Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Side 47

Frjáls verslun - 01.08.2011, Side 47
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 47 • Hlutverk stjórna felur í sér spurning­ una um hver sé tilgangur stjórnarinnar og hvers konar hlutverk hún leggur áherslu á í starfi sínu, t.d. eftirlit, ráð ­ gjöf og tengslamyndun og/eða stefnu ­ mótun. Jafnframt felur hlutverkið í sér hvernig stjórnin mun vinna með stjórn ­ endum og eigendum fyrirtækisins. • Verkefni stjórnar ákvarðast að miklu leyti af hlutverki stjórnar og snúast um hvað stjórnin nákvæmlega gerir og gerir ekki, um hvaða málefni er rætt, hvers konar ákvarðanir eru teknar og hvernig aðkoma stjórnar og þátttaka er í einstökum málaflokkum. • Skipulag stjórnar snýst um utanum- hald starfshátta stjórnar, tímann sem fer í starfsemi stjórnarinnar, skipulag funda, nefndir og hvernig tengsl stjórn­ ar eru við starfsmenn fyrirtækisins, stjórnendur, eigendur og utanaðkom- andi aðila. • Starfshættir stjórnar snúast um hvern­ ig stjórnin vinnur, hvernig málefni eru rannsökuð og rædd, hvernig ákvarð­ anir eru teknar, hvernig fylgt er á eftir ákvörðunum og hvernig upplýsinga­ gjöf er háttað svo dæmi séu tekin. • Loks er það skipun stjórnar, hverjir eru stjórnarmenn. Þetta er spurning um hæfi stjórnarmanna, samsetningu stjórnar og nýliðun. Allt eru þetta þættir sem þurfa að vinna saman til þess að stjórnarhættir geti verið til fyrirmyndar. Það er engin ein rétt aðferða­ fræði heldur verður fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum að taka mið af þeim lög um og reglum sem gilda á Íslandi og í þeim löndum sem það starfar, hvers eðlis fyrir tækið er og þeim aðstæðum sem það starfar í og hvernig stjórnin getur verið fyrir tækinu verðmæt. Þar af leiðandi felast góð ir stjórnar hættir ekki í að haka í einhvern gátlista heldur umræður og ákvörðun stjórn ar um hvað hún er og hvað hún á að vera að gera. Tími til að vera til fyrirmyndar Átakið um Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum­sem­Rannsóknarmiðstöð­ í stjórnarháttum við Háskóla Íslands, Viðskipta­ráð­Íslands,­Samtök­atvinnulífs­ ins og Nasdaq OMX Iceland standa fyrir er tímabært. Mikil þörf er á að skapa aukið traust á íslenskum fyrirtækjum og að­viðskiptalífið­sameinist­um­að­reyna­ að innleiða faglegri vinnubrögð en áður. Stjórnir fyrirtækja eiga að fagna þessu framtaki enda gefur það þeim tækifæri til þess að sýna hversu faglegar og skilvirkar þær eru og hvernig þær geta verið öðrum til fyrirmyndar. Átakið byggist á gulrótinni en ekki vendin um – að fá viðurkenningu sem fyrirmyndar fyrir tæki í góðum stjórnarhátt­ um – sem er að ferðafræði sem hvetur til metnaðar og árangurs. Þegar eru nokkur fyrirtæki,­sem­Rannsóknarmiðstöðinni­er­ kunnugt um, sem eru komin langleiðina í ferlinu og munu sækja um viðurkenn­ inguna innan skamms. Mikilvægt er að stofnana aðilar eins og lífeyrissjóðir, fjár­ festingarsjóðir, eftirlitsstofn anir og samtök í atvinnulífinu­hvetji­stjórnir­fyrirtækja­til­þess­ að taka þátt í þessu átaki og fara í gegnum stjórnarhætti fyrirtækis ins með það að leiðarljósi að sækja um viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarhátt­ um. Ef þátttakan verður góð verða ekki ein­ ungis íslensk fyrirtæki til fyrirmyndar hvað varðar góða stjórnarhætti heldur íslenskt atvinnulíf í heild. Traustið á stjórnarháttum ís­ lenskra fyrirtækja er ekki það sama og það var fyrir hrunið 2008. Mörg fyrirtæki geta engu að síður verið að gera góða hluti þegar kemur að stjórn arháttum. Mat óHáðra aðila Mat óháðra aðila á fyrirmyndarfyrirtækjum í góðum stjórnarháttum er fyrst og fremst til þess að fá staðfestingu á stjórnarháttum fyrirtækis og viðeigandi gögnum sem eru notuð til að leggja áherslu á góða stjórnar- hætti fyrirtækis. TexTi: eyþÓr ívar jÓnsson T il að fyrirtæki geti fengið viður­ kenningu­hjá­Rannsóknar­mið­ stöð í stjórnarháttum við Háskóla Íslands­og­Viðskiptaráði­Íslands­ sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í góð­ um stjórnarháttum“ þarf að skila skýrslu til Rannsóknarmiðstöðvarinnar­sem­felur­í­sér­ úttekt á stjórnarháttum fyrirtækisins. Slík úttekt er annars vegar niðurstaða umræðna og sjálfsmats stjórnar og framkvæmda­ stjóra og hins vegar mat viðurkenndra út tektaraðila á stjórnarháttum fyrirtækisins. Smærri­fyrirtæki­(færri­en­100­starfsmenn)­ þurfa ekki að nota viðurkennda úttektar­ að ila. Mat óháðra aðila er fyrst og fremst til þess að fá staðfestingu á stjórnarháttum fyrirtækis og viðeigandi gögnum sem eru notuð til að leggja áherslu á góða stjórnar­ hætti­fyrirtækis.­Viðurkenndir­úttektaraðilar­ eru­viðurkenndir­hjá­Rannsóknarmiðstöð­í­ stjórnarháttum­og­Viðskiptaráði­Íslands.­ Matið felur í sér að fyrirtæki svari spurn­ ingum um stjórnarhætti og fái óháða aðila til að votta að stjórnarhættir séu í raun í sam­ræmi­við­yfirlýsingarnar.­Dæmi­um­ efnis­atriði­um­hvern­flokk­eru­eftirfarandi: Af hverju að vera til fyrirmyndar? Rannsóknarmiðstöð í stjórnar hátt um við Há skóla Íslands, Viðskipta ráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq OMX Iceland hf. hafa tekið höndum saman um að veita fyrirtækjum viðurkenningu sem „Fyrirmynd ar fyrirtæki í góðum stjórnarhátt um“ (Exellence in corporate governance). Hugmyndin á bak við þessa viðurkenn ingu er fyrst og fremst að hún verði til þess að ýta undir umræður og aðgerðir sem efla góða stjórnarhætti. Mark miðið er að viður kenningin leiði til árangurs og auki trú verðugleik a og gagnsæi stjórnar hátta fyrir tækja gagnvart hluthöfum og öðr um hags muna aðilum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.