Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 6
Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 MEIRA Á dorma.is Sumar útsala NATURE’S REST heilsurúm Aðeins 59.900 kr. Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni. Stærð: 140x200 cm. Fullt verð: 92.900 kr. 33.000 krónur AFSLÁTTUR TVENNUTILBOÐ dúnsæng + koddi O&D dúnsæng · 50% dúnn · 50% smáfiður + Dúnkoddi Fullt verð: 24.900 kr. Aðeins 18.900 kr. TVENNU TILBOÐ Holtagarðar | Akureyri | www .dorma.is Sumar útsala TVENNUTILBOÐ dúnsæng + koddi NATURE’S REST heilsurúm Aðeins 59.900 kr. Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni. Stærð: 140x200 cm. Fullt verð: 92.900 kr. 33.000 krónur AFSLÁTTUR O&D dúnsæng · 50% dúnn · 50% smáfiður + Dúnkoddi Fullt verð: 24.900 kr. Aðeins 18.900 kr. TVENNU TILBOÐ Þú finnur Dormabæklinginn á dorma.is  Kvenréttindi Margir gefa frí 19. júní Hátíðardagskrá víða um land „Það streyma hér inn hátíðar- dagskrár allsstaðar af landinu,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, framkvæmdastjóri hátíðar- nefndar 100 ára kosningarafmæl- is kvenna. „Það er mjög mikill áhugi og hingað hringja margir til að spyrjast fyrir um hvernig best sé að haga dagskránni og eins hringja fyrirtæki hingað inn varðandi hvenær sé best að gefa frí,“ segir Ásta Ragnheiður en ríkisstjórn Íslands hefur hvatt vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til að gefa starfs- mönnum frí frá hádegi næstkom- andi föstudags, 19. júní, svo fólk geti tekið þátt í hátíðarhöldum. Fjöldi vinnuveitenda hefur til- kynnt frí svo hægt sé að fagna deginum. „Það byrjar auðvitað bara hver vinnustaður á að gefa frí þegar hann vill. Sumir ætla að safna öllum í fyrirtækinu saman klukkan 11 og drekka saman kaffi áður en haldið er í bæinn til að taka þátt í hátíðarhöldum. Það er ofboðslega mikið um að vera, en hér í Reykjavík mun há- tíðin byrja á gjörningi í Hljóm- skálagarðinum í hádeginu og svo taka við fjölbreyttir viðburðir út um allan bæ og svo tekur at- höfnin á Austurvelli við klukkan 16. Þangað mun skrúðgangan koma inn frá Miðbæjarskólanum en það kallast á við dagskrána fyrir hundrað árum. Þá röðuðu ungar stúlkur sér upp við Mið- bæjarskólann með íslenska fán- ann, sem var verið að flagga í fyrsta sinn þennan dag og gengu svo fylkti liði í fylgd kvenna inn á Austurvöll.“ -hh. Á myndinni sjást ungar stúlkur með íslenska fánann við Miðbæjarskólann áður en haldið var á Austurvöll, þann 7. júlí 1915. Breytingin á stjórnarskránni, sem gaf konum eldri en 40 ára rétt til að kjósa, var gerð þann 19. júní og þess vegna er sá dagur kvenréttindadagur Íslands. En konur fögnuðu til að þakka þinginu daginn sem þingið kom saman, þann 7. júlí 1915. Barnaverndarstofa, Borgartúni. Tvær starfsstöðvar Reykjavíkurborgar hafa tekið þátt í tilraunaverkefni á styttingu vinnu- vikunnar, Barnaverndarstofa og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Mikil ánægja með verkefnið ríkir meðal starfsmanna. Mynd/Hari  atvinnuMál Stytting vinnuviKunnar Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar á styttingu vinnuvikunnar hefur nú staðið yfir í þrjá mánuði. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarstofu, segir gríðarlega ánægju ríkja með verkefnið meðal starfsmanna. Engar kvartanir hafi borist frá hvorki samstarfsaðilum né þjónustuþegum og starfsfólkið sé endurnært. Þ að er gríðarleg ánægja með verkefnið meðal star fs -manna hér,“ segir Halldóra Gunnarsdót t ir, f ramkvæmda- stjóri Barnaverndarstofu, um til- raunaverkefni Reykjavíkurborgar á styttingu vinnuvikunnar. Verk- efnið hófst í byrjun mars og fer fram í tveimur starfsstöðvum borgarinnar, Þjónustumiðstöð Ár- bæjar og Grafarholts, sem lokar nú klukkustund fyrr alla virka daga, og Barnavernd Reykjavíkur, sem er nú lokuð eftir hádegi á föstu- dögum. Markmið verkefnisins er að kanna áhrif á vellíðan og starfs- anda starfsmanna og þjónustu starfsstaðanna, með tilliti til gæða og hagkvæmni. Verkefnið mun standa fram á næsta haust en þá verður tekin ákvörðun um fram- haldið með hliðsjón af reynslunni. „Enn eru ekki komnar fram neinar mælingar en við erum komin með þriggja mánaða reynslu og starfs- fólkið talar um mikla breytingu,“ segir Halldóra. „Fólk vill leggja mikið á sig til að þetta gangi en að sjálfsögðu hefur það áhrif þeg- ar 35 manns ganga út á hádegi á föstudegi. En á móti erum við með neyðarvakt og við sinnum þeim erindum sem til okkar berast. Það kemur fyrir að fólk vinnur utan vinnutíma en það er þá kannski líka fólk sem hefur ekki skilað sínum vinnutímum yfir vikuna.“ Engar kvartanir borist Þegar starfsstaðir voru valdir í upphafi var tekið tillit til þess hvar mesta álagið væri, en á þeim tveim- ur stöðum sem urðu fyrri valinu hef- ur fólk unnið undir miklu álagi síð- ustu misseri. „Þetta er spennandi verkefni einmitt þess vegna,“ segir Halldóra. „Auðvitað er gríðarlegt álag hérna og það á eftir að koma í ljós hvort að það sé hægt að ætlast til þess að við þjöppum verkefnum okkar saman sem þessu nemur. Ég er enn ekki viss um að það takist þó svo að það hafi sýnt sig að í mörgum tilfellum aukist framleiðni við það að stytta vinnuvikuna, því það er öðruvísi starfsemi en við erum með hér. En það eru allir hér mjög glaðir og ánægðir með að fá að taka þátt í þessari tilraun og allir vilja mikið á sig leggja til að þetta gangi sem best og ég hef ekki fengið neinar kvartanir vegna skerðingu á þjón- ustu. Hvorki frá samstarfsaðilum né þjónustuþegum um að annað- hvort hafi ekki náðst í okkur eða þá að fólk sé ekki að fá nauðsynlega þjónustu.“ Starfsfólkið er endurnært Halldóra segir fólk mæta endurnært til vinnu á mánudegi. „Fólk hættir á hádegi á föstudögum svo helgin er mun lengri. Og það þýðir það að fólk kemur mun endurnærðara til vinnu á mánudögum. Fólk talar um það hversu vel tíminn nýtist þegar helgin byrjar fyrr og flestir hafa sett sér það markmið að nýta tímann vel á uppbyggilegan hátt, með börnunum sínum eða til ein- hverskonar sjálfsræktar. Fólkið hér ræðir helgina, hvernig hún var nýtt og flestir tala um að þeim líði eins og eftir frí.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Gríðarleg ánægja með styttri vinnuviku 6 fréttir Helgin 12.-14. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.