Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 26
um og eru upptekin við að reyna að hreinsa hrísgrjónin. Þau ná að bjarga sér, ennþá. Regntíminn er hins vegar handan við hornið og monsún regn- tímanum fylgir mikið regn. Hvar eiga þau að leita skjóls þá? Jörðin sem þau sofa á núna mun breytast í moldar- svað. Hvar eiga börnin að sofa? Hvernig eiga þau að geyma matinn? Hvernig ná þau að viðhalda hreinlæti? Hver mun koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma? Þörfin er svo mikil en að- stoðin svo lítil. Það sem við komum með mun einungis hjálpa þeim í þrjá til fjóra daga. Ég get einungis vonað að hjálp frá stjórnvöldum muni hafi borist fyrir þann tíma. Sem stendur munu þau halda lífi. Börnin hafa misst allt en brosa samt Framtíðin er mesta áskorunin. Flest eru þetta fátækir bændur sem vinna 10-12 tíma á dag einungis til að hafa nóg að borða. Þeir áttu hús sem hrundu, búfénað sem drapst og von þeirra hefur verið brotin í þús- und mola. Þeir hafa ekki efni á því að byggja annað hús. Án utanaðkomandi aðstoðar geta þeir ekki einu sinni horfið til þess sem þeir höfðu fyrir jarðskjálftann, sem var í raun ekki mikið. Menntun barna verður fyrir miklum áhrifum. Þeir öldnu munu þjást. Eina vonin fyrir þau er ytri að- stoð. Þetta er ekki eina þorpið sem hefur orðið illa úti í jarðskjálftunum, það eru mörg fleiri sem eru í mun verra ástandi. Það er mjög margt sem við getum gert. Við getum hjálpað þeim að byggja ódýr, sjálfbær og örugg hús. Það þarf að nýta verkfræðilega þekkingu til hjálpa Nepölum. Það þurfa allir að leggjast á eitt vísinda- menn, læknar, hjúkrunarfólk og iðnaðarmenn. Með sameiginlegu átaki getum við náð miklum árangri. Spurningin er hvort við sem sérfræð- ingar, rannsakendur, séum tilbúnir að fara út fyrir þægindi skrifstofunn- ar, reima á okkur skóna og gera eitt- hvað sem mun skipta sköpum? Eftir langan dag, erum við komnir aftur til Katmandú. Við eigum langan dag fyrir höndum á morgun og það er komin tími til að leggjast til hvíldar. Hani nágrannans galar á undarlegum tímum. En í kvöld truflar hanagalið mig ekki. Það truflar mig heldur ekki að geta ekki sofnað. Myndir af börnum þjóta um huga minn, börnum sem hafa misst allt sitt en brosa samt. Börnum sem svo stolt sýndu okkur hvar þau sofa núna í tímabundnum skýlum. Börn sem ennþá eiga von um bjarta framtíð. Það eina sem angrar mig í kvöld og heldur fyrir mér vöku er óttinn, að ég og aðrir sem getum haft áhrif, getum skipt sköpum, muni bregðast vonum þessara barna. Dr. Rajesh Rupakhety Þ að er sólríkur morgun í fal-lega Katmandú dalnum. Ég vakna við hanagal í hverfinu, geng að herbergisglugganum sem snýr í vestur; bölva hananum Sólar- geislarnir lýsa upp tignarlegan fjalla- hringinn í dalnum og í augnablik gleymi ég því að ég er á jarðskjálfta- svæði. Allt er svo stórkostlegt og undurfagurt. Þetta er sama gamla borgin mín, illa byggð, skipulagslaus og í óreiðu en samt með svo mikinn sjarma og hrífandi. Í augnablik, er ég ekki jarðskjálftaverkfræðingur og augu mín ekki leitandi að sprungum og hættumerkjum í byggingunum í kringum mig. Þetta augnablik varir þó ekki lengi og við blasir eyðileggingin, fallnir veggir, mjög illa farnar byggingar og svo miklu verra. Hugur minn reikar. Það sem átt hefur sér stað var vitað að myndi gerast en samt er þetta svo óraunverulegt. Þetta er líkast vondum draumi sem mann langar að vakna upp af. En því miður er það ekki svo. Þetta er raunveruleik- inn og síminn byrjar að hringja þó klukkan sé sex að morgni. Símtölin bera ekki góðar fréttir. Fréttir sem ég hef óttast og óskað að ég myndi ekki þurfa að heyra. Þetta eru fréttir af þorpinu mínu. Litlu samfélagi með um 70 húsum