Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 33
Hagkvæm bílafjármögnun fyrir viðskiptavini Með reiknivélinni á arionbanki.is getur þú skoðað greiðslubyrði og hvaða fjármögnunarkostir henta þér. Lúther. Hann naut þess að lifa og starfa í fæðingarhríðum þeirra sigurgöngu, sem á endanum leiddi til sigurs klukkunnar yfir skýinu. Vandinn blasti því við honum. Lúther setti mál sitt fram sem guðfræði og hélt því fram að veröldin og við sjálf stýrðumst af tveimur öflum jafn mikilvægum. Í það minnsta auðveldaði það okkur skilning á veröldinni og okkur sjálfum að líta svo á. Við hefðum annars vegar lögmál Móses og hins vegar fagnaðarerindi Jesú Krists. Lögmálið kenndi okkur lögmál orsaka og afleiðinga í mannlegrar tilveru. Þú skalt ekki gera þetta heldur gera hitt. Ef þú gerir þetta þá munt þú kalla þetta yfir þig. Lögmál Móses er eins og manúell fyrir lífið; segir okkur skýrt og skilmerkilega hvernig það virkar. Móses er klukka. Jesús er hins vegar ský. Hann heldur því fram að þótt Móses segi okkur að grýta konuna fyrir syndir hennar þá getum við líka fyrirgefið henni og sleppt að myrða hana fyrir að hafa elskað vitlausan mann. Jesús setur kærleikann yfir lög- málið. Lögmál Móses gildir fyrir allt í lífinu nema kærleikann. Hann er fer eftir eigin lögmálum. Og það er fagnaðarerindið. Lúther vildi skipa þessu tvennu á sinn stað í tilverunni. Hann sagði sem svo að þótt að okkur bæri náttúrlega að fylgja fagnaðarer- indinu og fyrirgefa þeim sem brytu gegn okkur, þá væri það nú einu sinni svo að mannfélagið myndi seint ganga upp ef þetta væri okkar eina leiðarljós. Illt fólk myndi ganga á lagið og misnota traust okkar og kærleika. Við þyrftum því að hafa lög og reglur í samfélaginu og lögreglu til að viðhalda skikk. Og Lúther ráðlagði fólki að ráða Móses í lögguna – ekki Jesús. Jesús gæti ekki bælt samkennd sína með glæpamönnunum og myndi sýkna þá alla. Hvernig er hægt að dæma nokkurn mann fyrir að vera mann- legur? Betra væri að Jesús hefði auga með Móses og gætti þess að hann færi ekki offari í refsigleði sinni. Í einkalífinu ráðlagði Lúther fólki að reyna eftir bestu getu að fylgja lögmálum Móses, en minnti jafnframt á að það væri lífsins ómögulegt fyrir nokkurn mann. Manninum væri áskapað að gera til sín meiri kröfur en hann gæti staðið undir. Hann er með of veika lund, segir viljinn. Hann er með of þrjóskan vilja að mati lundar- innar. Þess vegna sagði Lúther fólki að hleypa Móses ekki inn í samviskuna. Í samviskunni skyldi fagnaðarerindið eitt ríkja með sinni miklu mildi. Þeir sem bera lög- málið í samviskunni dæma sig og aðra svo hart að þeir brenna upp í reiði. Fagnaðarerindið er einskonar mótefni við grimmd lögmálsins. Tannhjólin í skýinu Marteinn Lúther lifði á vatna- skilum í hugmyndaheimi Vestur- landa. Endurreisn þekkingarheims Grikkja var farin að grafa undan hugmyndum miðaldakirkjunnar. Hún drottnaði ekki lengur yfir allri þekkingu. Skýið gat ekki lengur sagt klukkunni hvað tímanum leið. Það var frekar svo að klukkan væri farin að útskýra hreyfingar skýsins. Segja má að ævistarf Lúthers hafi verið að skipa skýinu til sætis þar sem það fékk að vera í friði fyrir klukkunni. Hann gerði trúna einkanlega og hafnaði veraldlegri stöðu hennar. Hann gaf furstunum hina ytri veröld að leika sér að og fræðimönnunum að útskýra. Ein- hverjum öldum síðar varð þessi viðskilnaður fullkomnaður með því að trúin gaf vísindum eftir allt sem þau töldu sig geta útskýrt en sætti sig við takmarkað hlutverk í því sem eftir var. Trúin á heima í þeim kimum óvissunnar þar sem við kunnum ekki einu sinni að orða spurningarnar. Hvað þá að ímynda okkur í hverju svörin gætu verið fólgin. Þegar Karl Popper talaði um klukkur og ský voru þessi vatnaskil löngu að baki. Ástæða þess að hann stillti upp skýjum og klukkum í máli sínu; var að honum fannst mikilvægt að við gerðum okkur grein fyrir að ekki mætti útskýra allt gangverk sköpunar- verksins út frá lögmálum klukk- unnar. Mörg fyrirbrigði, og þar með við sjálf, værum ský en ekki klukkur. Mestu mistök mannkyns hefðu verið framin af fólki sem vildi þröngva gangverki klukkunn- ar upp á skýið. Og mesta blindan væri sú að sjá ekki skýið sem ský vegna þess að við erum alltaf að leita að tannhjólunum. Rót andlegs hruns Þið megið ekki halda að ég sé að tala um klukkur og ský sem vísindi og trú. Það eru miklu fleiri ský en þau sem englar setjast á og trúarbrögð eru oftar jarðbundnar og miskunnarlausar klukkur en loftkennd ský. Að sama skapi innihalda vísindin frjórri hugsanir um hegðun skýja en flest kirkju- þing. Ég nefndi Martein Lúther og vatnaskilin í baráttunni um ráðandi stöðu í hugmyndaheimi Vesturlanda til að sýna hversu víða þessi hugmynd um tvo aðskilda hugmyndaheima hefur skotið rótum. Hana má finna í lífsspeki, heimspeki, bókmenntum, guð- fræði, vísindaheimspeki og hvar sem er annars staðar. Hún er sam- mannleg upplifun á skynjun okkar á heiminum. Það á bæði við um til- vist þessara tveggja heima og eins vitneskjuna um eilíf átök millum þeirra. Hvernig skýið vill stjórna klukkunni og klukkan að útskýra skýið. Ástæðan fyrir að ég dró ykkur þessa löngu leið var að ég vildi út- skýra hvernig rekja má hið andlegt hrun að baki niðurbrots matvæla- framleiðslu, -dreifingu, -sölu og neyslu til þess að klukkan hefur marga undanfarna áratugi reynt að stjórna veröld sem tilheyrði skýinu. Um það mun ég fjalla nánar í næstu viku. ... hann [Werner Herzog] bendir á að nafngiftin homo sapiens, eða hinn vitiborni maður, er ekki eitthvað sem við áunn- um okkur. Það kallar okkur enginn þessu nafni nema við sjálf. matartíminn 33 Helgin 12.-14. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.