Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 46
að gera lítið. Þeir eru alltaf að reyna og segjast þá jafnvel gera hlutina eftir skandinavískum háttum en tekst aldrei almennilega. Allt verð- ur klossað og stórt. Gert til þess að endast. Þess vegna er skondið að horfa til þess að Washington DC, höfuð- borg Bandaríkjanna, var búin til sem slík. Ekki bæjarstæði sem stækkaði heldur var borgin reist frá grunni – sem höfuðborg. Allt út frá einum miðpunkti – þinginu. Allar götur telja frá þinginu. Svolítið eins og Lækjargatan í höfuðborginni okkar – eða kannski Aðalstræti. En munurinn er að göturnar sem fara í gegnum þinghúsið, ef svo má segja, telja allar frá einum. Gæta þarf þess að tilgreina í hvaða átt gatan snýr frá þinginu, t.d. suðvestur eða norð- austur. Það er því eins gott að taka þetta fram við bæði póstmenn og leigubílstjóra. Tökum Pennsylvaniu breiðgötuna, þessa sem Hvíta húsið stendur við, sem dæmi. Þá er eins gott að hafa áttirnar á hreinu því samkvæmt óá- reiðanlegum heimildum hýsir 1600 Pennsylvania ave í hina áttina McDo- nald’s en ekki forsetann. Að þessu sögðu er þó mjög einfalt að rata um miðbæ Washington, án þess að pæla í götuheitum. Húsin eru ekki há og valda því ekki sams konar skynvillu eins og margar aðrar stórborgir. Það er ljómandi morgungöngutúr að rölta um The National Mall, þ.e. frá þinghúsinu að Lincoln minnismerkinu, þessu úr apaplánetunni, með viðkomu hjá Washington minnismerkinu, súl- unni í miðjunni. Þar er hægt að fara upp í topp fyrir þá sem vilja útsýni yfir borgina. Öll þessi helstu stríðs- minnismerki eru á svæðinu og svo er hægt að taka Hvíta húsið í baka- leiðinni. Það stendur miðja vegu milli þingsins og Lincoln. Beint upp frá Washingtonsúlunni. Hvíta húsið er ekki jafn stórt og ætla mætti en er þó tignarlegt, sér- staklega að framanverðu. Það er þó langt frá girðingunni að húsinu sjálfu. Sé vilji til þess að komast nær þessu fræga húsið er um að gera að fara á bak við. Norðanmegin eru girðingin mun nær og jafnvel hægt að sjá leyniskyttur á þakinu, ef vel ber í veiði. Svæðið löðrar af sögu Á þessari gönguleið um The Natio- nal Mall er líka stærsti hluti Smit- hsonian safnsins, lista- og sögusöfn þar sem flestir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi með geimsafninu, National Air and Space Museum, á toppi listans. Georgetown er svo fallegur gam- all bæjarhluti sem er vel þess virði að skoða. Það eina á svæðinu sem er eldra en höfuðborgin sjálf, staðsett við Potomacána, jafnvel staður sem verslunarþyrstir Íslendingar gætu haft gaman af að skoða. Svæðið löðrar allt í sögu Banda- ríkjanna, þrælahaldi, borgarastríð- inu og náttúrulega stofnun Banda- ríkjanna sjálfra. Allt sem hægt er að sökkva sér niður í með heimsókn í höfuðborgina. Svæðið í kring, ríkin Maryland í norður og austur og Virginía suður og vestur, hafa svo upp á að bjóða þessa ekta Ameríku. Hvítar girðingar utan um hús með banda- ríska fánanum blaktandi við hún. Alveg ekta. Svo eru það mollin, maturinn, golfvellirnir og allt ódýra áfengið sem Íslendingum finnst skemmtilegast í útlöndum. Allt er þetta að finna í og við höfuð- borgina. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is V öldin eru nánast áþreifanleg þegar gengið er um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna. Hvíta húsið, þing- húsið, Pentagon og önnur ráðu- neyti er þar að finna. En borgin býður upp á margt annað og hana er gaman heim að sækja. Icelandair hefur flogið þangað um langt árabil en fyrir skömmu hóf Wow air hóf að fljúga beint til Washington D.C. Flugvöllurinn tilheyrir reyndar Baltimoresvæðinu en er nokkurn veginn mitt á milli borganna og það tekur enga stund að komast til höf- uðborgarinnar þaðan. Forsetinn eða McDonald’s Ameríka er spes staður. Drauma- landið í hugum margra en þyrnir í augum annarra. En það er eitt sem er víst og það er að það er allt stærra í henni Ameríku. Það er bara svo- leiðis. Ameríkaninn kann bara ekki 46 ferðalög Helgin 12.-14. júní 2015  Washington höfuðborgin í Vesturheimi Völd og veisla Ben’s Chili Bowl Þegar dvalið er í Ameríku er gert eins og í Ameríku. Skyndibitamatur er amerískur. Það geta aðrir reynt að gera tilkall til hans en hann var fullkomnaður í þarna vesturfrá. En það er ekki allur skyndibiti í Ameríku McDonald’s. Ekki það að það sé eitthvað að McDonald’s, hans er saknað – en það er önnur saga. Ef kafað er aðeins dýpra í skyndibitann er hægt að finna einstaka staði og perlan í D.C. er Ben’s Chili. Þar er hægt að fá þetta venjulega; ljúffengar pylsur, hamborgara og franskar. En það þykir ekki nóg því öllu er þar drekkt í chil- ísósu. Ljúffengri kjöt-og baunasósu sem er hægt að fá ofan á allt og með öllu. Staðurinn er kennileiti í höfuðborginni og Obama sjálfur mætti þangað eitt sinn með leyniþjónustuna á hælunum. Þá ku fyrsta frúin víst oft panta í „take-out“. En það skiptir svo sem ekki máli hver borðar þarna því maturinn er bjútífúl. Höfuðrétturinn er hálfreykt nauta-og svínapylsa í lungamjúku brauði með chilísósunni góðu ofan á. Algert möst að smakka. Staðurinn er í einu skemmtilegasata hverfi borgarinnar þar sem djass flæðir út úr hverjum dyrum frá fimmtudegi til sunnudags og fyrir þá sem hafa áhuga á sögu borgarinnar, sérstaklega með tilliti til sögu svartra í borginni, er þetta hverfi byggt upp af Ameríkönum af afrískum uppruna. Hægt er að mæta flesta laugardaga á Ben’s og hlusta á dr. Bernard Demczuk fara yfir sögu svæðisins í mjög áhuga- verðum fyrirlestri á meðan chilílöðraðri slöngunni er troðið þangað sem hún á heima. Það er margt að skoða í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Ljósmyndir/Hari Njóttu sumarsins með Veiðikortinu 2015 og búðu til þínar minningar! 38 vatnasvæði! www.veidikortid.is 2 0 1 5 Perla skyndibitastaðanna í D.C. er Ben’s Chili Bowl. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ 1.690,- 1.790,- 1.590,- 1.690,- 2.190,- Verð frá 2.190,- 1.570,- GÆÐASKÓFLUR Haki 2.390,- Malarhrífa 1.890,- Strákústur 30cm breiður 795,- Garðtól á góðu verði MIKIÐ ÚRVAL Laufhrífa 890,- Truper 10574 1.895,- Buf PGH3161.890,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.