í 30 km fjarlægð frá Katmandú. Um 90 prósent húsanna hafa hrunið, þar er ekkert drykkjarhæft vatn, fólk sefur undir berum himni, matur er af skornum skammti og hjálp hefur enn ekki borist. Áður en ég ímynda mér tortíminguna og ógæfuna sem dunið hefur yfir fólkið mitt reyni ég að halda í góðu minningarnar sem ég á þaðan. Þarna fæddist ég! Ég hef ég hlaupið um fjöll og dali, klifrað í mangó og papaya trjám og dottið úr mörgum þeirra. Fallegu grænu fjöllin, friðsæla áin sem rennur eftir dalnum og öll hrífandi gömlu stein- húsin, þess vil ég minnast. Erum við að gera gagn? Ég loka svefnherbergisglugganum og geng niður á neðstu hæðina þar sem við höfum sett upp vinnuað- stöðu. Þar getum við prófað og sett upp mælitækin sem við tókum með frá Íslandi. Ég ásamt Símoni Ólafs- syni erum hér í Nepal fyrir hönd Háskóla Íslands. Verkefni okkar er að reyna að skilja hverjar séu helstu ástæður þess að svo miklar skemmd- ir urðu á byggingum. Það tekur okkur ekki langan tíma að komast að þeirri niðurstöðu að mjúkur jarð- vegurinn í dalnum hefur átt þar stór- an þátt í því. Við sjáum hvað hefði verið hægt að gera betur til að koma í veg fyrir þessa miklu eyðileggingu. Við reiðum okkur á þekkingu okk- ar, á því sem við höfum lært, rann- sakað, til þess að draga ályktanir og koma með tillögur. Jafnvel til að róa og styðja fólk. Við erum með dag- skrá fyrir daginn. Við höfum verk að vinna og ýmislegt að rannsaka. Við erum stoltir af því sem við erum að gera og höfum fulla trú á gildi vinnu okkar. Samt sækir að okkur spurning hvort við séum í raun að gera gagn. Spurning sem vafalítið allir jarðskjálftaverkfræðingar velta fyrir sér á einhverjum tímapunkti. Rannsóknir eru orðnar hátækni- legar og framúrstefnulegar. Þær hafa gert það kleift að byggja heims- ins hæstu turna, hættuleg kjarn- orkuver og opnað ýmis ný tækifæri í smíði nýrra mannvirkja í þéttbýli. Það er því ekki nokkur vafi á gagn- semi rannsókna. Þrátt fyrir það, hafa hinir fátækari og viðkvæmari ekki notið gagnsemi jarðskjálfta- rannsókna eins og þeir gætu haft. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá keyrir heimurinn áfram á arðsemi. Styrktar rannsóknir eru aðallega drifnar áfram á því að veita þjón- ustu. Umfangsmikil verkefni laða að sér stóra styrki og hæfustu vís- indamennina. Það má því draga þá ályktun að flestar rannsóknir í jarð- skjálftaverkfræði séu með fókusinn á öryggi nútíma mannvirkja þar sem peningar eru fyrir hendi. Fátæk ríki og þróunarlönd, eins og mitt, hafa ekki efni á því að byggja mannvirki sem byggð eru á rannsóknum vegna þess að önnur vandamál eru þeirra forgangsatriði. Í landinu mínu eru varla til hröðunarmælar til að mæla jarðskjálftaáraun þrátt fyrir að þetta sé með virkustu jarðskjálftasvæð- um heims og jafnframt eitt það við- kvæmasta. Til samanburðar er fjöldi hröðunarmæla í Nepal færri en þeir sem Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á og rekur í Hveragerði. Áhættan er því ekki vel þekkt og byggingarnar því illa byggðar. Jarðskjálftarannsóknir eru mjög frumstæðar hér. Í Nepal er hins vegar mikil þörf og hér hefur fátt markvert verið gert til að koma í veg fyrir eða undirbúa mannvirki fyrir áhrifum stórra jarðskjálfta. Gamla húsið sem ég fæddist í er hrunið til grunna Það er ekki tími til að kvarta heldur skiptir meira máli að láta hendur standa fram úr ermum og gera það sem við getum. Við Símon ræðum dagskrá dagsins og komumst að þeirra niðurstöðu að rannsóknarvinn- an megi bíða einn dag og þess í stað einbeitum við okkur að því að hjálpa fólki. Ásamt nokkrum vinum og fjöl- skyldu höldum við af stað til Jiwanpur með mat, sjúkragögn og vatnshreins- andi efni. Ég á góðar æskuminningar