Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 32
Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is M aðurinn er hópdýr eins og hundarnir, aparnir og svínin. Einstaklingurinn verður ekki fullkomnaður nema í hópnum. Í hópnum er hans annað sjálf. Og það er ekki hægt að skilja manninn eða mannfélagið, og enn síður vanda þess, nema að ganga út frá þessum byrjunarreit. Að við séum í grunninn hópdýr. Að við treystum frekar á vitið í hópnum en það litla vit sem við berum hvert um sig í kollinum. Og kannski treystum við ekki í raun vitinu í hópsálinni. Kannski erum við ekki hinn vitiborni maður heldur frekar hinn spyrjandi eða leitandi maður. Hinn andlegi maður. Jafnvel hinn trúgjarni maður. Hin dýrin kalla okkur ekki vitiborin Heimildarmyndin Cave of Forgotten Dreams (2010) eftir Werner Herzog fjallar um rúm- lega 30 þúsund ára gamlar myndir sem for- feður okkar og -mæður máluðu á veggi hella í Chauvet í Suður-Frakklandi. Þetta er ekki ein af betri heimildarmyndum Herzog; en alls ekki slæm fyrir það – Herzog hefur gert margar góðar myndir. En það er þess virði að sjá þessa mynd um hella gleymdra drauma; þó ekki væri fyrir nema eina setningu undir lok hennar. Eftir að áhorfendur hafa skoðað hellamyndirnar, fræðst um uppruna þeirra og aldur og hlýtt á vangaveltur um tilgang þeirra og listrænt gildi er skotið inn viðtalsbút við Jean Clottes, fyrrum barnaskólakennara, sem lærði fornleifafræði með vinnu þar til hann varði doktorsritgerð rúmlega fertugur og helgaði eftir það líf sitt og starf forsöguleg- um mönnum; hafði meðal annars yfirumsjón með hellamálverkunum í Chauvet áratugum saman og skrifaði margt um þau, bæði fyrir og eftir að hann fór eftirlaun. Clottes sker sig frá öðrum viðmælendum Herzog í þessari mynd, og ekki síður Herzog sjálfum, fyrir það hversu bjart yfir honum. Hann er eilítið glett- inn þegar hann bendir á að nafngiftin homo sapiens, eða hinn vitiborni maður, er ekki eitthvað sem við áunnum okkur. Það kallar okkur enginn þessu nafni nema við sjálf. Sitjum enn á hellisgólfinu Í myndinni reynir Herzog að elta kenningar Jean Clottes og draga fram að það eru önnur öfl en vitið sem eru sterkust í manninum. Og þá er alls ekki átt við heimskuna í sjálfu sér; heldur að maðurinn geti ekki reitt sig á vitneskju sína til að lifa af í þeirri veröld sem hann skilur að svo takmörkuðu leyti. Til þess hefur maðurinn alltaf vitað of fátt. Og mun líklega vita of fátt í nokkra mannsaldra enn. Einkenni mannsins sem skepnu eru í raun að geta spurt stærri spurninga en hann getur svarað. Hann lifir ekki sáttur í veröldinni sem hann skilur ekki heldur reynir sífellt að ná utan um hana. Hann er eins og leikari á sviði lífsins með gagnrýnanda á öxlinni, sem reynir sífellt að ráða um hvað sköpunarverkið snýst. Maðurinn er dýr sem veit af takmörk- unum hlutverksins og sættir sig illa við þær. Honum er eðlislægt að skyggnast inn í það óþekkta; rannsaka, dreyma, spekúlera, fantasera. Cave of Forgotten Dreams dregur því upp mynd af homo spiritualis eða hinum andlega manni, en það vill Jean Clottes frekar kalla mannskepnuna en að kenna hana við vit. Myndin veltir upp spurningum um hvort við höfum svo mikið breyst síðustu rúm 30 þúsund árin; hvort tilfinningar okkar, sjálfs- mynd og hugmyndir séu ekki ennþá fremur sprottnar af vangaveltum okkar um hvað kunni að leynast á milli og handan haldbærr- Hvort viltu að veröldin sé ský eða klukka? Við höldum áfram að greina hið andlega hrun að baki framleiðslu-, -dreifingar, -sölu og -neyslu á mat á undanförnum áratugum og komum við í hellum fornmanna, skjala- geymslum sköpunarverksins, vatna- skilum trúar og vísinda og ágætum bókum og bíómyndum. ar þekkingar og vissu; en þeim fáu þekking- armolum sem við getum reitt okkur á. Regla í stað óreiðu Ef þessi er staða mannsins í heiminum er kannski ekki að undra að hann hafi lítið getað reitt sig á vitið. Alla vega vit í hefð- bundinni merkingu. Þar sem vitið hefur fyrir löngu áttað sig á að það nær ekki utan um skynjun mannsins á veröldinni hefur það reynt að teygja út landamæri sín og búið til hugtök um félagslegt vit, tilfinningalegt vit og mörg fleiri vit. Líkast til andlegt vit einnig. En þar sem við vitum að aparnir og hund- arnir búa yfir miklu félagslegu og tilfinninga- legu viti; skulum við halda okkur við þrönga skilgreiningu á hinum vitiborna manni og ganga út frá því að það sé uppsöfnuð vitn- eskja um sannanlega og mælanlega hluti. Það var hinn sænski Carl Linnæus sem setti þennan merkimiða á manninn, homo sapiens — hinn vitiborni maður. Carl var hinn mikli skjalavörður sköpunarverksins og skipaði hverri lífveru niður á sinn bás, í sinn flokk, hóp, ætt, stétt, kommúnu, fjölskyldu og önnur viðurkennd