Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 22
Ég hef alltaf
verið orku-
mikil og
virk, og það
hentar mér
að vinna
mikið
É g var búin að vera með gríðarlegan höfuðverk í tvo daga, fá svo slæmt svimakast
að ég þurfti að leggjast í gólfið til
að jafna mig. Samt hvarflaði aldrei
að mér að ég væri með heilablóð-
fall heldur ákvað ég að kaupa bara
meiri verkjalyf. Það er ótrúlegt hvað
maður getur verið blindur á eigin
veikindi,“ segir Björk Eiðsdóttir, rit-
stjóri og eigandi tímaritsins MAN
og umsjónarmaður sjónvarpsþáttar-
ins Kvennaráð á Hringbraut.
Björk var flutt á spítala fimmtu-
daginn 7. maí og eftir ítarlegar rann-
sóknir kom í ljós næsta dag að hún
hafði fengið heilablóðfall, eða nánar
tiltekið svokallað blóðþurrðarslag
við mænukylfuna. „Ég sagði strax
við læknana að ég væri almennt
undir miklu álagi en það skipti ná-
kvæmlega engu máli í þessu sam-
hengi. Þetta heilablóðfall er algjör-
lega óútskýrt, engar skemmdir voru
sýnilegar á heilanum og ég er bara
ótrúlega heppin að ekki fór verr,“
segir hún.
Björk býr í Hlíðunum ásamt
þremur börnum sínum; Blævi 18
ára, Birtu 14 ára og Eiði 9 ára. Við
Björk erum sannarlega ekki ókunn-
ugar og fórum til að mynda saman
í nokkur viðtöl árið 2012 þegar við
unnum sitt hvort málið sama dag-
inn fyrir Mannréttindadómstóli
Evrópu. Ég tók líka viðtal við Blævi
þegar hún vann íslenska ríkið í hér-
aðsdómi árið 2013 sem komst að
þeirri niðurstöðu að hún mætti bera
nafnið sem henni var gefið sem ung-
barni en þangað til hafði hún heitið
„Stúlka“ á opinberum skjölum. Það
er seigt í þessari fjölskyldu og nú
er komið að viðtali við Björk. Þegar
hún tekur á móti mér blasir við poki
frá hönnuðinum Andreu á eldhús-
borðinu. Ég sé ennfremur glitta í
lógó Andreu á fatnaði Bjarkar sem
hefur svar á reiðum höndum þegar
ég minnist á það: „Ég fékk heilabóð-
fall! Ég má „tríta“ mig aðeins,“ segir
hún og skellir upp úr.
Lá í gólfinu vegna svima
Þrátt fyrir að vera að stíga upp úr al-
varlegum veikindum er stutt í húm-
orinn og hún grínast með að heila-
blóðfallið hefði ekki getað komið á
betri tíma hvað varðar útgáfuna á
MAN.
„Blaðið var að koma út þennan
sama dag og því mánuður í næsta
tölublað, þannig að þetta var besti
mögulegi tíminn. Gríðarlegri vinnu-
törn var að ljúka, þetta var blaðið
þar sem ég skipti um forsíðu á síð-
ustu stundu, hafði Davíð Þór Jóns-
son á forsíðunni í staðinn fyrir
Hönnu Birnu Kristjánsdóttir, og
það þurfti að vinna nýtt efni í blaðið
eftir prentskil hjá prentsmiðjunni
sem sýndi okkur afskaplega mikla
þolinmæði og skilning rétt eins og
núna í þessum veikindum mínum.
Auður Húnfjörð, sem á blaðið með
mér og er auglýsingastjóri þess og
framkvæmdastjóri, var farin í lang-
þráð vikufrí til Tenerife og ég notaði
dagana frá því við skiluðum blaðinu
til að vinna í haginn, nokkuð sem
Ekki gerð
úr stáli
Björk Eiðsdóttir var flutt á spítala eftir að hún fékk heilablóðfall
fyrir fimm vikum. Hún var þá nýbúin að skila nýjasta hefti MAN
í prentun eftir að hafa skipt út forsíðuviðtali við Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur á síðustu stundu. Læknar hafa ekki fundið neina
skýringu á heilablóðfallinu og er Björk á batavegi. Hún er ein-
stæð þriggja barna móðir sem hefur látið drauma sína rætast
með því að gefa út eigið blað og stýra eigin sjónvarpsþætti.
