Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Page 34

Fréttatíminn - 10.04.2015, Page 34
heilsa Helgin 10.-12. apríl 201534 Tvö 6 vikna námskeið hefjast í Hlíðasmára 15, Kópavogi, þriðjudaginn 14. apríl: kl. 16.30 og 17.30 Byrjendahópur kl. 16.30 Framhaldshópur kl. 17.30 Ef ekki næst full þátttaka verða námskeið felld niður eða sameinuð. Takmarkaður fjöldi Skráning og nánari upplýsingar: grindarbotn@gmail.com eða í síma 564-5442 Grindarbotn kvennaheilsa S J Ú N Hættu að borða sykur – en ekki súkkulaði Gunnar Már Kamban gaf út sína fyrstu bók: Lágkolvetna- lífsstílinn, fyrir tveimur árum og seldist hún í yfir 12.000 eintökum. Nú hefur hann gefið út nýja bók á rafrænu formi: Hættu að borða sykur, en með henni fylgir sex vikna leiðarvísir um hvernig hægt er að minnka sykurinn í markvissum skrefum. G unnar hefur starfað sem einkaþjálfari í 20 ár en seg-ir að það hafi líklega komið fáum á óvart að hann hafi leiðst út í að skrifa matreiðslubækur. „Ég lærði til kokks einhvern tíma á síð- ustu öld og hef í raun alltaf, frá því ég man eftir mér, haft áhuga á mat. Í dag er ég heillaður af þeim mætti sem matur getur haft á líkama okk- ar, hug og heilsu og það er alltaf að koma betur í ljós að við höfum okk- ar eigin heilsu í hendi okkar.“ Minnkaðu sykurinn, skref fyrir skref Eftir að hafa gefið út þrjár bækur um lágkolvetnalífsstílinn á skömmum tíma ákvað Gunnar að fara óhefð- bundnari leiðir með næsta verkefni sitt sem hann kallar einfaldlega: Hættu að borða sykur. „Bókin er fræðslu- og hvatningarrit í formi raf- bókar sem er í raun sex vikna áætlun sem gengur út á að fólk stórminnki sykurneysluna án þess að finna mik- ið fyrir því. Sex vikna prógrammið er sett upp þannig að þú færð sendan póst alla virka daga næstu sex vik- urnar, samtals 30 pósta. Hver vika styðst við vikukaflana í bókinni og daglegu póstarnir virka eins og mjög ítar- legt viðhengi v ið hver ja v i k u og innihalda hvatn- ingu, fullt a f upp - skriftum og auð - lesnum fróðleik og leiða lesand- ann í gegnum prógrammið,“ segir Gunnar, en með þessu fyrir- komulagi lang- aði hann að halda betra sambandi við aðilann sem kaupir bókina. Prógrammið snýst fyrst og fremst um að taka burt löng- unina í sykur með v issu m breytingum á mataræðinu. „Þú ert í raun að borða í þig viljastyrk gegnum vissan mat og næringarefni því það er mjög erfitt að taka þetta á hnefanum eins og þeir vita sem hafa prófað það,“ seg- ir Gunnar. Enginn sykur en nóg af súkkulaði Gunnar hefur alla tíð verið mjög áhuga- samur um allt sem við kemur mat í tengslum við heils - una. „Ég er kannski óþarflega nýjunga- gjarn en mér f innst nauð - synlegt að prófa alla hluti á eigin skinni til að vita hvort það henti mér og þá mögulega f leirum. Mataræði sem takmarkar sykurneyslu og leggur ríka áherslu á tref jarík kol- vetni, góðar fitur og prótein er það sem hentar mér best. Fitan skipt- ir mjög miklu máli og til þess að takast það að halda sykurþörf í lágmarki þarf að leggja áherslu á að næg fita sé í matnum.“ Gunnar fer mjög skemmtilega leið til að borða þennan auka fitu- skammt. „Ég geri daglega mitt eigið súkkulaði úr kókosolíu og hágæða kakói ásamt nokkrum bragðbæt- andi hráefnum. Hver fílar það ekki að borða súkkulaði daglega?“ Það þarf því alls ekki að vera svo hræði- legt að hætta að borða sykur. Gunn- ar ráðleggur fólki að minnka sykur- inn í litlum, markvissum skrefum í stað þess að breyta um lífsstíl á einni nóttu. „Þetta snýst bara um að taka fyrsta skrefið.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is M atcha te hefur notið auk-inna vinsælda upp á síð-kastið, svo mikilla að það var aðaldrykkurinn á tískuvikunni í New York sem fram fór í febrúar. Matcha er japanskt grænt te í púð- urformi sem er margfalt öflugra en hefðbundið grænt te. Það er stút- fullt af andoxunarefnum en virku efnin í þeim eru flavoníð sem ver frumur líkamans og vinnur gegn öldrun og catechin sem talið er hefta útbreiðslu krabbameins- fruma, lækka blóðþrýsting, halda blóðsykurmagni stöðugu og draga úr líkum á blóðtappa og flúor sem ver gegn tannskemmdum. Sterk tengsl eru á milli matcha tes og hugleiðslu en það voru búdda- munkar í Japan sem byrjuðu að drekka matcha te við hugleiðslu fyrir 800 árum. Þessarar tegundar af tei var lengi vel aðeins neytt af hástéttinni en það er eitt sjaldgæf- asta, elsta og vandaðasta afbrigði af grænu tei. Matcha te inniheldur þrefalt meira af koffeini en hefð- bundið grænt te, þar sem heil telauf eru í matcha. Þú færð því næga orku úr einum bolla og ekki skemmir fyrir að þetta er mun holl- ari valkostur en kaffibolli. Matcha te – náttúruleg orka

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.