Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 4
LANCÔME BRÚÐARFÖRÐUN Í LYFJUM OG HEILSU KRINGLUNNI FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS. GLÆSILEGUR KAUPAUKI ÞEGAR KEYPT ER FYRIR 8.900* EÐA MEIRA. Kristjana Rúnarsdóttir Lancôme National make up artist ásamt snyrti- og förðunarmeistara veita ráðgjöf fyrir brúðarförðun og undirbúning húðarinnar fyrir stóra daginn. 20% AFSLÁTTUR AF LANCÔME Á KYNNINGUNNI GÁTLISTI BRÚÐARINNAR: · Ef þú mættir aðeins hafa einn hlut meðferðis á brúðkaupsdaginn eru þerriblöðin ómissandi. · Varalitur · Miracle Cushion farði í boxi · Vatnsheldur maskari · Ilmurinn þinn BRIDAL COLLECTION 2015 veður Föstudagur laugardagur sunnudagur N-átt og sólríkt. svalt fyrir NorðaN og Næturfrost. Höfuðborgarsvæðið: Léttskýjað, en norðan kæLa. væta a-laNds eN aNNars þurrt og bjart. eNN frekar svalt. Höfuðborgarsvæðið: sóLskin og tært Loft en svöL goLa. Hæglátt veður og HlýNar fyrir NorðaN og austaN. Höfuðborgarsvæðið: enn spáð sóLskini og einnig hægum vindi. lokaleifar kuldans – og sumarhiti eftir helgi enn leynast kaldir pollar á norðurhjar- anum og með ólíkindum hvað þeir sækja okkur heim. sá síðasti er nú á ferðinni með kulda, sérstaklega fyrir norðan og austan. gæti hæglega sett snjóföl á fjall- vegi austanlands í nótt. hins vegar er spáð mjög sólríku veðri á landinu heilt yfir og notarlegt sunnan undir húsvegg. á sunnudag verða breytingar, n-áttin koðnar endanlega niður og ekta sumarlegt loft úr suðri stefnir rólega, en ákveðið til landins. 10 8 6 5 12 11 9 5 4 14 12 10 9 10 14 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is P eningastefnunefnd Seðla­banka Íslands hækkaði vexti bankans um 0,5 prósentur á miðvikudaginn. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5%. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að þótt verðbólga sé enn lítil hafi verðbólguhorfur versnað verulega miðað við síðustu spá Seðlabankans og verðbólguvænt­ ingar hækkað. „Nú eru horfur á að verðbólga verði meiri en bankinn spáði í maí, sem rekja má til þess að þegar hefur verið samið um mun meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir í spá bankans,“ segir í yfirlýs­ ingunni. „Til þess að liðka fyrir kjarasamn­ ingum,“ segir enn fremur, „hefur ríkisstjórnin kynnt aðgerðir sem munu auka ríkisútgjöld og draga úr skatttekjum. Aðgerðirnar hafa enn sem komið er ekki verið fjármagn­ aðar og fela því að öðru óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. Einnig hafa verið kynntar aðgerðir stjórnvalda er miða að því að búa í haginn fyrir losun fjármagnshafta. Sumar þeirra munu afla ríkissjóði tekna sem mikilvægt er að verði ráð­ stafað þannig að það verði ekki til þess að auka enn frekar á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem til þessa hefur verið óvirkt. Peningastefnunefndin mun fylgjast grannt með framvind­ unni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefur.“ Horfur um þróun launakostn­ aðar, hækkun verðbólguvæntinga og vísbendingar um öflugan vöxt eftirspurnar valda því, að mati nefndarinnar, að óhjákvæmilegt er að bregðast nú þegar við versnandi verðbólguhorfum þrátt fyrir að verð­ bólga sé enn undir markmiði. „Enn fremur virðist einsýnt að hækka þurfi vexti umtalsvert í ágúst og frekar á komandi misserum eigi að tryggja stöðugt verðlag til lengri tíma litið.