversu stórum skammti af lyfjum ber að ávísa.
Tannlæknisaðgerðir geta flestar beðið þar til sjúklingur snýr
heim, að undanskilinni bráðahjálp. Athygli er vakin á því að
sjúkdómur þarf ekki að koma upp meðan á dvöl í öðru EES-ríki
stendur. Sjúklingur með langvinnan sjúkdóm sem dvelst tima-
bundið í öðru EES-ríki, og þarfnast læknisaðstoðar á þeim tíma,
á rétt á aðstoð gegn sama gjaldi og sjúkratryggður einstaklingur
í viðkomandi EES-ríki myndi greiða.
Ef einstaklingur óskar eftir aðstoð, án sjúkratryggingar, og
kemur hingað eða til annars EES-ríkis gagngert til að fá lækn-
isaðstoð, þá verður hann að greiða fyrir þjónustuna að fullu.
Hann gæti síðan óskað eftir endurgreiðslu í heimalandi sínu.
Tryggingastofnun í viðkomandi landi tæki þá ákvörðun um hvort
endurgreiða beri kostnaðinn.
Stjórn Reykjavíkurfélagsins. Effi röð: Þórir Daníelsson, Marías Þ.
Guðmundsson, Margrét Thoroddsen, Baldvin Tryggvason, Hinrik Bjarna-
son, Sólveig Pálmadóttir, Herdís Helgadóttir, Bryndís Víglundsdóttir.
Neðri röð: Ásgeir Guðmundsson, Þórunn Lárusdóttir ritari FEB, Helgi
Seljan varaformaður FEB, Margrét Margeirsdóttir formaður FEB, Stefán
Ólafur Jónsson gjaldkeri FEB, Stefanía Björnsdóttir framkvæmdastjóri
FEB, Halldóra H. Kristjánsdóttir. Á myndina vantar: Birnu G. Bjarn-
leifsdóttur, Maríu H. Guðmundsdóttur, Valgarð Runólfsson, Björgvin
Guðmundsson, Stefán M. Gunnarsson, Pál Guðmundsson og Ragnhildi
G. Guðmundsdóttur.
34