Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 38
Helgin 12.-14. júní 201538 heimili Hrím fagnar 5 ára afmæli V ið vorum tvær sem opnuð-um Hrím í Gilinu á Akur-eyri í maí árið 2010 og um haustið opnuðum við einnig í menn- ingarhúsinu Hofi,“ segir Tinna. Að- spurð um nafngiftina segir Tinna að þær hafi viljað hafa heitið stutt og mjög íslenskt. „Þar sem fyrir- tækið var stofnað á Akureyri voru tengslin við frostið einnig stór hluti af nafninu.“. Fyrir þremur árum fluttist Tinna aftur til Reykjavíkur og langaði hana að halda verslun- arrekstrinum áfram. Í mars árið 2012 opnaði Hrím glæsilega versl- un á Laugavegi og hefur Tinna því verið ein með verslunina í þrjú ár. Upphaflega var einungis að finna íslenska hönnunarvöru í Hrím, en þegar verslunin opnaði í Reykjavík langaði Tinnu að bæta við erlendum hönnunarvörum „Nú er líklega 60% af vöruúrvalinu erlent. Skandinav- ísk hönnun er áberandi, einfaldlega vegna þess að sú hönnun heillar Ís- lendinga, en við höfum einnig verið að taka inn fallegar vörur frá Bret- landi og Frakklandi.“ Hönnunarhús þar sem má snerta hlutina „Það voru margir sem töldu mig vera ansi frakka að fara út í verslun- arrekstur af þessu tagi svona stuttu eftir hrun. En mér fannst vera þörf á skemmtilegri hönn- unarverslun þar sem mætti snerta hlutina,“ segir Tinna. Verslunin við Laugaveg naut strax mikilla vinsælda og fann Tinna fljótlega að þörf væri á stærra versl- unarrými. „Við opnuð- um svo Hrím Eldhús í fyrra, í öðru húsnæði á Laugaveginum, ská á móti fyrstu verslun- inni. Við leggjum mik- ið upp úr því að heim- sókn í verslanir Hríms séu skemmtilegar. Við viljum að fólki líði svo- lítið eins og heima hjá sér. Hrím Eldhús er til dæmis innréttuð að miklu leyti eins og eld- hús, við viljum að við- skiptavinir okkar fái þá tilfinningu að þeir séu staddir í fallegu eld- húsi með notalegum borðkrók, eldhúsinn- réttingum og borðbún- aði. Börnin eiga svo sitt eigið svæði í búðinni þar sem búið er að setja upp lítið og nett eldhús með tilheyrandi áhöldum og dóti. Þannig geta foreldrarnir fengið næði til að skoða sig um í rólegheit- um í notalegu og fallegu umhverfi,“ segir Tinna. Þrjár verslanir og öflug net- verslun Nýjasta Hrím verslunin opnaði í Kringlunni í mars síðastliðnum. „Í Kringlunni finnst okkur við ná betur til Íslendinga en í miðbænum, sem er oftar en ekki fullur af túristum. En við fögnum þeim að sjálfsögðu, þeir setja skemmtilegan svip á miðbæinn,“ segir Tinna. Ný heima- síða fór í loftið síðastliðið haust og segir Tinna að netverslunin sé orðin mjög öflug. „Þannig náum við einn- ig til fólks á landsbyggðinni, sem skiptir okkur miklu máli.“ Áhuga- afólk um fallega hönnun, innlenda sem erlenda, geta kynnt sér vöruúr- valið frekar á www.hrim.is. Unnið í samstarfi við Hrím Hrím hönnunarhús fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. Tinna Brá Baldvin- sdóttir opnaði fyrstu Hrím verslunina á Akureyri en flutti svo verslunina með sér til Reykjavíkur fyrir þremur árum. Verslanir Hrím eru nú þrjár talsins, tvær á Laugavegi og ein í Kringlunni. Tinna Brá, eigandi Hrím hönnunarhúss, sem fagnar 5 ára afmæli um þessar mundir. Síðastliðinn laugardag tók Hrím þátt í Fiskisúpudeginum sem haldinn var þriðja árið í röð í tengslum við sjó- mannadaginn, en þá bjóða kaupmenn og veitingamenn gangandi gestum upp á gómsæta súpu. Ljósmynd/Hari. 1. Subway flísar í ljósum lit koma einstaklega vel út í eldhúsinu. Mynd/Shutterstock 2. Svokallaðar „subway“ flísar eiga nafngift sína að rekja til neðanjarðarlestarstöðva í New York borg. 3. Með því að flísaleggja aðeins hluta af vegg virkar eldhúsrýmið stærra. Frá neðanjarðar- lestinni í eldhúsið S vokallaðar „subway“ flísar eru að verða meira og meira áberandi í innanhússhönnun. Um er að ræða klassískar keramikflís- ar sem draga nafn sitt af álíka flísum sem hafa prýtt neðan- jarðarlestarkerfið í New York frá því það var tekið í notkun fyrir rúmlega 100 árum. Lista- mennirnir Heins & LaFarge fengu þá hugmynd að fegra neðanjarðarlestarkerfi borg- arinnar með litríkum keramik flísum og var það liður í lista- og handverkshreyfingu sem átti upptök sín í Bretlandi um miðja 19. öld sem andsvar við óvandaðri fjöldaframleiðslu sem fylgdi í kjölfar iðnvæðing- ar. Úr urðu mörg falleg lista- verk sem prýða stöðvarnar enn þann dag í dag og sífellt bætist í hópinn. Flísar af þessu tagi hafa nú notið mikilli vinsælda í innan- húshönnun og þá helst á bað- herbergjum eða í eldhúsum. Flísarnar eru til í öllum regn- bogans litum en flísar í ljósum lit falla vel inn í þann nútíma- lega og einfalda stíl sem nú einkennir innanhúshönnun. Flísarnar henta bæði vel í stærri og minni rými og þær er auðvelt að þrífa. 1 2 3 DrainLine niðurfallsrennur Tilboð 66.900 Hitastýrð sturtu blöndunar- tæki með höfuð- og handúðara með nuddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.