Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 62
Spennandi listsmiðjur í Viðey í sumar fyrir 8-13 ára L istasafn Reykjavíkur og Bandaríska sendiráðið bjóða upp á listsmiðjur í Viðey í sumar fyrir börn á aldr- inum 8-13 ára í tengslum við sýn- inguna Áfangar á verkum banda- ríska listamannsins Richard Serra í Hafnarhúsinu. Listsmiðj- urnar standa í viku í senn þar sem áhersla verður lögð á samband myndlistar við umhverfi sitt hvort sem það er náttúra eða manngert. Þátttakendur fá tækifæri til að njóta íslenskrar náttúru, teikna, mála, móta, skrá niður hugleið- ingar sínar og tengja við aðra myndlistarmenn sem iðka ámóta aðferðir og vinnulag. Þeir heim- sækja jafnframt sýningu Richard Serra, Áfanga, í Hafnarhúsinu og skoða samnefnt verk hans úti í Viðey. Listamennirnir og fjalla- leiðsögumennirnir Margrét H. Blöndal og Ósk Vilhjálmsdóttir sjá um smiðjurnar. Listsmiðjurnar verða alls fjórar og fara fram frá klukkan 8.30-16 dagana 13.-17. júlí, 20.-24. júlí, 27.-31. júlí, 10.-14. ágúst. Skráning fer fram á: info@ halendisferdir.is. Frekari upplýs- ingar fást í síma 864-0412. Unnið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur Listsmiðjur í Viðey: Fatnaður: Vatnsheldur hlífðarfatnaður (buxur og stakkur), undirföt, þunn langerma peysa eða skyrta, lopapeysa eða þykk flíspeysa, vettlingar, húfa og/ eða buff. Nesti: Mikilvægt er að börnin séu vel nestuð; með morgun-, hádegis- og síðdegisnesti. Innifalið í námskeiðsgjaldi: Tveir myndlistarkennarar/leiðsögumenn. Að- staða í Viðey. Allt efni fyrir myndlist og náttúruskoðun. Bátsferðir daglega. Henný María Frímanns- dóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Airwaves, segir undirbúning í fullum gangi. Ljósmynd/Hari  TónLeikaferð Veðurskipið Líma Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hóf í vikunni mikla tónleikaferð sem stendur yfir helgina. Henný María Frímannsdóttir, upplýsingafulltrúi hátíðarinnar, segir þetta lið í því að kynna há- tíðina fyrir fólki á landsbyggðinni. Hún segir tónlistarfólkið sem tekur þátt i ferðalaginu hafa tekið mjög vel í hugmyndina og lagði hópurinn af stað á miðvikudaginn. Henný segir að ákveð- ið hafið verið að heimsækja þá staði sem eru ekki í hinum hefðbundnu plönum þeirra sem fara í tónleikaferðir og er hún á því að það geri ferðina enn skemmtilegri. T ónleikaferð Iceland Airwa-ves nefnist Veðurskipið Líma og áhöfnin saman- stendur af tónlistarkonunni Dj. Flugvél og geimskip, rapparanum MC Gauta og hljómsveitinni Agent Fresco. Hópurinn hóf tónleika- ferðina á Bolungarvík á miðviku- dagskvöldið, í gær var hópurinn í Grenivík, í kvöld, föstudagskvöld, verða tónleikar á Raufarhöfn, Breiðdalsvík á laugardag og ferða- lagið endar á sunnudagskvöldið með tónleikum í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Henný María Frímannsdóttir, upplýsingafulltrúi hátíðarinnar, segir ferðalagið vera part af undir- búningi hátíðarinnar, sem er í full- um gangi. „Við vildum leyfa lands- byggðinni að taka þátt í þessu með okkur,“ segir hún. „Þetta hefur staðið til í nokkur ár að fara í svona ferð og nú létum við bara verða af því. Við gætum trúað því að fólki á landsbyggðinni finnist það vera útundan hvað þessa hátíð varðar, þar sem hún er mjög reyk- vísk, en við viljum breyta því og fá sem flesta,“ segir Henný. „Lista- mennirnir allir voru bara mjög til í að gera þetta með okkur og það er gríðarlega góð stemning í hópn- um. Við erum að fara á staði sem eru ekki oft á kortinu hjá hljóm- sveitum og okkur langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi,“ segir hún. „Á Breiðdalsvík er t.d verið að standsetja nýjan tónleikastað sem nefnist Frystihúsið og það verður mjög gaman að koma þangað,“ seg- ir Henný. Iceland Airwaves fer fram í byrjun nóvem- ber og segir Henný að undirbúningur fyrir hátíðina sé í fullum gangi. Hún segir að hátíðin verði með svipuðu sniði og undanfarin ár, og mikill fjöldi erlendra gesta hafi nú þegar skráð sig til leiks. „Við erum búin að tilkynna listamenn þrisvar og verðum með tvær kynningar í við- bót, og í lok júní kemur ein stór frá okkur. Við erum enn að taka við umsóknum og það eru nokk- ur hundruð blaðamenn búnir að boða komu sína. Á síðustu hátíð voru um 700 of-venue tónleikar og það verður eitthvað svipað hjá okkur á þeirri næstu,“ segir Henný María hjá Iceland Airwa- ves. Frítt er inn á alla tónleikana á ferðalaginu um landið og allar upplýsingar um tímasetningar má finna á Facebook síðu viðburðar- ins, Veðurskipið Líma. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Airwaves heimsækir landsbyggðina www.odalsostar.is Íslenskur Gouda-ostur hefur verið á boðstólum á Íslandi frá árinu 1961. Í dag sér KEA Akureyri um framleiðsluna. Fyrirmynd ostsins er hinn frægi Gouda, frá samnefndum bæ í suðurhluta Hollands. Gouda Sterkur er lageraður í sex mánuði. Mjúkur, bragðmikill og þroskaður ostur með skörpu bragði, sveppatónum, kryddkeimi og langvarandi eftirbragði. Hentar við flest öll tækifæri, hvort sem er á ostabakkann eða til að setja punktinn yfir i-ið í matargerðinni. GOUDA STERKUR KRÖFTUGUR 62 menning Helgin 12.-14. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.