Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Síða 34

Fréttatíminn - 12.06.2015, Síða 34
Á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem haldið var í lok apríl stóð Hjördís Ólafs- dóttir uppi sem sigurvegari í kvennaflokki. Hjördís keppti svo fyrir Íslands hönd á nýafstöðnum smáþjóðaleikum, sem fram fóru í Reykjavík, en náði ekki á verðlauna- pall í einstaklingskeppninni, en kvennalið Íslands lenti í öðru sæti. Hjördís hóf að æfa júdó tvítug og er í dag 36 ára. Hún tók sér þó pásu í 10 ár þegar hún flúði land og bjó á Spáni. „Ég byrjaði bara aftur í jú- dóinu fyrir tæpu ári,“ segir Hjördís. „Ég æfði í 4 til 5 ár áður en ég flutti til Spánar. Þetta byrjaði allt með því að ég fór á sjálfsvarnarnámskeið í vinnunni en þar var júdókappinn Bjarni Friðriksson að kenna,“ seg- ir hún. „Hann hvatti mig til þess að prófa og ég sló bara til. Þetta er erfið íþrótt og byggist mikið á tækni. Maður þarf auðvitað að vera sterkur líka, en maður gerir ekk- ert bara með kraftinn. Tæknin er það sem skiptir máli,“ segir Hjör- dís. „Ég varð fyrst Íslandsmeistari þegar var 22 ára en byrjaði ekki að æfa júdóið fyrr en upp úr tvítugu. Þessi íþrótt passaði bara svo vel við mig, ég náði mjög fljótt tökunum á þessu,“ segir hún. Er þetta sport sem hægt er að byrja að æfa hvenær sem er? „Já, já,“ segir Hjördís. „Ef maður ætlar að vera á heims- mælikvarða í þessu sporti er auðvi- tað betra að hafa byrjað fyrr, en að öðru leyti er aldrei of seint að byrja,“ segir hún. „Þetta hentar mjög mörg- um. Ég veit samt ekki hvort ég ætli að reyna að verja þennan titil,“ seg- ir hún. „Ég veit ekki hvort ég geti æft eins og mikið og þarf til þess að vinna mót á hverju ári. Það er erfiðara eftir að maður er búinn að stofna fjölskyldu.“ Götusópari í Barcelona Hjördís flutti til Spánar ásamt fyrr- verandi unnustu sinni árið 2006 og fyrst um sinn sótti hún um alla vinnu sem í boði var. Hún vann meðal annars sem götusópari í Barcelona. „Ég fékk vinnu við að vera götusópari og mæli bara með því,“ segir Hjördís. „Það er margt verra en að rölta um og sópa götur og skoða mannlífið og tilveruna. Svo spillti veðrið ekkert fyrir,“ segir hún. „Ég held að ég mundi nú ekki nenna því hér á Íslandi, en þarna úti var það bara ágætt. Eftir það flutti ég svo í lítið þorp sem er norður af Barcelona, við Píreneafjöllin, og þar fékk ég vinnu við að mjólka beljur. Þetta var verndaður vinnustaður fyrir þroskahefta og geðfatlaða, þar sem maður hjálpaði því fólki að vinna ásamt því að vinna sjálfur. Þar kynnist ég konunni minni. Hún var að vinna í heimahjálp fyrir þroska- hefta,“ segir Hjördís. Þetta var fyrir fimm árum og í dag er Hjördís gift Natalia González, sem hún kynntist á bænum þar sem þær unnu. Barn með tvær mæður fékk ekki kennitölu Fyrir ári flutti Hjördís heim ásamt Nataliu og dóttur þeirra, Aiko Sól, sem er að verða þriggja ára göm- ul. Hún segir það hafa tekið mjög langan tíma að fá íslenska kennitölu fyrir dóttur þeirra, sökum þess að enginn var faðirinn. „Það tók ekki langan tíma að sannfæra Nataliu að flytja til Íslands,“ segir Hjördís. „Ég hafði líka misst vinnuna á Spáni og atvinnuástandið þar var alls ekki gott. Atvinnurekendur nýta sér það á Spáni og borga lúsarlaun þar sem það er mikil eftirspurn eftir vinnu,“ segir hún. „Verkalýðsfélögin gera ekkert til þess að hjálpa manni og það var mun viturlegra að koma bara heim,“ segir Hjördís. Þegar heim var komið tók við langt ferli í íslensku skriffinskukerfi að fá kennitölu á dóttur Hjördísar og