Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 10.04.2015, Qupperneq 34
heilsa Helgin 10.-12. apríl 201534 Tvö 6 vikna námskeið hefjast í Hlíðasmára 15, Kópavogi, þriðjudaginn 14. apríl: kl. 16.30 og 17.30 Byrjendahópur kl. 16.30 Framhaldshópur kl. 17.30 Ef ekki næst full þátttaka verða námskeið felld niður eða sameinuð. Takmarkaður fjöldi Skráning og nánari upplýsingar: grindarbotn@gmail.com eða í síma 564-5442 Grindarbotn kvennaheilsa S J Ú N Hættu að borða sykur – en ekki súkkulaði Gunnar Már Kamban gaf út sína fyrstu bók: Lágkolvetna- lífsstílinn, fyrir tveimur árum og seldist hún í yfir 12.000 eintökum. Nú hefur hann gefið út nýja bók á rafrænu formi: Hættu að borða sykur, en með henni fylgir sex vikna leiðarvísir um hvernig hægt er að minnka sykurinn í markvissum skrefum. G unnar hefur starfað sem einkaþjálfari í 20 ár en seg-ir að það hafi líklega komið fáum á óvart að hann hafi leiðst út í að skrifa matreiðslubækur. „Ég lærði til kokks einhvern tíma á síð- ustu öld og hef í raun alltaf, frá því ég man eftir mér, haft áhuga á mat. Í dag er ég heillaður af þeim mætti sem matur getur haft á líkama okk- ar, hug og heilsu og það er alltaf að koma betur í ljós að við höfum okk- ar eigin heilsu í hendi okkar.“ Minnkaðu sykurinn, skref fyrir skref Eftir að hafa gefið út þrjár bækur um lágkolvetnalífsstílinn á skömmum tíma ákvað Gunnar að fara óhefð- bundnari leiðir með næsta verkefni sitt sem hann kallar einfaldlega: Hættu að borða sykur. „Bókin er fræðslu- og hvatningarrit í formi raf- bókar sem er í raun sex vikna áætlun sem gengur út á að fólk stórminnki sykurneysluna án þess að finna mik- ið fyrir því. Sex vikna prógrammið er sett upp þannig að þú færð sendan póst alla virka daga næstu sex vik- urnar, samtals 30 pósta. Hver vika styðst við vikukaflana í bókinni og daglegu póstarnir virka eins og mjög ítar- legt viðhengi v ið hver ja v i k u og innihalda hvatn- ingu, fullt a f upp - skriftum og auð - lesnum fróðleik og leiða lesand- ann í gegnum prógrammið,“ segir Gunnar, en með þessu fyrir- komulagi lang- aði hann að halda betra sambandi við aðilann sem kaupir bókina. Prógrammið snýst fyrst og fremst um að taka burt löng- unina í sykur með v issu m breytingum á mataræðinu. „Þú ert í raun að borða í þig viljastyrk gegnum vissan mat og næringarefni því það er mjög erfitt að taka þetta á hnefanum eins og þeir vita sem hafa prófað það,“ seg- ir Gunnar. Enginn sykur en nóg af súkkulaði Gunnar hefur alla tíð verið mjög áhuga- samur um allt sem við kemur mat í tengslum við heils - una. „Ég er kannski óþarflega nýjunga- gjarn en mér f innst nauð - synlegt að prófa alla hluti á eigin skinni til að vita hvort það henti mér og þá mögulega f leirum. Mataræði sem takmarkar sykurneyslu og leggur ríka áherslu á tref jarík kol- vetni, góðar fitur og prótein er það sem hentar mér best. Fitan skipt- ir mjög miklu máli og til þess að takast það að halda sykurþörf í lágmarki þarf að leggja áherslu á að næg fita sé í matnum.“ Gunnar fer mjög skemmtilega leið til að borða þennan auka fitu- skammt. „Ég geri daglega mitt eigið súkkulaði úr kókosolíu og hágæða kakói ásamt nokkrum bragðbæt- andi hráefnum. Hver fílar það ekki að borða súkkulaði daglega?“ Það þarf því alls ekki að vera svo hræði- legt að hætta að borða sykur. Gunn- ar ráðleggur fólki að minnka sykur- inn í litlum, markvissum skrefum í stað þess að breyta um lífsstíl á einni nóttu. „Þetta snýst bara um að taka fyrsta skrefið.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is M atcha te hefur notið auk-inna vinsælda upp á síð-kastið, svo mikilla að það var aðaldrykkurinn á tískuvikunni í New York sem fram fór í febrúar. Matcha er japanskt grænt te í púð- urformi sem er margfalt öflugra en hefðbundið grænt te. Það er stút- fullt af andoxunarefnum en virku efnin í þeim eru flavoníð sem ver frumur líkamans og vinnur gegn öldrun og catechin sem talið er hefta útbreiðslu krabbameins- fruma, lækka blóðþrýsting, halda blóðsykurmagni stöðugu og draga úr líkum á blóðtappa og flúor sem ver gegn tannskemmdum. Sterk tengsl eru á milli matcha tes og hugleiðslu en það voru búdda- munkar í Japan sem byrjuðu að drekka matcha te við hugleiðslu fyrir 800 árum. Þessarar tegundar af tei var lengi vel aðeins neytt af hástéttinni en það er eitt sjaldgæf- asta, elsta og vandaðasta afbrigði af grænu tei. Matcha te inniheldur þrefalt meira af koffeini en hefð- bundið grænt te, þar sem heil telauf eru í matcha. Þú færð því næga orku úr einum bolla og ekki skemmir fyrir að þetta er mun holl- ari valkostur en kaffibolli. Matcha te – náttúruleg orka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.