Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 42

Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 42
Ruth á systur úti í Danmörku sem hún heimsækir árlega. „Aður var þetta sigling með Gullfossi eða Drottningunni í 5 daga. Nú flýgur maður þetta á rúmum 2 tímum.“ Ruth keypti sér „stafferi" (málaratúpur) úti í Danmörku, ætlaði að mála ef henni leiddist. „En ég hef aldrei opnað túpurnar, alltaf svo mikið að gera,“ segir hún. Fallegt silkimálverk eftir hana hangir samt á einum veggnum, eftirlíking af málverki sjálfrar Margrétar Danadrottningar sem kom í opinbera heimsókn til Isafjarðar. „Ég sat hádegisverð með henni og þá gaf hún mér þetta málverk og fína brjóstnælu.“ Vandséð hvort er betur gert, silkimálverk Ruthar eða olíumálverk Danadrottningar. Stórt fjölskylduhús stendur ofan við Gamla bakaríið. Hús tengdaforeldranna þar sem Ruth bjó með Aðalbirni á meðan börnin voru að alast upp. Allt er steinsteypt í kring, enginn garður. Ruth vantaði garð svo að hjónin keyptu gamlan sumarbústað í Tunguskógi 1954. Þar á hún ófá hand- tökin við blómaræktun og trjáplöntun. í snjóflóðinu 1994 hurfu 40 sumarhús, þar á meðal sumarbústaður Ruthar. „Auðvitað lét ég byggja nýjan bústað. Flóðið klippti ofan af öllum metersháum trjám. Nú er ég búin að planta 55 trjám með börnunum inínum. Reynistaður í Tungudal er aftur orðinn paradís sem ég heimsæki á hverjum Það er notalegt að sitja í eldhúsinu hjá Ruth og horfa yfir í blómaskálann á svölunum. degi yfir sumarið." Þegar gróðurinn er í fullum blóma býður Ruth eldra fólkinu á Hlíf inn í sumarbústað. Margar vinkonur hennar 4S Ruth á ófá handtökin við ræktun í sumarbústaðnum i Tunguskógi. búa þar núna. „Allir verða gamlir, en mér finnst ég ekkert gömul á meðan ég get gert allt sjálf. Maður verður að drífa sig áfram, má ekki stoppa!“ Hvað viltu ráðleggja eldra fólki? „Góða skapið heldur þér ungum. Gættu hvað þú borðar, nóg af grænmeti, fiski og ávöxtum, mikið af góðu, grófu brauði, en ekki mikið kjöt. Taktu lýsi og eina e-vítamíntöflu daglega til að forða þér frá gleymsku. Vinnan hjálpar, ómetanlegt að eiga fjölskyldufyrirtæki og vinna með sínum nánustu. Ég hef mjög gaman af að sjá fólk, tala við alla. Svo er líka gaman að ganga um götur Isafjarðar. Allir heilsa og segja: Hæ, Ruth! Góðan daginn, Ruth! Fólk tekur eftir ef ég fer að heiman í nokkra daga, kemur til mín og spyr: Ertu búin að vera veik? Gott að láta fylgjast svona vel með sér.“ Ruth hefur verið mjög virk í félags- málum á Isafirði. Hún var ein af stofn- endum Zontaklúbbsins sem hjálpar konum í erfiðleikum, stofnandi golfklúbbsins fyrir 25 árum. „Golfvöllurinn er beint á móti sumarbústaðnum mínum,“ segir hún. Ég sest i eldhúsið hjá Ruth, þaðan er opið yfir i blómaskálann og blómailmurinn berst inn. „Þú mátt ekki fara nema smakka Napóleonsköku,“ segir Ruth. „Forsetinn okkar, Ólafur Ragnar, heilsar alltaf upp á okkur þegar hann kemur, og fær sér Napóleonsköku." Kakan er einstaklega ljúffeng, ég undrast að hafa ekki bragðað slíkt lostæti áður. Isfirðingar segja Gamla bakaríið sitt með þeim betri á landinu. Napóleonskakan sannar það. Danska frúin í Gamla bakaríinu við Silfurtorg er ógleymanlegur persónuleiki. Sjálfsagt hefur ekki verið auðvelt fyrir hana að flytja til Islands, margt ólíkt. Standa ein uppi með stórt fyrirtæki og þrjú börn. Góða skapið og sýnin á jákvæðu hliðina á lífinu hafa hjálpað. Nú fleytir virknin og sjálfstæðið henni yfir efri árin. Ruth er enn ung. Vonandi eiga Isfirðingar eftir að njóta dönsku frúarinnar í Gamla bakaríinu við Silfurtorg lengi enn. O.Sv.B. m^mmmammmmmmmmmmmmm Ferðaþjónustan Snorrastöðum Snæfellsnesi 311 Borgarnes Símar 4356627,8996627, 4356628,8636628 Netfang: snorrastadir@simnet.is Veffang: snorrastadir.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.