Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 18
Elstu lEikmEnn landsliðsins frá upphafi nokkrir gamlir og góðir Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 39 ára. 26 landsleikir frá 2000. Aldurinn er afstæður Í slenska landsliðið í knatt-spyrnu tekur á móti Tékk-um í undankeppni Evrópu- móts landsliða í knattspyrnu í kvöld, föstudag, á Laugardals- velli. Leikurinn er einn sá mikil- vægasti í sögu landsliðsins og með góðum úrslitum styrkir landsliðið stöðu sína í riðlinum og færist nær takmarki sínu, að komast á stórmót í fyrsta sinn. Í rauninni hafa allir leikir lands- liðsins verið þeir mikilvægustu, eftir að liðinu tókst að sigra feiknasterk lið Tyrkja og Hol- lendinga. Í hópnum er markmað- urinn Gunnleifur Vignir Gunn- leifsson sem var valinn á ný eftir góða frammistöðu með Breiða- bliki í byrjun Íslandsmótsins. Ef Gunnleifur heldur áfram í því formi sem hann hefur verið í og jafnvel spilar æfingaleik í haust getur hann slegið met Birkis Kristinssonar sem er elsti leik- maður sem hefur spilað fyrir Íslands hönd. Gunnleifur verð- ur fertugur í næsta mánuði og hugsar ekki um það að slá ein- hver met. Fæ að vera einn í herbergi „Eina sem ég hugsa um er að halda mér í góðu standi, andlega og líkamlega og sjá hverju það skilar,“ segir Gunnleifur. „Ég set mér mín markmið persónulega og það eru margir hlutir sem koma þar að. Ég horfði ekkert endilega aftur inn í lands- liðshópinn sem slíkan, en auðvit að með því að standa mig vel með mínu félagsliði þá breytast mark- miðin,“ segir hann. „Auðvitað horfir maður fram á veginn og það eru spennandi hlutir fram undan. Það breytir samt ekk- ert mínum metnaði í fótboltanum. Ég er alltaf með minn metnað og mín markmið og hitt spilar bara með. Auðvitað langar mann að fara á stórmót eins og aðra, en á mínum aldri tekur maður eitt skref í einu,“ segir Gunn- leifur. „Skrokkurinn er góður og mér líður betur en nokkur undanfarin ár. Ég nýt mín vel í núinu og tel það mjög mikilvægt. Það eru margar ástæður fyrir því að ég er í góðu formi í dag. Ég þakka það góðu andlegu jafnvægi utan vallar mikið. Ég er vel giftur og konan skilur hvað ég þarf að gera til þess að getað spilað fótbolta,“ segir Gunnleifur. „Einnig er ég með mjög góða þjálfara í mínum klúbbi að vinna með mér. Við erum ekkert að finna upp hjólið og ég þekki skrokkinn á mér mjög vel.“ Gunnleifur segir að það fylgi því ákveðin forréttindi að vera elstur í hópnum. „Ég fæ að vera einn í herbergi,“ segir hann og hlær. „Maður er á toppnum í fæðukeðjunni. Það kitlar samt ekkert að slá þetta met Birkis,“ segir Gunnleifur. „Það kitlar meira að fá bara að spila. Það eru aðrir í því að horfa alltaf í aldurinn minn, en ég er ekkert í því. Ef ég slæ þetta met þá er það bara skemmtilegt, en ég er ekkert að fara að senda Birki SMS og núa honum því um nasir,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson markmaður. Eiður Smári Guðjohnsen 36 ára 79 landsleikir, 1996- Eiður á þann heiður að vera sá elsti sem hefur skorað fyrir íslenska landsliðið. Þegar hann skoraði gegn Kasakstan í vor var hann 36 ára og 195 daga gamall. Hann sló þar með met Arnórs föður síns sem skoraði þegar hann var 36 ára og 74 daga gamall. Eiður verður 37 ára í september. Með sama áframhaldi gæti hann bætt í sitt eigið met og gert eftir- mönnum sínum afar erfitt fyrir að slá það. Birkir Kristinsson 40 ára og 4 daga 74 landsleikir, 1988-2004 Birkir er elsti leikmaður sem spilað hefur fyrir Íslands hönd. Hann var 40 ára og 4 daga gamall sínum síðasta landsleik, sögufrægum sigri á Ítölum á Laugardals- velli, fjórum dögum eftir fertugsafmælið. Rúnar Kristinsson 35 ára. 104 landsleikir, 1987-2004 Leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi. Arnór Guðjohnsen 36 ára og 74 daga 73 landsleikir, 1979-1997 Guðni Bergsson 37 ára og 335 daga 80 landsleikir, 1984-2003 Hermann Hreiðarsson 37 ára og 31 dags 89 landsleikir 1996-2011 Faryd Mondragon Kólumbíu 51 landsleikur 1993-2014 Síðasti leikur: 43 ára og 3 daga gamall Roger Milla Kamerún 102 landsleikir 1973-1994 Síðasti leikur: 42 ára og 192 daga gamall Peter Shilton Englandi 125 landsleikir 1970-1990 Síðasti leikur: 40 ára og 292 daga gamall Dino Zoff Ítalíu 112 landsleikir 1968-1983 Síðasti leikur: 41 árs og 90 daga gamall. 18 fótbolti Helgin 12.-14. júní 2015 VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS O-Grill 3500 kr. 32.950 O-Grill 1000 kr. 27.950 Borðstandur kr. 9.595 Taska kr. 2.995 O-GRILL niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.