Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 46

Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 46
46 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum Hvaða fyrirtæki á Íslandi eru til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum? Eflaust mörg. En slík er staða íslenskra stjórna að í huga flestra eru þær allar vondar af því að lítið er vitað um hvað stjórnir eru að gera. H vaða fyrirtæki á Íslandi eru til fyrir myndar þegar kemur að góðum stjórn arháttum? Um það­er­erfitt­að­segja,­ein­fald­ lega vegna þess að það hefur ekki verið rannsakað. Hins vegar er ljóst að traustið á stjórn arháttum íslenskra fyrirtækja er ekki það sama og það var fyrir hrunið 2008.­Mörg­fyrirtæki­geta­engu­að­síður­ verið að gera góða hluti þegar stjórnarhætt­ ir­eru­annars­vegar.­Vandamálið­er­hins­ vegar svipað og það sem Akkerlof lýsti með gallagripakenningunni (e. market for lem­ ons) að þegar fólk getur ekki gert greinar­ mun á því hvað er gott og vont vegna skorts á upplýsingum þá gengur það út frá því að allt sé vont. Slík er staða íslenskra stjórna;­í­huga­flestra­eru­þær­allar­vondar­ af því að lítið er vitað um hvað stjórnir eru að­gera.­Til­að­breyta­þessu­verður­að­gera­ upplýsingar aðgengilegar og trúverðugar svo hægt sé að gera greinarmun á góðum stjórnum og öðrum stjórnum. Þetta er mikil­ vægt vegna þess að nú er nauðsynlegt að byggja upp trúverðugleika í íslensku við­ skipta­lífi­á­ný. Af hverju að vera til fyrirmyndar? Rannsóknarmiðstöð­í­stjórnar­hátt­um­við­ Há­skóla­Íslands,­Viðskipta­ráð­Íslands,­Sam­ tök atvinnulífsins og Nasdaq OMX Iceland hf. hafa tekið höndum saman um að veita fyrirtækjum viðurkenningu sem „Fyrirmynd­ ar fyrirtæki í góðum stjórnarhátt um“ (Exel­ lence in corporate governance). Hugmyndin á bak við þessa viðurkenn­ ingu er fyrst og fremst að hún verði til þess að ýta­undir­umræður­og­aðgerðir­sem­efla­góða­ stjórnarhætti. Mark miðið er að viður kenningin leiði til árangurs og auki trú verðugleik a og gagnsæi stjórnar hátta fyrir tækja gagnvart hluthöfum og öðr um hags muna aðilum. Um leið og fyrirtæki sækja sér viðurkenn ingu er vonin sú að til verði ákveð in snjóboltaáhrif þar sem aðrar stjórnir sjái ávinning í því að skoða hvað er verið að gera og hvað sé rétt að gera til að vera til fyrirmyndar þegar kem­ ur­að­verkefn­um­og­vinnubrögðum­í­starfi­ stjórnar. Ef þetta leiðir til auk innar umræðu um stjórn arhætti er það eitt og sér mikill árangur.­Þegar­sífellt­fleiri­fyrir­tæki­munu­ geta sýnt fram á að þau séu til fyrirmynd­ ar hvað varðar stjórnarhætti mun það bæta starf fyrirtækjanna og um leið auka trúverðugleika þeirra og íslensks at vinnulífs. Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarhátt­ um er fyrirtæki sem nýtir sér góða stjórnar­ hætti­sem­tæki­til­þess­að­efla­skilvirkni­og­ ákvörðunartöku stjórnar og framkvæmda­ stjóra.­Tilgátan­er­að­fyrirmyndarfyrirtæki­ í­góðum­stjórnarháttum­hafi­tvíþættan­ ávinning; leiði annars vegar til betri reksturs og árangurs og hins vegar skapi trúverðug­ leika gagnvart hluthöfum og öðrum hags­ munaaðilum. Hvað er til fyrirmyndar? Það er algengt að íslenskir stjórn armenn haldi að góðir stjórn arhættir séu það sama og­góð­fundarsköp­og­að­fara­yfir­fjárhags­ áætlanir á öllum fundum. Það getur verið hluti af góðum stjórnarháttum en er ekki eitt og sér góðir stjórnarhættir. Í raun eru stjórnir sem gera lítið annað en að halda fundi eftir formlegum fund ar sköp um og eyða svo öll um tím anum í að rýna fjárhags­ áætl anir sjaldnast mjög skilvirkar stjórnir og ekki endilega til fyrirmyndar. Hafa þarf fleiri­þætti­í­huga­ef­stjórnir­ætla­að­vera­til­ fyrirmyndar. Rannsóknarmiðstöð­í­stjórnar­háttum­við­ Háskóla Íslands hef ur þróað einfalt mó del sem er byggt á bæði rannsóknum á stjórn ­ arháttum og leiðbeiningum varðandi stjórnar­ hætti, til þess að hjálpa stjórnum fyrir tækja að ræða hvað þær eru að gera og ættu að vera gera til þess að vera til fyrir myndar. Módelið felur­í­sér­samspil­fimm­lykilþátta­sem­varða­ stjórnarhætti fyrir tækja, þ.e. hlutverk stjórnar, verk efni stjórnar, skipulag stjórn ar, starfs hætti stjórn ar og stjórnar menn. Stjórnarháttatígullinn Þættir til mats á fyrirmyndar­ fyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum er fyrirtæki sem nýtir sér góða stjórnarhætti sem­tæki­til­þess­að­efla­skilvirkni­og­ákvörð­ unar töku stjórnar og framkvæmdastjóra. ! Höfundar greinar; dr. eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri klaks, og dr. runólfur smári steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.