Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Síða 24

Frjáls verslun - 01.08.2011, Síða 24
24 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 ÍS L E N S K A S IA .I S 5 52 84 9 06 /1 1 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ TVÍBURINN ÞÚ ERT AÐ FARA TIL ÚTLANDA OG ÞAÐ ERU 150 STUNDIR AF AFÞREYINGU UM BORÐ Í FLUGVÉL ICELANDAIR. NJÓTTU ÞESS. Í stuttu máli skuldakreppa-bankakreppa- evru kreppa Angela Merkel sagði nýlega að það væri í sjálfu sér ekki evrukreppa heldur væri þetta hörð skuldakreppa á evrusvæðinu. Mörgum Ís lend - ingum finnst þeir sjá sama dómínóspilið í Evrópu og Bandaríkjunum og hér á landi haustið 2008. Á Íslandi var fyrst talað um lausafjárkreppu banka. Síðan breyttist það í almenna skuldakreppu bank - anna eftir að fjármálafárviðrið felldi marga banka í Evrópu og Bandaríkjunum og ríki urðu að hlaupa undir bagga til að bjarga yfir fimmtíu stórum og þekktum bönkum – sem ella hefðu rúllað. Íslensku bankarnir voru orðnir svo stórir og skuldugir að þeim varð ekki bjargað. Í framhaldinu hrundi krónan, sem var orðin alltof hátt skráð. Um leið stökkbreyttust lán margra heimila og fyrirtækja. Gjaldeyrishöft voru sett á. Innflutningur hrundi. Efna hagskreppa kom í kjölfarið þegar nokkrar atvinnugreinar nánast þurrkuðust út. Umræðuefnið varð: Endurfjármögnun banka og lánastofnana. Dómínóspilið er svipað í Evrópu nema evran mun ekki falla jafnmikið og krónan. Annars lítur þetta eins út: Skuldakreppa-bankakreppa-evrukreppa- efna hagskreppa. Helsta umræðuefni á fundum Nicolas Sarkozy og Angelu Merkel er veik staða bank anna vegna skulda og endurfjármögnun banka kerfisins. Dómínóspilið í Evrópu minnir á það íslenska haustið 2008. eyJAfJAllA- Jökulsúr HJá micHelsen Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið uppýst hverjir frömdu ránið í verslun Michelsen við Laugaveginn, þar sem þjófar létu greipar sópa. Mörg verðmæt úr eru í versluninni. Á meðal þeirra er Eyjafjallajökulsúr í 99 númeruðum ein tökum og kostar hvert úr rúmar 3,9 millj ónir króna. Eyjafjallajökulsúrin eru frá Romain Jerome. Fyrirtækið er þekkt fyrir að nota einstök hráefni í úrin. Það framleiðir úr með ryðguðu stáli og kolum úr Titanic og úr með tunglryki og stáli úr Apollo 11­geimflauginni sem lenti fyrst á tunglinu. Nýjasta viðbótin er Eyjafjallajökulsúrið en notuð er aska úr Eyjafjallajökli og hraun úr Fimm ­ vörð u hálsi. Hraun úr Fimmvörðuhálsi er í skífunni og aska úr Eyjafjallajökli í „beselnum“, hringnum meðfram glerinu. Hraunskífan er handgerð og rauður hraunstraumurinn handmálaður á hana. Á endum vísanna eru flugvélar, sem vísar til þeirra ótal flugvéla sem voru kyrr settar vegna eldgossins. Eyjafjalla­ jökulsúr DNA, eins og það heitir, er aðeins framleitt í 99 númeruðum eintök um og með hverju úri fylgir vottað skjal sem stað ­ festir uppruna „sérstaka hráefnisins“. Eyjafjallajökulsúr hjá Michelsen. Armbandsúr á 3,9 milljónir: Vanskil í nýjum hæðum Um 8,5% af Íslendingum sem eru eldri en 18 ára, 25.685 manns, eru í alvarlegum vanskilum, samkvæmt samantekt Cred itinfo. Frá því ástandið var sem best, laust fyrir áramótin 2007 og 2008, hafa um 10.000 manns bæst á vanskilaskrá. Af þessum hópi hefur verið gert árangurslaust fjárnám hjá tæplega 17.000 manns. Deildum lokað en vilja samt sjúkrahús Það er margt skrítið í kýrhausnum. Í könnun, sem MMR birti á dögunum, kom fram að um helmingur telur byggingu nýs hátæknisjúkrahúss góða ráðstöfun á skattfé. Þetta er skrítið viðhorf á sama tíma og það dengjast yfir okkur fréttir um halla á fjárlögum og galtóman ríkissjóð – og að lengra verði ekki gengið í almennum sparnaði á Landspítala heldur sé komið að því að loka deildum og segja upp fólki og sjúklingum. Einhverjir gætu látið sér detta í hug að að betra væri að setja féð í hjúkrun og umönnun við sjúka en að láta sig dreyma um steypuframkvæmdir við Hringbraut upp á tugi milljarða króna; fram- kvæmdir sem allar yrðu teknar að láni, hækkuðu vaxtakostnað og skertu fé til heilsugæslu í framtíðinni. Stundum er forgangsröðunin sérstök. Með nýju sjúkrahúsi kemur augljóslega þrýst- ingur á að skera enn meira niður á spítölunum í framtíðinni til að kreista fram fé á sjúkrahúsinu. Það hefði sennilega þurft að vera í spurningunni svo svarendur áttuðu sig á því litla aukaatriði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.