sambúðarform. Hann vildi beisla skýin og breyta þeim í klukku. Við þurfum því ekkert að velkjast í vafa um hvaða merkingu Carl lagði í vitið í latneska orðinu sapiens. Fyrir honum hefur það verið hæfnin til flokkunar og stokkunar, uppsöfnunar og uppstöflunar á vitneskju sem smátt og smátt varð að nýju sköpunarverki mannsins sjálfs; manngerðri þekkingarveröld sem hæfði manninum betur en óreiða náttúrunnar. Tveir kostir og annar skemmtilegri Menn hafa síðan sætt sig misvel við þennan skipulagða heim Linnæusar og félaga. Mig minnir að það hafi verið Karl Popper sem notaði myndíkinguna sem ég nefndi; af skýj- um og klukkum. En þá má vera að hann hafi sótt hana einhvert. Sú myndlíking á að segja okkur að sumt í veröldinni gengur eins og klukka. Ein orsök hefur ætíð sömu afleiðing- ar. Það er hægt að sanna með vísindalegum tilraunum og kalla náttúrulögmál. Sá sem neitar að sætta sig við þá niðurstöðu hafnar mikilvægri vitneskju til skilnings á veröld- inni og sjáfum sér; stundar vitleysu – leysir upp það litla vit sem honum var gefið. Gallinn er að þetta virðist bara eiga við um suma hluti í sköpunarverkinu. Aðrir hlutir, og ekki síst lífverur og þar með við sjálf, virð- umst alls ekki hegða okkur eftir neinum við- líka lögmálum. Við erum ekki klukkur held- ur ský, segir Karl. Hjá skýjunum leiða sömu hlutir ekki alltaf til sömu niðurstöðu. Alla vega ekki svo við getum merkt það. Auðvitað er mögulegt að svo margir hlutir hafi áhrif á skýið að okkur sé ómögulegt að merkja orsakasamhengið millum þeirra. Samhengið kann að vera þarna þótt við skynjum það hvorki né skiljum. En miðað við þann heila sem við þurfum að notast við og þá uppsöfn- uðu þekkingu sem er okkur aðgengileg eru skýin, og þar með við sjálf, okkur að mestu óskiljanleg. Þar virðast hlutir geta orðið til úr engu, stór fyrirbrigði sprottið af sáralitlu til- efni og önnur mikilfengleg gufað upp án þess að við áttum okkur á hvers vegna. Thomas Mann lét Felix Krull sinn út- skýra þetta svo að við stæðum frammi fyrir tveimur kostum. Annars vegar heimi sem var mælanlegur og útskýranlegur, lítill og leiðin- legur. Hins vegar veröld sem var óútskýran- leg, margbreytileg og flókin, ógnarstór og stækkandi, lifandi og kvik. Felix Krull valdi seinni kostinn, fyrst og fremst vegna þess að hann var skemmtilegri. Vitibornir menn á meðal vor Auðvitað er til fólk sem lifir fyrst og fremst í öðrum þessara heima og forðast hinn. Þetta eru kannski hinir einu og sönnu homo sapi- ens og homo spiritualis; tvær ólíkar tegundir sem deila plánetunni á sama tíma. Homo sapiens reynir að lifa í veröld sem er knúin áfram af gangverki klukkunnar og lítur á óreiðuna þar fyrir utan sem verkefni framtíðarinnar. Með tímanum mun gang- verkið að baki skýsins verða afhjúpað. Það er til lítils að velta skýinu fyrir sér þangað til. Betra að bíða þess að leiðarvísirinn verði gefinn út. Homo spiritualis hefur hins vegar látið sig falla í óreiðuna og lifir í veröld þar sem meira og minna allt er mögulegt og allt getur og hefur áhrif hvað á annað. Satúrnus getur lægt tilfinningar okkar, við getum bægt ólukku frá okkur með því að berja þrisvar í tré og öðlast eilíft líf með réttri breytni, heitum bænum eða bara fyrir náð og blessun afls sem er okkur svo miklu æðra að við fáum það aldrei skilið. En flest tilheyrum við báðum þessum heimum – eða hvorugum almennilega. Dveljum kannski oftast á milli þeirra; jafn skeptísk á báðar áttir. Margir hafa hins vegar lagt áherslu á að við komum okkur upp hæfni til að skilja báða heima; í það minnsta að við skynja þá báða. Svo þær verði sameiginlega að veröld sem við getum unað okkur í –svo notuð séu hugtök úr daglegri umræðu á Ís- landi. Móses klukka og skýið hann Jesús Einn af þeim sem gerði sér grein fyrir að ómögulegt væri að sameina þessa heima en taldi jafn nauðsynlegt að við áttuðum okkur á hvað tilheyrði hvorri veröld; var Marteinn Karl Popper talaði um muninn á klukkum og skýjum og mikilvægi þess að ætla skýjunum ekki að hegða sér eins og klukkur. Marteinn Lúther þekkti eðlismuninn á ólíkri upplifun á heiminum og okkur sjálfum og vildi skipa hvorri tegundinni til síns sætis í vitundinni og samfélaginu. Carl Linnæus skipaði öllu í heiminum og öllu því sem í því bærðist til síns flokks, hóps, tegundar, stéttar og fjölskyldu. Hann rúðustrikaði sköpunarverkið. Thomas Mann lét Felix Krull standa frammi fyrir vali um hvort hann vildi lifa sem klukka eða ský. Felix vildi vera ský af því það er skemmtilegra. Hellarnir í Chauvet í Suður-Frakklandi geyma myndir sem lýsa stöðu mannsins frammi fyrir hinu óútskýrða; staðan sem hann hefur svo sem enn í dag. 32 matartíminn Helgin 12.-14. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.