Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Side 10

Fréttatíminn - 12.06.2015, Side 10
Kolalaus og hljóðlát Bosch þvottavél Á fáránlega góðu verði! Bosch WAP 28498SN Tekur mest 8 kg. Orkuflokkur A+++. Hámarksvinduhraði 1400 sn./mín. Mjög hljóðlátur, kolalaus og sparneytinn mótor („EcoSilence Drive“) með 10 ára ábyrgð. Sérkerfi: Dúnkerfi, dökkur þvottur, skyrtur, íþróttafatnaður, mjög stutt kerfi (15 mín.), húðverndarkerfi (ECARF gæðavottun), blandaður þvottur, viðkvæmt/silki og ull. Sjálfhreinsandi þvottaefnishólf. VarioPerfect: Hægt að stytta tímann eða spara orku á þvottakerfum án þess að það komi niður á þvottahæfni. Opið virka daga frá kl. 11 - 18. Tilboð: 119.900 kr. Fullt verð: 157.900 kr. 8 Karlmönnum finnst oft erfitt að tala opinskátt um tilfinningar sínar. Sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karla Stefán Sveinbjörnsson hefur lengi glímt við sjálfsvígshugsanir. Hann átti lengi vel erfitt með að biðja um hjálp en segir það hafa veitt sér mikinn styrk að taka þeirri aðstoð sem í boði er. Sjálfsvíg er algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldr- inum 18 til 25 ára og í sumar efna Geðhjálp og Rauði krossinn til átaksverkefnis gegn sjálfsvígum ungra karla, í samstarfi við 12 manna hlaupahóp, undir yfirskriftinni Útmé ða. É g hef alltaf átt erfitt með að biðja um hjálp. Það var síðan minn mesti styrkur þegar ég loksins rétti út höndina, bað um hjálp og þáði hana,“ segir Stefán Sveinbjörnsson sem hefur lengi glímt við sjálfsvígshugsanir. „Ég hef gert nokkrar tilraunir til að drepa mig. Sem betur fer á ég gott með að tala um þetta núna. Karlmönnum finnst oft erfitt að tala opinskátt um tilfinningar sínar en það er bara svo mikilvægt að opna sig með þetta. Aðeins þannig er hægt að fá hjálp,“ segir hann. Í geð-veikindaleyfi Stefán er sem stendur í veikinda- leyfi en hefur verið að vinna hjá Hlutverkasetri við að aðstoða fólk sem misst hefur fótanna í lífinu. „Ég er alltaf á leiðinni að skrifa á Facebook að ég sé í „geð-veikinda- leyfi.“ Það á að vera jafn sjálfsagt að segjast vera frá vinnu vegna geðsjúkdóma eins og vegna hjarta- sjúkdóma,“ segir hann. Stefán hefur verið í viðtölum hjá geðlæknum og sálfræðingum í gegnum tíðina og segir hann að þeir telji að hann hafi í raun verið þunglyndur frá barns- aldri. „Það voru örfáir sem máttu passa mig þegar ég var lítill, ég var orðinn fimm ára þegar ég heilsaði einni frænku minni í fyrsta sinn. Þegar ég byrjaði í skóla skreið ég undir borðið og var þar á grúfu þar til kennarinn náði mér undan borðinu með miklum erfiðleikum. Á unglingsárunum snarversnaði þunglyndið, ég bókstaflega lædd- ist meðfram veggjum og tengdist engum.“ Fannst hann sjálfur vera vandamálið Hann rifjar upp fyrstu sjálfsvíg- stilraunina sem átti sér stað þegar hann var 26 ára. „Ég hafði þá kynnst stúlku og við verið saman í 2-3 mán- uði þegar hún kemur til mín og seg- ist hafa haldið framhjá mér. Hún var sjálf miður sín og vildi vera hrein- skilin, en ég var gjörsamlega niður- brotinn. Við hættum saman og ég gat ekki hætt að hugsa um hvað mér fyndist ég ömurlegur, hæfileikalaus og ætti enga framtíð fyrir mér. Ég var að keyra leigubíl á þessum tíma og mætti alla daga í vinnuna en ég hætti algjörlega að hugsa um sjálfan mig, ég fór ekki í sturtu og skipti ekki um nærföt. Ég var samt ekki meðvitaður um þetta