“ Vaxtahækkun Seðlabankans fer saman við helstu niðurstöður könn­ unar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja landsins, sem gerð var í maí 2015 af Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands og birt í gær, fimmtudag. Þar kemur fram að þriðjungur stjórn­ enda telur að núverandi aðstæður í atvinnulífinu séu góðar, tæplega fimmtungur að þær séu slæmar, en helmingurinn að þær séu hvorki góðar né slæmar. Væntingar um að aðstæður fari batnandi eru mun minni en áður. Nægt framboð er af starfsfólki en helst skortir það í byggingarstarfsemi, flutningum og ferðaþjónustu. Stjórnendur gera ráð fyrir lítilsháttar fjölgun starfsmanna næstu sex mánuði. Að jafnaði vænta stjórnendur 4,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum sem er mikil breyting frá sambæri­ legri könnun í desember 2014 þegar stjórn endur væntu þess að 2,5% verð­ bólgumarkmið Seðlabankans næðist á árinu. jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  seðlabankinn stýrivextir hækkaðir um 0,5 Prósentur Frekari vaxtahækkun boðuð Brúnin þyngist á stjórnendum fyrirtækja. væntingar eru minni en áður og þeir gera ráð fyrir aukinni verðbólgu. peningastefnunefnd seðlabanka Íslands, Þórarinn g. pétursson, katrín ólafsdóttir, már guðmundsson, arnór sighvatsson og gylfi Zoëga. Ljósmynd/seðalbankinn Enn fremur virðist einsýnt að hækka þurfi vexti umtalsvert í ágúst og frek- ar á komandi misserum eigi að tryggja stöðugt verð- lag til lengri tíma litið. Flestir vilja í Versló rúmlega fjögur þúsund sóttu um fram- haldsskólavist en umsóknarfrestur rann út á miðvikudag. flestir vilja fara í verzlunarskóla Íslands en fjórir framhaldsskólar fengu umsóknir frá fleiri nemendum en þeir geta tekið við, versló, kvennaskólinn, mr og hh. um það bil þrisvar sinnum fleiri nýnemar sóttu um skólavist í kvennó í haust en pláss er fyrir. Meiri þorskur hafrannsóknarstofnun leggur til að þorskafli á næsta fiskveiðiári verði 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Það er aukning um 23 þúsund tonn frá aflamarki yfirstandandi árs og hæsta aflamark í þorski á þessari öld. Jóhann sigurjónsson, forstjóri stofnunarinnar, segir að árgangur 2014 sé nokkuð yfir meðallagi og lofi góðu. Hann segir enn fremur að ástand flestra mikilvægust nytjastofna við landið sé vel viðunandi. enn er þó óljóst hvort makríllinn skilar sér en sjór við landið er kaldari en verið hefur. Átta þúsund sækja um nám í HÍ háskóla Íslands bárust liðlega átta þúsund umsóknir um grunn- og fram- haldsnám fyrir komandi skólaár. alls eru umsóknir um grunnnám tæplega fimm þúsund en að auki bárust skólanum rúmlega þrjú þúsund umsóknir þeirra sem hefja vilja framhaldsnám í haust.  vikan sem var 500 spjaldtölvur afhentar í kópavogi kópavogsbær afhenti í gær, fimmtudag, 500 spjaldtölvur til kennara í grunnskólum bæjarins. Í byrjun næsta skólaárs verða fyrstu nemenda- tækin afhent og þegar innleiðingu lýkur haustið 2016 munu allir nemendur á mið- og unglingastigi hafa spjaldtölvur til afnota. „spjaldtölvuvæðing skólanna er þáttur í þeirri stefnu okkar að skólar í kópavogi séu í fremstu röð skóla á Íslandi,“ sagði ármann kr. ólafs- son bæjarstjóri við afhendinguna. 4 fréttir Helgin 12.-14. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.