Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 66
 TónlisT AfmælisTónleikAr HAlldórs GylfAsonAr Leikarinn Halldór Gylfason hefur samið tónlist síðan hann var ungur maður í menntaskóla. Hann var meðlimur í hljómsveitinni Geirfuglarnir um árabil og á ógrynni af lögum sem hann hefur samið í gegnum tíðina. Fimmtudaginn 18. júní ætlar Halldór að halda tónleika í sínu eigin nafni í fyrsta sinn í aldarfjórðung á KEX Hostel. Hann var búinn að ákveða það að gera þetta í kringum 45 ára afmælið, en hann á afmæli um helgina. Hann hlakkar til tónleikanna, en kvíðir þeim líka. É g gerði talsvert af því í menntaskóla að koma fram sem trúbador og var að bræða það með mér að verða tónlistarmað- ur,“ segir Halldór Gylfason leikari. „Einu sinni var ég pantaður til að spila í MH, af frænda mínum sem var þar. Hann ætlaði að borga mér vodkaflösku fyrir,“ segir hann. „Það var einhver busahátíð og það hlust- aði enginn á mig, og ég var púaður niður. Sá sem stóð mest fyrir því var Benedikt Erlingsson sem þá var í námi í MH,“ segir Halldór. „Þetta féll greinilega ekki í góðan jarðveg þarna og var mjög súr reynsla. Ég náði að flytja tvö lög áður en ég var púaður niður og Óli frændi skuldar mér ennþá flöskuna,“ segir Halldór. „Eftir þetta fór ég í hljómsveitastúss. Var í hljómsveitinni Sirkus Babalú í MS og fór svo í leiklistarskólann og á þeim tíma voru Geirfuglarnir stofnaðir.“ Halldór segist hafa samið lög stöðugt alla tíð en hann hefur lítið skrásett fyrir utan það sem hefur komið út á plötum með Geirfugl- unum. „Ég man bara allt sem ég hef samið,“ segir Halldór. „Ég man lög sem ég samdi tvítugur. Svo hef ég samið fyrir Geirfuglana og fyrir Þróttarana og fyrir hin og þessi leik- rit og skemmtanir sem ég hef verið með eða verið í,“ segir hann en Hall- dór er mikill Þróttari. „Þar á meðal eru ógeðslega mörg léleg lög inn á milli,“ segir hann. „Ég er búinn að taka saman í kringum tuttugu lög sem ég ætla að flytja á þessum tón- leikum. Ég er bara með vini mína með mér í hljómsveitinni og planið er að hafa þetta eins einfalt eins og hægt er,“ segir Halldór. „Svo koma nokkrir gestir og taka lagið, sem eru líka vinir mínir. Elsta lagið er svona 27 ára gamalt. Ég skipti þessu upp í nokkrar „kategoríur“ þegar ég var að velja þetta. Ein kategorían heitir Rugl, önnur nýlegt rugl og allt þar á milli,“ segir Halldór. „Annars á þetta bara að vera gam- an og ég hlakka til, en kvíði alveg ótrúlega mikið fyrir líka. Ég er með upphitunaratriði sem er hann Kári Viðarsson, leikari frá Rifi, sem er bróðursonur minn, og hann byrjar klukkan 21 og ég kem á eftir. Þrótt- ur á bikarleik við ÍBV þetta kvöld og verður gaman að fá Þróttara á tónleikana strax á eftir leiknum,“ segir Halldór Gylfason, leikari og tónlistarmaður. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Halldór Gylfason heldur sína fyrstu tónleika í 25 ár á KEX Hostel í næstu viku. Ljósmynd/Hari Var púaður niður í MH 66 dægurmál Helgin 12.-14. júní 2015 ALICANTE, BENIDORM flug f rá 18.999 kr. SALZBURG flug f rá 14.999 kr. LYON flug f rá 12.999 kr. AMSTERDAM flug f rá 12.999 kr. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! KAUPMANNAHÖFN flug f rá 9.999 kr. j anúar 2016 september - nóvember 2015 september - október 2015 jún í - jú l í 2015 september - október 2015 *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. * * * * * ÞÚ GETUR FLOGIÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.