Frjáls verslun - 01.08.2011, Side 20
20 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011
Í stuttu máli
Tekið við Euro Effie-verðlaununum í Brussel. George Bryant frá Brooklin Brothers í London, Inga Hlín Pálsdóttir frá
Íslandsstofu og þeir Kristján Schram og Atli Freyr Sveinsson frá Íslensku auglýsingastofunni.
nánast eins og að verða
evrópumeistarar
Innan auglýs inga geir-
ans er því líkt við að verða
Evrópumeistarar þegar
Íslenska auglýsingastofan
og Brooklin Brothers,
samstarfsstofa hennar
í London, fengu hin
eftirsóttu Euro Effie
Awards í Brussel nýlega
vegna herferðarinnar
Inspired by Iceland. Þetta
eru tvímælalaust ein
allra eftirsóknarverðustu
aug lýs inga verðlaun sem
hægt er að vinna í Evrópu
og mun stærri verðlaun
en Íslendingar gera sér
almennt grein fyrir.
Í keppninni eru dæmd ar
og verðlaunaðar aug lýs-
ingaherferðir, fyrst og
fremst á forsendum mæl -
anlegs árangurs. Stofurnar
fengu gullverðlaun
fyrir her ferð ina í
flokknum besta notkun á
samfélagasmiðlum með
árangursríkum hætti.
Þá var her ferðin kjörin
best allra herferða sem
þátt tóku í keppninni og
stofurnar sem að henni
stóðu, Íslenska aug lýs-
ingastofan og Brook lin
Broth ers, hlutu nafnbótina
aug lýs ingastofur ársins.
ein virtustu
auglýsingaverðlaun
evrópu til Íslands
AuGu ÞeirrA
VerðA eins
oG unDir-
skálAr
Þorsteinn Pálsson,
einn af samn ingamönnum
Íslands í ESBviðræðunum,
hefur nokkr um sinnum í
pistlum sín um í Fréttablaðinu
sakað VG um tvöfeldni vegna
ESBviðræðnanna og jafnframt
fullyrt að þessi ríkisstjórn hafi
ekki burði til að klára dæmið
– aðrir verði að koma að því.
Steingrímur J. Sigfússon var í
þættinum Hard Talk í BBC ný
l ega og um það sagði Þor steinn
meðal annars í pistli sínum: „En
augu þeirra (erlendra stjórn-
málamanna og fréttamanna)
verða eins og undirskálar þegar
fjármálaráðherra lýsir því yfir
að flokkur hans hafi verið fylgj
andi umsókn um aðild en sé
henni þó í grundvallaratriðum
andvígur.“
ofanígjöf forsetans
Deilur forseta Íslands, Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, og forsætisráðherra, Jóhönnu Siguðar-
dótt ur, vinda frekar upp á sig en hitt. Daginn
fyrir þing setninguna sátu þau á leynifundi á
Bessastöðum um samskipti forsetans og ríkis-
stjórn arinnar.
Forsetinn vék að stjórnskipan landsins í ræðu
sinni við setningu Alþingis hinn 1. október
og lagði áherslu á að Alþingi afgreiddi tillögur
stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni
áður en kosið yrði til forsetaembættisins hinn 30.
júní á næsta ári.
Hann sagði í ræðu sinni að ella yrðu forseta-
kosningarnar á næsta ári í fullkominni óvissu því
kjósendur yrðu að vita hvaða völd þeir væru að
fela forseta, hver sem hann yrði.
Hann sagði að tillögurnar gerðu stöðu for set-
ans miklu valdameiri, auk þess sem dregið yrði
verulega úr valdi ráðherra. Þá minnti Ólafur
Ragnar á að stjórnarskránni yrði ekki breytt
nema á tveimur þingum með kosningum á milli.
Þarna greinir þau mjög á. Jóhann Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra vill sameina forsetakosn-
ingar og kosningu um stjórnarskrá.
Jóhanna hefur sagt að hún vilji ekki almennar
al þingiskosningar fljótlega en forsetinn vill
hins vegar að Alþingi afgreiði breytingar á
stjórn arskránni sem fyrst og gengið verði til
þingkosninga því „stjórnarskránni verði ekki
breytt nema á tveimur þingum með þing kosn -
ingum á milli“.
Forsetinn minnti forsætisráðherra
á stjórnskipan Íslands.
Setning Alþingis: