Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 2
Bjarni Benediktsson fjármála- og efna- hagsráðherra.  Efnahagsmál aðgErðaáætlun til losunar fjármagnshafta Jákvæð viðbrögð við haftalosun Viðbrögð kröfuhafa skilanefnda föllnu bankanna gagnvart áform- um íslenskra stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta hafa verið jákvæð en Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti á miðviku- dag fyrir tveimur frumvörpum sem saman leggja grundvöll að heild- stæðri aðgerðaáætlun um afnám haftanna. Ríkir almannahagsmunir krefjast þess, segir fjármálaráðu- neytið, að losun fjármagnshafta nái fram að ganga án þess að efnahags- legum og fjármálalegum stöðug- leika sé ógnað. Heildarumfang vandans sem tek- ið er á í aðgerðaráætlun stjórnvalda nemur um 1.200 milljörðum króna. Eignirnar felast í krónueignum slita- búa fallinna fjármálastofnana að fjárhæð 500 milljarða, kröfum slita- búanna í erlendri mynt gagnvart innlendum aðilum að fjárhæð 400 milljarða og aflandskrónum í eigu er- lendra aðila að fjárhæð 300 milljarða. „Með afnámsáætlun stjórnvalda er komið í veg fyrir að þessar eignir flæði inn á gjaldeyrismarkað og hafi þannig neikvæð áhrif á greiðslujöfn- uð þjóðarbúsins,“ segir ráðuneytið. Lausn stjórnvalda gagnvart slita- búum fallinna fjármálafyritækja er tvíþætt: Annars vegar eru sett fram stöðugleikaskilyrði og hins vegar er lagður á stöðugleikaskatt- ur, 39% af eignum. Stöðugleika- skilyrðunum er ætlað að koma í veg fyrir óæskileg áhrif vegna út- greiðslu fjármuna. Ljúki slitabú nauðasamningum fyrir árslok geta þau fengið að flytja fjármagn að því gefnu að þau uppfylli stöðugleika- skilyrðin, en að öðrum kosti verða þau felld undir stöðugleikaskatt- inn. Hluti kröfu hafa í þrota bú bank- anna hef ur þegar lagt fram til lög- ur um það með hvaða hætti búin gætu upp fyllt stöðugleikaskil yrði stjórn valda svo líklegt má telja að leið nauðasamninga verði farin fremur en til skattinnheimtunnar komi. Í umræðum á Alþingi tóku for- ystumenn stjórnarandstöðuflokk- anna vel í áform ríkisstjórnarinn- ar. - jh Hreindýrskálfur og kópar gleðja Í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum er nú hægt að fylgjast með nýfæddum hreindýrakálfi og litlum kópum sem komu í heiminn í byrjun mánaðarins. Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem hreinkálfur lítur dagsins ljós í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. Síðasti burður í hreindýrahópi garðsins var þegar móðirin Regína kom í heiminn. Faðirinn er tarfurinn Tindur sem var fluttur í garðinn af Fljótsdals- heiði fyrir tveimur árum. Simlur, hreinkýr, ganga með kálfana í um það bil 7 mánuði og eignast vanalega einn kálf. Kálfurinn, sem er simla, braggast vel og fylgir móður sinni hvert fótmál þegar hún er ekki að hvíla sig í háu grasinu. Fjölgun hefur einnig orðið í sela- laug garðsins en urturnar Esja og Særún hafa báðar kæpt kópum. Opið er alla daga frá klukkan 10 til 18 að undanskildum19. júní þegar lokað verður klukkan 13 vegna 100 ára kosningarafmælis kvenna. Sigurjón endurgreiði lífeyri Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun slitabús gamla Landsbankans frá því í ágúst 2011 á ráðstöfun 35,14 milljóna í séreignalífeyrissparnað Sigurjóns Árna- sonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbank- ans, en greiðslan fór fram 2. október árið 2008. Sigurjóni var gert að endurgreiða upphæðina með dráttarvöxtum og 989 þúsund króna málskostnað. Borgin styrkir Samtökin ‘78 Borgin gerði tvo samninga í vikunni við samtökin ‘78 um þjónustu við samkyn- hneigt, tvíkynhneigt, pankynhneigt, asex- ual, intersex og transgender fólk. Í öðrum samningnum styrkir borgin daglegan rekstur samtakanna og að þau standi fyrir fræðslu og ráðgjafastarfi fyrir þá sem til þeirra leita, til fagfólks innan Reykjavíkur- borgar og sérstaka ráðgjöf til ungmenna. Hinn samningurinn fjallar um fræðslu inn í skólum borgarinnar sem samtökin hafa staðið fyrir um árabil. Samningarnir hljóða samtals upp á fimm milljónir á hverju ári í þrjú ár. „Það er mikilvægt að borgin hlúi að gras- rótarsamtökum sem eru samfélaginu mikilvæg og hafa sannað gildi sitt. Sam- tökin ‘78 eru sannarlega ein þeirra,“ segir í tilkynningu. Hátt í 51.000 undirskriftir Nú hafa