Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 54
54 matur & vín Helgin 12.-14. júní 2015 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is É g kem til Íslands til þess að kaupa fisk og veiða fisk,“ segir Mario Rotllant og brosir. „Reyndar hefur fjölskylda mín keypt þorsk af Íslend- ingum frá árinu 1853 og ég hef komið hingað tvisvar til fjórum sinnum á ári frá 1981 og ég lít á Ísland sem mitt annað land,“ bætir hann við. Mario er frá Spáni, nánar tiltekið Barce- lona. Þar vasast hann í hinum ýmsu viðskipt- um en það er augljóst að vín eru hans ástríða. „Ég stofnaði Roda Vínhúsið í Rioja 1987 af því að á þeim tíma var ég í innflutningi á ýmsum vörum frá Frakklandi og sá gæðamuninn á vínum frá Bordeaux annars vegar og frá Rioja hins vegar.“ Ég vildi ná sömu gæðum í heimalandinu mínu. Ég vildi líka byggja upp vínhús frá grunni með það að markmiði að framleiða gæðavín fyrir Rioja-samfélagið og sýna heiminum hversu megnug Rioja-vínin geta verið.“ Þetta gekk ekki þrautalaust fyrir sig hjá Mario og meðeigendum hans. Þeir töpuðu fullt af peningum fyrstu árin á bröltinu og fyrsta Roda-vínið, þar sem gæðin voru ásættanleg, var Roda ‘92 en það kom ekki á markað fyrr en ‘96 og því greinilega þolin- mæðisverk að koma á fót Vínhúsi. Vínum Roda var hins vegar feikivel tekið þegar þau komu loks á markað og Roda er nú með virtustu vínhúsum Rioja og Spánar og vín þeirra, Cirsion, er eitt af eftirsóttustu vínum héraðsins. Það er því augljóst að gæðin skipta öllu máli fyrir Mario. „Við útbjuggum sérstakt kort af Rioja- svæðinu og fundum á endanum 17 vínekrur á bestu svæðum Rioja sem hentuðu okkar kröfum. Við sérveljum svo á hverju ári eftir þrúgunum hvaða vín kemur frá hvaða vínekru. Ef þrúgan hefur léttari rauðan kar- akter þá gerum við hefðbundið Roda, ef þau hafa hins vegar dökkan karakter gerum við Roda I vín. Síðan kemur það stundum fyrir á hinum og þessum svæðum að þrúgan hefur alveg sérstakan karakter þar sem tannínin hafa hreinlega náð að þroskast í berinu og þá framleiðum við Cirsion-vínið sem er alveg einstakt,“ segir Mario. Vínið Selá Mario er með veiðidellu á efsta stigi. Hann þekkir Ísland betur en flestir og hefur ferðast um landið þvert og endilangt í þau 35 ár sem hann hefur vanið komur sínar hingað. „Ég veiði bæði í ám og vötnum en ég sleppi fiskn- um alltaf aftur ef ég get enda er bráðin ekki það sem skiptir mig máli heldur orkan og friðsældin sem ég fæ út úr veiðunum,“ segir Mario. Aðspurður segir hann uppáhalds ána sína vera Selá sem rennur út í Vopnafjörð. Reyndar er áin í svo miklu uppáhaldi hjá honum að hann nefndi nýjasta vínið sitt eftir henni, Roda Sela. Upphaf Selár-vínsins má rekja til fjármálakreppunnar. Fyrir krepp- una seldi Roda-vínhúsið allar umframþrúgur sem ekki voru nýttar í hefðbundnu Roda- vínin. Ekki svo að skilja að eitthvað amaði að þrúgunum, þær eru í hæsta gæðaflokki, en þar sem framleiðslan á toppvínunum er takmörkuð var aðeins allra bestu þrúgunum hleypt í gegn sem segir sitthvað um gæði vína þessa fágæta vínhúss. Í miðri kreppunni árið 2008 fannst Mario og félögum þeir ekki fá nægilega gott verð fyrir umframþrúgurnar og ákváðu því að hefja framleiðslu á Selár- víninu. Ribera Del Duero ,Árið 2011 ákváðu Mario og félagar að skunda til hins frábæra vínhéraðs Ribera Del Duero sem liggur skammt sunnan Rioja- héraðsins. Þar framleiða þeir vínin Corimbo og Corimbo I sem byggja á sömu hugmynda- fræði og Roda-vínin. „Það á að vera hægt að drekka öll vínin okkar ung en þau eiga líka að batna með aldrinum. Corimbo-vínin eru engin undantekning þar á. Við viljum hafa góðan karakter í vínunum en um leið að þau séu auðdrukkin. Okkar vín gera ekki árás á bragðlaukana og við leggjum áherslu á silkimjúk tannín og alls ekki yfirgnæfandi eikarbragð. Ég vil fyrst og fremst að Íslend- Mario Rotllant er spænskur viðskiptajöfur og vínbóndi sem leggur mikið upp úr gæðum vína sinna og fer aðrar leiðir en margir við framleiðslu þeirra. Hann stefnir á að öll hans vín fáist hér á landi innan skamms. Víngerjunin fer fram í stórum eikartunnum og vínin eru svo geymd í mislangan tíma á minni eikartunnum eftir því hvaða vín um ræðir. Spænskur vínbóndi nefnir vínið sitt eftir íslenskri laxveiðiá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.