Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 68
 Í takt við tÍmann Sif HaukSdóttir Lúxus að borða hjá mömmu Hildur Sif Hauksdóttir er leikmaður Breiðabliks í Pepsi deild kvenna. Hún er nýkomin heim frá Flórída þar sem hún var að læra sálfræði en vildi koma heim til þess að taka slaginn í sumar með Breiðabliki. Hún fer í HÍ í haust og stefnir á að ferðast til Ítalíu. Hún er mjög oft í Nike fatnaði frá toppi til táar, og er á því að Facebook sé búið. Staðalbúnaður „Á Íslandi kaupi ég föt mest í Zöru og GK Reykjavík, en þegar ég er erlendis fer ég mest í Urban Outfitters og Top Shop. Ég kaupi föt mest í útlöndum því þau eru svo dýr hérna heima. Svona dagsdaglega er ég oftast bara í Nike frá toppi til táar, en mér finnst mjög gaman að klæða mig upp en hef samt mjög einfaldan fatasmekk. Svo er ég lærður förðunarfræðingur og nota MAC vörur daglega, og safna þeim reyndar.“ Hugbúnaður „Það eru mjög fá skipti sem maður lyftir sér eitthvað upp þegar maður er að spila fótbolta á sumrin. Oftast er það bara ein- hver hittingur með stelpunum og oftast er bara skemmtilegast í partíunum. Stundum fer maður á American Bar eða á B5 ef maður kíkir eitthvað. Týpíski drykkurinn er Mango Tango, en ef ég vil meiri lúxus þá er Chili Mojito í uppáhaldi hjá mér. Ég horfi á flesta þætti sem eru í umferð en skemmtilegastir þessa stundina eru Game of Thrones og Sons Of Anarchy, svo eru Friends alltaf klassískir. Ég horfi samt á allt, eiginlega.“ Vélbúnaður „Allt sem ég á er tengt Apple. Ég er með Apple TV sem ég horfi mikið á sjónvarp í gegnum, það er það nýjasta hjá mér. Ég er með iPhone 5 og er mest á Instagram (@ hildursifhauks) og Twitter (@hildursif3). Ég nota Facebook mest fyrir „chattið“, annars held ég að Facebook sé búið. Ann- ars er ég ekki mikið á öðrum öppum, nema kannski veðurappinu. Maður er alltaf að at- huga hvenær það kemur gott veður.“ Aukabúnaður „Ég er mikil mataráhugamanneskja. Hér heima er ég fastagestur á Gló, og ef ég vil hafa það mjög fínt þá finnst mér mjög gott að borða á Sushi Samba, Grillmarkaðnum og Coocoo´s Nest. Ég hef verið mikið að elda sjálf og finnst mjög gaman að elda asískan mat, ég lærði inn á það í Ameríku. Ég er ekki mikið að skoða uppskriftir en prófa mig mikið áfram. Ég á ekki bíl en fæ að nota bíl kærastans þegar ég þarf. Ég bý hjá foreldrum mínum og það er lúxus að fá að borða hjá mömmu og forðast leigu- markaðinn. Markmiðið í sumar er að fara á toppinn með Breiðabliki en í haust ætla ég í Háskólann og halda áfram í sálfræðinni. Svo ætlum við kærastinn að fara til Ítalíu í haust, vonandi í smá frí.“  appafengur Watchbox Það eru flestir snjallsímanotend- ur með Snapchat í dag. Allir hafa gaman af því að pósta einhverju skemmtilegu og fyndnu á „snapp- ið“ og sumir pósta vídeóum af börn- unum sínum við sínar iðju. Nú er komið nýtt app sem hefur sama t i lgang, en þó með nok k r um skemmtilegum viðbótum. Watch- box er smáfor- rit sem einfaldar deilingu á mynd- um og myndbönd- um milli hópa og samfélaga. Virkar á ekki ósvipaðan hátt og Snapchat, en með Watch- box get ur þú búið til grúppur f y r i r v inahóp - inn, v innustað - inn, skólann eða hvaða hóp sem þú vilt. Þú getur svo valið um að hafa grúppuna opna þar sem allir geta póstað inn í hana og séð efnið eða þá lokaða þar sem einungis samþykktir meðlimir geta póstað og séð efni. Skemmtileg leið til þess að deila skemmtilegu efni til ákveðinna hópa, og allir í hópnum geta tekið þátt. Það sem er svo best við þetta forrit er að það er íslenskt. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is MEXICO, GUATEMALA & BELIZE Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA 4. - 19. OKTÓBER Verð kr. 568.320.- Innifalið í verði: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo álúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið. 68 dægurmál Helgin 12.-14. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.