frá Jiwanpur litla þorpinu okkar. Við erum komnir þangað á hádegi. Fólkið tekur á móti okkur en það hefur beð- ið spennt. Á undan öllu öðru liggur leiðin að skólanum til að meta skóla- bygginguna. Það eru minniháttar skemmdir á henni en hún er traust; það er léttir. Þetta er hins vegar eina byggingin af 68 í þropinu sem stóðst áraunina, hinar eru rústir einar eða óhæfar til búsetu. Ungir sem aldnir sofa nú undir berum himni og regnið hangir yfir. Gamla húsið sem ég fæddist í er hrunið til grunna. Æskuminning- um bregður fyrir í huganum, einni af annarri. Ég ólst upp í þessu þorpi þar til ég var 8 ára en þá flutti móð- ir mín með okkur til Katmandú til að fara í skóla. Ég stend fyrir fram- an rústirnar, ringlaður og orðlaus. Þorpsbúar safnast í kringum okkur, flestir ómeiddir alla vega líkamlega. Jarðskjálftinn átti sér stað að degi til þegar fólkið var að vinna útivið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta hefði farið ef allir hefði verið í fasta- svefni. Það er léttir að sjá þau ómeidd. Því miður er þessi léttir ekki lang- vinnur. Þau eru á lífi en þau eiga ekki lengur heimili, engan stað til að búa á. Sumir hafa náð að byggja sér tíma- bundin skýli þar sem þröngt er um börn og gamalmenni. Þau eru svöng og matur er af skornum skammti. Þau eru þyrst og hreint vatn er mjög lítið. Þau hafa reynt að ná öllum þeim mat sem hægt var úr húsarústun-  Náttúruhamfarir hugleiðiNgar vegNa jarðskjálftaNNa í Nepal Ekki vondur draumur heldur raunveruleikinn Dr. Rajesh Rupakhety er rannsóknarprófessor og forstöðu- maður rannsókna hjá Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Hann er fæddur og uppalinn í Nepal þar sem hann hlaut gráðu í byggingarverkfræði frá Trib- huvan University í Kathmandu. Eftir að hafa starfað um skeið sem ráðgjafaverkfræðingur í Nepal flutti hann til Evrópu til framhaldsnáms. Þar hlaut hann meistaragráðu í jarðskjálfta- verkfræði frá Universita degli Studi di Pavia á Ítalíu og Univer- sity of Patras á Grikklandi. Að þessu búnu réðist Rajesh til rann- sóknarstarfa hjá Háskóla Íslands, og lauk þaðan doktorsprófi í jarðskjálftaverkfræði árið 2010. Síðan hefur hann starfað hjá Háskóla Íslands og frá árinu 2014 sem dósent við umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Rajesh fór ásamt Símoni Ólafssyni, rannsóknarprófessor og forstöðumanni Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, á vettvang jarð- skjálftans mikla. Hér eru hugleiðingar Rajesh Rupakhety vegna jarðskjálftanna í heimalandi hans. Hús ömmu minnar í þorpinu Jiwanpur, þar sem ég fæddist og ólst upp er nú rústir einar. Trékassinn sem sést ofan á rústunum var eftirlætis rúmið mitt. Myndir af börnum þjóta um huga minn, börnum sem hafa misst allt sitt en brosa samt. Dr. Rajesh Rupakhety er dósent við umhverfis- og byggingarverk- fræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður rannsókna hjá Rann- sóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverk- fræði á Selfossi. Hann er fæddur og uppalinn í Nepal þar sem hann hlaut gráðu í byggingar- verkfræði frá Tribhuvan University í Kathmandu. Eftir að hafa starfað um skeið sem ráðgjafaverkfræðingur í Nepal flutti hann til Evrópu til fram- haldsnáms. Þar hlaut hann meistara- gráðu í jarðskjálftaverkfræði frá Universita degli Studi di Pavia á Ítalíu og University of Patras á Grikklandi. Að þessu búnu réðist Rajesh til rann- sóknarstarfa hjá Háskóla Íslands, og lauk þaðan doktorsprófi í jarðskjálfta- verkfræði árið 2010. Síðan hefur hann starfað hjá Háskóla Íslands og frá árinu 2014 sem dósent við umhverfis- og byggingarverkfræðideild. 26 rannsóknir Helgin 12.-14. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.