Natalie. Íslenska kerfið var ekki hannað með þá hugmynd að barn væri ekki feðrað. Ekki var nóg að tilkynna tvö foreldri, heldur varð að vera faðir í spilinu. Sem var ekki í tilviki Hjördísar. Þungunin átti sér stað í gegnum tæknifrjóvgun á Spáni og gekk Natalie með stúlk- una. „Ég var alveg brjáluð yfir þessu,“ segir Hjördís. „Það átti ekki að veita henni íslenskt ríkisfang þar sem ég var ekki faðir hennar,“ segir hún. „Það tók okkur um 18 mánuði að fá þetta í gegn, með aðstoð lög- fræðinga. Í dag er komið fordæmið fyrir þessu svo þetta á ekki að vera vandamál,“ segir Hjördís og má segja að þær hafi breytt reglunum. „Samtökin 78 hjálpuðu okkur gríð- arlega mikið í þessu máli og erum við mjög þakklát þeim,“ segir hún. „Við þurftum að kæra til innanríkis- ráðuneytisins og eiga við þjóðskrá og slíkt, og sem betur fer náðum við þessu í gegn,“ segir Hjördís. „Það voru samt allir almennilegir í okk- ar garð og slíkt, en lögin voru bara svona og ekki hægt að breyta þeim var alltaf sagt. Á endanum breytti þjóðskrá verklagi sínu og við settum því fordæmið, sem þurfti að gerast.“ Ekki góð í því að tapa Í dag er Hjördís að vinna hjá Sorpu og kann því mjög vel. „Ég var að vinna þar áður en ég flutti út og mér lík- ar það mjög vel,“ segir hún. „Það er mjög fjölbreytt og ég kann því vel.“ Natalia, eiginkona Hjördísar, hefur verið heimavinnandi með dóttur þeirra síðan þær fluttu heim, en ætl- ar að skoða vinnumarkaðinn þegar litla stúlkan fer á leikskóla í ágúst. „Henni líkar bara mjög vel hér á Ís- landi. Hún er mjög ánægð með allt sem snertir barnauppeldi og slíkt, en það sama á ekki alveg við þegar kem- ur að veðrinu,“ segir Hjördís. „Hún er ekki kominn alveg inn í tungumálið, en það kemur. Hún er allavega ekki búin að gefast upp. Þegar Aiko fer í leikskóla þá ætlar hún að skoða í kringum sig, en er ekki með neinar háar kröfur um hvað hún vill gera. Það kemur bara í ljós.“ Hvað með júdóið. Þarftu samt ekki að verja titilinn að ári? „Við sjáum bara til,“ segir hún og hlær. „Ég ætla að halda áfram að æfa, en ekki jafn stíft samt. Ég er mikil keppnismanneskja og alls ekki góð í því að tapa, svo ég ætla bara að sjá til og láta þetta þróast,“ segir Hjördís Ólafsdóttir, Íslands- meistari í júdó. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Hjördís Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í júdó, vinnur í Sorpu og kann því mjög vel. Hún og eiginkona hennar, Natalia González, þurftu að berjast fyrir því að dóttir þeirra fengi íslenskt ríkisfang. Íslenska kerfið var ekki hannað með þá hugmynd að barn væri ekki feðrað. Mynd/Hari Dóttirin fékk ekki kennitölu með tvær mæður Íslandsmeistari kvenna í júdó, Hjördís Ólafsdóttir, kynntist ástinni á Spáni. Hún flutti til Spánar og byrjaði að vinna sem götusópari í Barcelona, kynntist konunni sinni og saman eignuðust þær barn. Þegar þær fluttu til Íslands tók það furðulega langan tíma að fá kennitölu fyrir dóttur þeirra, þar sem enginn var skráður faðir stúlkunnar. Hjördís segir þær hafa rekist á veggi á mörgum stöðum í kerfinu, en í dag er þetta breytt. Þær settu fordæmið. Hjördís vinnur hjá Sorpu og segist ekki vera viss hvort hún muni reyna að verja titilinn að ári. tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags skila atkvæði þínuMundu að FLÓABANDALAGIÐ ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. júní 22. júní er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana V 34 viðtal Helgin 12.-14. júní 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.