Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 48

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 48
Ársæll hefur búið lengst allra á Skjólbrautinni heldur vel saman og þykir vænt um hvert annað. Ef einhver leggst inn á sjúkrahús, þá er hann ánægður að komast heim. Heimafólkið fylgist vel með, fagnar að hann skuli hafa náð heilsu og vera kominn heim aftur. Sambýli er eitt svar af mörgum í samfélaginu. Ég vildi gjarnan sjá meira af þeim. Hérna eru allir með sérherbergi, en aðeins 3 salerni. Nútímalcröfurnar eru meiri, en þær hverfa í skuggann af svo mörgu öðru. Stiginn reynist sumum erfiður, en líta má á hann bæði sem þjálfunartæki og hindrun. Ein konan lenti á spítala og var veikburða fyrst á eftir, en hún vildi ekki fara á hjúkrunarheimili og hætti ekki fyrr en hún hafði komist upp stigann. Kannski hefði hún ekki náð líkamlegum þrótti aftur nema af því að hún var ákveðin í að sigrast á stiganum." Helga er lærður sjúkraliði, en segist gjarnan vilja sjá þroska- þjálfa í þjónustustörfum hjá öldruðum. „Það á að blanda þessu meira saman.“ Hún vildi líka sjá fleiri karlmenn sinna þjónust- unni. „Aldraðir karlar eru oft sorgmæddir að sjá okkur konurnar beita kröftum við að lyfta þeim o.fl. Þeir eru aldir upp með það að leiðarljósi að karlmenn eigi að sjá um alla líkamlega áreynslu." Við ræðum aðeins um forræðishyggjuna. Helga segir að fólk í öldrunarþjónustu vilji gera vel, en stundum sé erfitt að fara ekki yfir strikið. „Foreldrið veitir barninu forræði á uppvaxtarárunum. Seinna getur forræðið færst yfir til barnanna, en eldra fólkið er ekki tilbúið að gefa eftir, vill halda sínu sjálfræði. Ég vil nefna okkar þjónustu einstaklingsmiðaða umönnun,“ segir Helga. Eins og mæður eða eiginkonur segir Arsæll Eiríksson um konurnar sem hugsa um hann á sambýlinu Ársæll hefur búið lengst allra i sambýlinu á Skjólbraut. „Var áttræður þegar ég flutti hingað, en er að verða níræður." Ársæll bjó með konu um tíma, en „hún dó frá mér og okkur varð ekki barna auðið.“ Lífsstarfið var sjósókn og bilaviðgerðir - og hann festi sér aldrei íbúð. Ársæll rekur uppruna sinn í sveitina, fæddur í Fíflholts- hjáleigu i Rangárvallasýslu og ólst þar upp fram að fermingu. Síðan tók sjósóknin við. „Sjórinn er besti skólinn,“ segir Ársæll, „gaman að sjá sjóinn þegar mikið brimar." Hann segist aldrei hafa verið hræddur á sjó. Ársæll var að leið frá Breiðafirði þegar Pourquoi pas fórst. „Þá gustaði svo vel að maður þurfti að skríða eftir þilfarinu." Unga drenginn í sveitinni langaði mest til að læra á harm- onikku, en gafst aldrei tækifæri til þess. Á Skjólbraut tókst Ársæli að eignast harmonikku og læra að spila, þá kominn yfir áttrætt. „Ég keypti nikkuna af heimilismanni hérna.“ Hann lætur lítið yfir getu sinni sem nikkari, en Helga segir hann spila stundum fyrir heimilisfólkið þegar vel liggur á honum. „Ég hef ekkert gert í lífinu sem mér finnst leiðinlegt. Hér er yndislegt að vera. Valinn mannskapur í hverju rúmi.“ „Hér vildi ég vera á mínum efri árum, er búinn að fylgjast með þessu sambýli um árabil,“ segir einn smiðurinn um leið og dyrnar lokast. Já, Skjólbrautin veitir heimilisfólkinu sínu gott skjól. O.Sv.B Veitingastaðurinn Café Árhús - í notalegu umhverfi við árbakkann Opið allt árið Gistihús s. 4B7 5577, fax 487 5477 netfang: arhus@arhus.is www.arhus.is Góðar veitingar í mat og drykk. Gerum verðtilboð í mat og gistingu Verið velkomin! HITAVEITA SUÐURNESJA HF Dalabyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.