Björk hefur alltaf verið heilsuhraust en heilablóðfallið hefur
sýnt henni að hún er ekki úr stáli.
ég hef sjaldan gert af jafn miklum
krafti því ég vildi hafa sem mest til-
búið þegar Auður kæmi aftur, end-
urnærð. Ég var búin að bóka næsta
forsíðuviðtal og skipuleggja blaðið
í stórum dráttum. Á þriðjudeginum
byrja ég að fá mikinn höfuðverk og
verk í hálsinn vinstra megin. Ég
hef aldrei þjáðst af vöðvabólgu en
fannst þetta passa við þær lýsingar
sem ég hef heyrt frá öðrum, varð
sannfærð um að ég væri komin með
vöðvabólgu og tók inn íbúfen sem er
bólgueyðandi. Á fimmtudeginum er
ég enn með höfuðverk en þrjóskast
við að halda áfram að vinna, í þetta
skiptið var ég einnig að undirbúa
næsta þátt af Kvennaráðum sem
við tökum alltaf upp í hádeginu á
föstudögum.
Skyndilega fæ ég aðsvif, verð
virkilega hrædd og kalla á Birtu
sem var inni í herbergi. Ég hrein-
lega treysti mér ekki til að vera ein
og fannst ég vera búin að missa
öll tök á sjálfri mér. Öll skynjun
var orðin ýkt og ég get helst lýst
líðaninni eins og taugakerfið væri
utan á mér. Birta kom hlaupandi og
Eiður líka. Þau voru eðlilega bæði
mjög skelkuð að sjá mig svona, og
það endaði með því að ég þurfti að
leggjast í gólfið í um tíu mínútur til
að jafna mig. Sviminn lagast mikið
en brátt fer ég að upplifa hálfgerða
lömun og mikla verki vinstra megin
í andlitinu og upp í höfuð. Ég spurði
Birtu hvort ég væri eitthvað und-
arleg í framan, hún sér að vinstra
augað er orðið lokaðra en hitt og
hún hreinlega skipar mér að fara
til læknis eftir aukahvatningu frá
Birnu vinkonu minni sem grunaði
strax heilablóðfall eftir að ég lýsti
einkennunum í símtali. Enn var ég
algjörlega lokuð fyrir því að eitt-
hvað alvarlegt væri að en ákvað að
keyra á Læknavaktina og tók krakk-
ana með. Birta er mjög ákveðin við
mig á leiðinni og segir: „Mamma,
þú verður að hlusta betur á mig.
Þú veist að ég ætla að verða skurð-
læknir þegar ég verð stór og ég er
búin að horfa mjög mikið á Gray´s
Anatomy.“ Hún hefur fengið mikið
af verðskulduðu hrósi eftir þetta,“
segir Björk.
Á Læknavaktinni byrjaði sviminn
aftur og ágerðist hratt, Björk settist
nánast ofan á aðra konu á biðstof-
unni þegar hún ætlaði að fá sér sæti
og þegar læknirinn lét hana gera
ýmsar æfingar til að kanna skynjun
og samhæfingu varð ljóst að þetta
var eitthvað alvarlegt. „Ég gat gert
sumar æfingarnar en þær urðu
alltaf erfiðari. Þegar ég síðan gat
ekki sett hægri fótinn fyrir framan
vinstri til að ganga beina línu vissi
ég að það var mikið að og tárin
hreinlega byrjuðu að streyma niður
kinnarnar. Blóðþrýstingurinn var
einnig gríðarlega hár eða 114/189
sem er fylgikvilli blæðingarinnar
en ég hafði aldrei mælst með hækk-
aðan blóðþrýsting áður. Læknirinn
krafðist þess að ég færi með sjúkra-
bíl upp á Landspítalann og sagði að
ég yrði að láta sækja börnin. Til að
minnka áhyggjur þeirra sagðist ég
bara ætla að fara í öðrum bíl og vin-
kona mín kom og sótti þau áður en
hringt var á sjúkrabíl. Þegar sjúkra-
flutningamennirnir komu mótmælti
ég í fyrstu að leggjast á börurnar,
fannst það fulldramatískt og sagð-
ist alveg geta gengið með sjálf út í
sjúkrabíl ef þeir báðir styddu mig en
þeir hlýddu lækninum betur en ég.
