Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 44
44 bílar Helgin 12.-14. júní 2015  ReynsluakstuR suzuki swift spoRt Sætur, skemmtilegur og líka traustur Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR Gæði fara aldrei úr tísku Suzuki Swift Sport algjör draumabíll í borgarskutlið en hann sýnir líka á sér óvæntar hliðar í lang- ferðum. Hann er vel hannaður, skemmti- legur í akstri og gefur mikla öryggistilfinn- ingu miðað við stærð. Þ rátt fyrir að vera fín frú þá er ég alls ekki vön því að keyra svokallaða frúar-bíla. Hef satt best að segja haft ákveðna fordóma gagnvart þeim. Því fyrir utan hversu mikil della það er að frúr þurfi minni bíla en herrar, þá eru bílar fyrir mér aðallega tæki til að nota í barnastúss og komast út á land og pinkulítill bíll hjálpar ekki mikið til við það. Eða hvað? Það er óhætt að segja að Suzuki Swift Sport hafi eytt fordómum mínum um litla bíla því fyrir utan að vera óvenju sætur þá er hann líka mjög léttur og skemmtilegur í akstri. Hann gefur líka mikla öryggistilfinningu þrátt fyrir smæðina. Daginn sem ég fékk lyklana í hend- urnar bauðst mér að kíkja á vini í bú- stað svo ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi, hitta vini og reynsluaka í leiðinni. Með smá kvíða í brjósti þó. Myndi litli bíllinn komast yfir heið- ina? Já hann komst yfir heiðina og vel það. Þessi bíll er að sjálfsögðu hugsaður sem borgarbíll en hann er það vel smíðaður og það er það mikill töggur og kraftur í honum að það er líka gott að keyra hann í lang- ferð. Enginn hávaði og engin sauma- vélarhljóð. Bíllinn er skemmtilegur í akstri, hann er vel hannaður, einfald- ur í notkun eins og Suzuki einum er lagið og plássið aftur í er ágætt fyrir krakka og útsýnið virkilega gott. Börnin voru allavega hæstánægð og fannst hann jafn sætur og mér. Ég mæli þó ekki með mjög langri ferð sem krefst mikils farangurs því skottið er það allra minnsta á mark- aðinum. Heimsóknin var sem betur fer stutt því það komust ekki mikið meira en sundtöskur í skottið og einn matarpoki. Helgarinnkaup vísi- tölufjölskyldu gætu kannski rúmast en þá væri varla hægt að kíkja í sund í leiðinni. Sem sagt. Sætur, skemmtilegur og öruggur en með aðeins of lítið pláss í skottinu fyrir mömmu með tvö börn. suzuki swift spoRt Verð: Frá 2.390.000 Sambærilegir bílar Honda Jazz, Toyota Yaris, VW Polo, Kia Picanto Kostir: Gott verð. Eyðslugrannur; 5 l./ 100. Öruggur: ESP stöðug- leikakerfi og sjö öryggisloftpúðar, ISO FIX barnastóls- festingar. Cruise control, vönduð hljómtæki með sex hátölurum, bluetooth og USB tengi. Gallar: Lítið farangursrými; 211 l. Suzuki Swift Sport er óvenju sætur og mjög léttur og skemmtilegur í akstri. Ljósmyndir/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.