tæplega 51.000 manns skorað á forseta Íslands að vísa væntanlegu mak- rílfrumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu, og hverjum þeim lögum þar sem fiskveiðiauð- lindum er ráðstafað til meira en eins árs. Undirskriftin er því orðin en sú stærsta í sögunni en sú stærsta er undirskriftar- söfnunin Hjartað í Vatnsmýrinni, sem tæplega 70 þúsund manns hafa skrifað undir. Fulltrúar undirskriftarsöfnunarinnar hittu Sigurð Inga Jóhannesson sjávarút- vegsráðherra í vikunni og lýstu áhyggjum sínum af frumvarpinu. Aðstandendur vef- síðunnar eru Agnar K. Þorsteinsson, Bolli Héðinsson, Guðrún Pétursdóttir, Henný Hinz, Jón Sigurðsson, Jón Steinsson og Þorkell Helgason.  VErkföll hVorki gEngur né rEkur í Viðræðum Verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið í rúmar tvær vikur og verkfall Banda- lags háskólamenntaðra í rúmar níu vikur. Deilan við samninganefnd ríkisins er í algjörum hnút og Ólafur Skúlason segir fólk óttast lagasetningu, sem muni gera lítið annað en að fresta vandanum. é g er staddur á mótmælunum og hér er fólk fullt baráttu-hug,“ segir Ólafur Skúlason, formaður Félags Íslenskra hjúkr- unarfræðinga þegar Fréttatím- inn náði af honum síðdegis í gær, fimmtudag. „Ég mundi áætla að hér séu um 500 manns, sem er mjög gott því mótmælin voru skipulögð með tveggja tíma fyrirvara. Það er engan bilbug að finna á hjúkrunar- fræðingum þó vissulega óttist fólk að það verði sett lög. Því verður ekki neitað. Eins og við höfum áður sagt þá leysir lagasetning ekki vandann heldur frestar honum tímabundið.“ Sýndarviðræður Verkfall Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga hefur nú staðið í rúm- ar tvær vikur og verkfall Banda- lags háskólamenntaðra í rúmar níu vikur. Samninganefndir bæði hjúkr- unarfræðinga og BHM funduðu með samninganefndum ríkisins síðast á miðvikudag, án árangurs svo nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að stjórnvöld grípi til lagasetn- ingar vegna verkfallanna. Samn- inganefnd BHM og samninga- nefnd ríkisins hafa nú fundað yfir 30 sinnum frá því í desember án árangurs og kallar samninganefnd BHM fundina „sýndarviðræður“, því vilji ríkisins til samninga sé enginn. Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra lét þau orð falla á Alþingi í byrjun mánaðar að hann gæti ekki útilokað lagasetningu og á þriðjudag sagði hann að lausn í kjaradeilunni yrði að nást daginn eftir, annars þyrfti „að leita annara leiða“. Ekkert lá fyrir um lagasetn- ingu þegar Fréttatíminn fór í prent- un í gærkvöld, fimmtudag. Hjúkrunarfræðingar segja upp Eins og fram hefur komið undan- farið eru áhrif verkfallsins gífur- leg, ekki síst á Landspítala en þar hefur verkfall starfsmanna BHM staðið yfir frá 7. apríl, ljósmæðra frá 9. apríl og hjúkrunarfræðinga frá 27.maí. Birgir Jakobsson land- læknir sagði í minnisblaði þann 4. júní stöðuna vera það alvarlega að ekki væri hægt að tryggja ör- yggi sjúklinga og kallaði þá eftir því að verkföllum lyki tafarlaust þar sem þau yllu óbætanlegu tjóni fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið í heild. „Ég hef heyrt frá þó nokkrum hjúkrunarfræðingum sem hafa fengið nóg og sagt upp störfum, þeir verða líklega f leiri,“ segir Ólafur. „Fólk vill einfaldlega að laun hjúkrunarfræðinga verði sam- bærileg við aðrar háskólamennt- aðar stéttir. Og fólk er tilbúið að standa við þá kröfu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar óttast uppsagnir innan stéttarinnar. Lagasetning leysir ekki vandann Verkfall BHM hefur staðið í rúmar 9 vikur og verkfall hjúkrunarfræðinga í rúmlega hálfan mánuð. Stéttirnar hafa staðið að mót- mælum frá upphafi verkfallanna og allt þar til í gær til að leggja áherslu á kröfur sínar. Mynd Hari 19. júní Föstudaginn 19. júní næstkomandi verða liðin 100 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt hér á landi og kjörgengi til Alþingis. Við viljum fagna þessum tímamó- tum og gefum út blað með Fréttatímanum og gera þessum gleðidegi og merka áfanga góð skil. Kastljósinu verður beint að þessum merkisatburði og stöðu kvenna í dag. Hað samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3300 eða á auglysingar@frettatiminn.is 2 fréttir Helgin 12.-14. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.