Ég man að þegar þeir rúlluðu mér
á börunum inn á slysó sagði annar
þeirra við mig: „Heyrðu, ert þú ekki
þessi úr þættinum Köld eru kvenna-
ráð?,“ sem ég játti og gat brosað að
því innra með mér að þátturinn væri
greinilega búinn að „meikaða“ fyrst
sjúkraflutningamaðurinn þekkti
mig þó hann hefði jú ekki alveg náð
nafni þáttarins.“
Þegar á spítalann var komið var
ég sett í heilaskanna, hjartalínurit,
röntgenmyndatöku og blóðprufur,
en allt kom fyrir ekki – læknarn-
ir vissu ekki hvað amaði að mér.
Morguninn eftir skoðaði taugasér-
fræðingur mig sem grunaði strax
að æðin í hálsinum hefði rofnað og
bað um að ég yrði sett í segulóm-
un, nokkuð sem var ekki víst að ég
gæti farið í strax vegna verkfalla,
en í henni kom í ljós að ég var með
heilablæðingu. Ég var með rofna
æð, sem heitir vertebralis og liggur
upp að litla heila og mænukylfunni,
og það er ástæðan fyrir því að ég
fékk þessi einkenni sem kallast
Wallenberg heilkenni og ég er enn
að kljást við að einhverju leyti, er
til dæmis með brenglaða skynjun í
hægri hluta líkamans.“
Áskorun að sleppa takinu
Nánustu vinir og ættingjar Bjarkar
brugðust skjótt við og lögðust allir á
eitt um að hún þyrfti hvorki að hafa
áhyggjur af börnunum né vinnunni.
Þegar ljóst var að batinn tæki tíma
hafði æskuvinkona Bjarkar, Selma
Björnsdóttir, samband við barns-
föður Bjarkar sem á með henni tvö
yngri börnin og býr í Noregi, og
hann kom til Íslands næsta dag og
hefur séð um börnin að mestu síðan
þá. Björk lá á taugadeild í 8 daga og
til stóð að hún færi í endurhæfingu
á Grensási en hefur enn ekki komist
að þar vegna verkfalla.
„Ég er búin að taka því mjög ró-
lega, miðað við mig. Ég hef lélegan
fókus og lítið úthald og þarf í fyrsta
sinn að leggja mig yfir daginn og
oft í marga klukkutíma,“ segir hún.
„Fólk er duglegt að segja mér að
hlusta á líkamann, ég svara á móti
að ekkert annað sé í boði. Þessa
dagana og líklega næstu mánuði er
það hann sem ræður för, ekki ég.
Það er mjög áþreifanlegt og getur
verið erfitt að kyngja. Og þessi
mikla félagsvera sem ég er, get
til að mynda get ekki verið lengi í
margmenni því áreiti virkar mjög
lýjandi.“
Björk segist ekki fyllilega hafa
áttað sig á orðum læknisins þegar
Björk Eiðsdóttir er á
batavegi eftir heila-
blóðfall fyrir fimm
vikum. Hún reynir að
taka því rólega en er
afar virk að eðlisfari.
Mynd/Hari
Fjölskyldan fór saman í myndatöku þegar Birta fermdist. Hér er Birta með Björk,
Eið og Blævi. Mynd/Helgi Ómarsson
Framhald á næstu opnu
22 viðtal Helgin 12.-14. júní 2015