Frjáls verslun - 01.08.2011, Side 24
24 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
5
52
84
9
06
/1
1 HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
TVÍBURINN
ÞÚ ERT AÐ FARA TIL ÚTLANDA OG ÞAÐ ERU 150 STUNDIR
AF AFÞREYINGU UM BORÐ Í FLUGVÉL ICELANDAIR.
NJÓTTU ÞESS.
Í stuttu máli
skuldakreppa-bankakreppa-
evru kreppa
Angela Merkel sagði nýlega að það væri í
sjálfu sér ekki evrukreppa heldur væri þetta hörð
skuldakreppa á evrusvæðinu. Mörgum Ís lend -
ingum finnst þeir sjá sama dómínóspilið í Evrópu
og Bandaríkjunum og hér á landi haustið 2008.
Á Íslandi var fyrst talað um lausafjárkreppu banka.
Síðan breyttist það í almenna skuldakreppu bank -
anna eftir að fjármálafárviðrið felldi marga banka í
Evrópu og Bandaríkjunum og ríki urðu að hlaupa
undir bagga til að bjarga yfir fimmtíu stórum og
þekktum bönkum – sem ella hefðu rúllað. Íslensku
bankarnir voru orðnir svo stórir og skuldugir að
þeim varð ekki bjargað. Í framhaldinu hrundi
krónan, sem var orðin alltof hátt skráð. Um leið
stökkbreyttust lán margra heimila og fyrirtækja.
Gjaldeyrishöft voru sett á. Innflutningur hrundi.
Efna hagskreppa kom í kjölfarið þegar nokkrar
atvinnugreinar nánast þurrkuðust út. Umræðuefnið
varð: Endurfjármögnun banka og lánastofnana.
Dómínóspilið er svipað í Evrópu nema evran mun
ekki falla jafnmikið og krónan. Annars lítur þetta
eins út: Skuldakreppa-bankakreppa-evrukreppa-
efna hagskreppa. Helsta umræðuefni á fundum
Nicolas Sarkozy og Angelu Merkel er veik staða
bank anna vegna skulda og endurfjármögnun
banka kerfisins.
Dómínóspilið í Evrópu minnir á það íslenska haustið 2008.
eyJAfJAllA-
Jökulsúr HJá
micHelsen
Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið
uppýst hverjir frömdu ránið í verslun
Michelsen við Laugaveginn, þar sem
þjófar létu greipar sópa. Mörg verðmæt
úr eru í versluninni. Á meðal þeirra
er Eyjafjallajökulsúr í 99 númeruðum
ein tökum og kostar hvert úr rúmar 3,9
millj ónir króna. Eyjafjallajökulsúrin eru
frá Romain Jerome. Fyrirtækið er þekkt
fyrir að nota einstök hráefni í úrin.
Það framleiðir úr með ryðguðu stáli
og kolum úr Titanic og úr með tunglryki
og stáli úr Apollo 11geimflauginni sem
lenti fyrst á tunglinu. Nýjasta viðbótin
er Eyjafjallajökulsúrið en notuð er aska
úr Eyjafjallajökli og hraun úr Fimm
vörð u hálsi. Hraun úr Fimmvörðuhálsi
er í skífunni og aska úr Eyjafjallajökli í
„beselnum“, hringnum meðfram glerinu.
Hraunskífan er handgerð og rauður
hraunstraumurinn handmálaður á hana.
Á endum vísanna eru flugvélar, sem
vísar til þeirra ótal flugvéla sem voru
kyrr settar vegna eldgossins. Eyjafjalla
jökulsúr DNA, eins og það heitir, er aðeins
framleitt í 99 númeruðum eintök um og
með hverju úri fylgir vottað skjal sem stað
festir uppruna „sérstaka hráefnisins“.
Eyjafjallajökulsúr hjá Michelsen.
Armbandsúr á 3,9 milljónir:
Vanskil í nýjum hæðum
Um 8,5% af Íslendingum sem eru eldri en 18 ára, 25.685
manns, eru í alvarlegum vanskilum, samkvæmt samantekt
Cred itinfo. Frá því ástandið var sem best, laust fyrir áramótin
2007 og 2008, hafa um 10.000 manns bæst á vanskilaskrá.
Af þessum hópi hefur verið gert árangurslaust fjárnám hjá
tæplega 17.000 manns.
Deildum lokað en vilja samt sjúkrahús
Það er margt skrítið í kýrhausnum. Í könnun,
sem MMR birti á dögunum, kom fram að um
helmingur telur byggingu nýs hátæknisjúkrahúss
góða ráðstöfun á skattfé. Þetta er skrítið viðhorf
á sama tíma og það dengjast yfir okkur fréttir um
halla á fjárlögum og galtóman ríkissjóð – og að
lengra verði ekki gengið í almennum sparnaði
á Landspítala heldur sé komið að því að loka
deildum og segja upp fólki og sjúklingum.
Einhverjir gætu látið sér detta í hug að að betra
væri að setja féð í hjúkrun og umönnun við sjúka
en að láta sig dreyma um steypuframkvæmdir
við Hringbraut upp á tugi milljarða króna; fram-
kvæmdir sem allar yrðu teknar að láni, hækkuðu
vaxtakostnað og skertu fé til heilsugæslu í
framtíðinni.
Stundum er forgangsröðunin sérstök.
Með nýju sjúkrahúsi kemur augljóslega þrýst-
ingur á að skera enn meira niður á spítölunum í
framtíðinni til að kreista fram fé á sjúkrahúsinu.
Það hefði sennilega þurft að vera í spurningunni
svo svarendur áttuðu sig á því litla aukaatriði.