því hugur minn var annars staðar. Vinir mínir ákváðu að reyna að hressa mig við eitt kvöldið, við fórum í ljós og gufu, ég varð skín- andi hreinn og síðan fórum við út að borða. Þegar ég kom heim aftur helltist vanlíðanin yfir mig. And- legu kvalirnar voru yfirþyrmandi, ég gat ekki sofnað heldur settist á rúmstokkinn þar sem ég réri mér fram og til baka. Það er erfitt að lýsa þessu en þarna var allur lífsvilji einfaldlega farinn, öll von og mér fannst ég vera í helvíti. Á náttborð- inu voru lyfin mín: þunglyndislyf, kvíðastillandi og svefnlyf, og allt í einu tók ég ákvörðun um að drepa mig. Það færðist yfir mig mikill friður þegar ég tók þess ákvörðun, ég safnaði saman öllum lyfjunum og gleypti þau með vatnsglasi. Á þessum tímapunkti varð mér ekk- ert hugsað til foreldra, systkina, vina eða ættingja og þeirrar sorgar sem þau myndu upplifa. Ef eitthvað fannst mér ég vera að losa þau við vandamálið – mig. Ég fann bara frið og ró í huganum,“ segir hann. Stefán tók lyfin þegar farið var að líða á nóttina en næsta morgun kom systir hans að honum og hringdi á sjúkrabíl. „Hún var búin að hafa áhyggjur af mér og hafði mikið fyr- ir því að brjótast inn til mín þarna um morguninn. Henni stóð ekki á sama,“ segir hann. Bara hlusta Í gegnum árin hefur Stefán þurft að vinna mikið í sjálfum sér og tek- ur nýjum áskorunum hvern dag. Þau ráð sem hann gefur aðstand- endum fólks með sjálfsvígshugs- anir eru einföld: „Alls ekki segja fólki að hætta að tala um sjálfsvíg því það sé svo hræðilegt. Yfirleitt þarf fólk bara einhvern til að hlusta á sig. Þú getur boðist til að setjast niður og hlusta á viðkomandi, boðist til að fara með honum upp á geðdeild eða á heilsugæsluna. Það er erfitt að biðja um hjálp og svo dýrmætt þegar maður fær hana,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Átak gegn sjálfsvígum ungra karla Sjálfsvíg hafa verið algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldr- inum 18 til 25 ára á allra síðustu árum. Algengara er að ungir karlmenn fremji sjálfsvíg en að þeir látist í bílslysum. Geðhjálp og Rauði krossinn efna í sumar til átaks- og forvarnarverkefnis gegn sjálfsvígum ungra karla á Íslandi, í samstarfi við 12 manna hlaupahóp, undir yfirskriftinni „Útme‘ða“. Með slagorðinu eru ungir karlmenn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð til að stuðla að því að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrir- séðum afleiðingum. Hlaupið hefst þann 30. júní og lýkur með grillveislu í Reykjavík þann 5. júlí. Framlag hlaupahópsins til átaksins verður að hlaupa hringinn í kringum landið eftir þjóðvegi eitt. Markmið hópsins er að hlaupa vegalengdina á styttri tíma en nokkurn tímann hefur áður verið gert eða á innan við fimm sólarhringum. Með hlaupinu vill hópurinn vekja athygli á hárri sjálfs- vígstíðni ungra karla og safna fé til að kosta forvarnarmyndband og herferð til að fækka sjálfsvígum í þessum við- kvæma aldurshópi. Þeir sem vilja styrkja átakið Útmé ða beint geta hringt í söfnunarsímann 904-1500 og þannig gefið 1500 krónur. Allar nánari upplýsingar um átakið er á Facebook-síðunni: Útmeða. Stefán Sveinbjörnsson segir karlmenn oft eiga erfiðara með að tala um tilfinningar sínar en mikilvægt sé að tala opinskátt um sjálfsvígshugsanir. Mynd/Hari 10 fréttaviðtal Helgin 12.-14. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.