Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 63
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 63
Staðan er brothætt
Geir Gunnarsson, forstjóri Honda-umboðsins:
lausnir falla ekki af himnum ofan
1. Hver verða forgangs verk
efni fyrirtækis þíns næstu
mánuði?
Forgangsverkefni næstu mán
aða er sem fyrr að halda sjó.
Efnahagsleg staða þjóðar bús
ins er ekki né gefur tilefni til
bjartsýni um mikinn bata á
næstunni. Skattalegar íþyng
ing ar lofa ekki góðu.
2. Hvernig metur þú endur
reisn atvinnulífsins eftir
hrun?
Spurningin er „hvaða endur
reisn“? Hér hafa menn beðið
eftir að lausnir efnahags vand
ans féllu af himnum ofan en
ekki unnið markvist að lausn
um fyrir heildina. Stefnu mótun
hefur vantað.
3. Hversu mikið vantar upp á
að skuldavandi fyrirtækja sé
leystur?
Mikið. Meðan vísitalan veður
áfram upp minnkar skulda
vandi fyrirtækja ekki. Tekjur
halda áfram að dragast saman
og skuldir vaxa stöðugt. Grípa
verður til breytinga á vísitölu
eða fella úr gildi meðan við
göngum í gegnum þennan
ólgusjó.
4. Hvaða árangur ert þú
ánægðastur með hjá fyrir
tæki þínu á þessu ári?
Að þurfa ekki að segja upp fleiri
starfsmönnum í endur skipu
lagningunni. Þá hefur geng ið
lítillega á skuldir og um að gera
að halda góða skapinu.
5. Finnst þér gæta tortryggni
í garð atvinnulífs og stór
fyrir tækja eftir hrunið?
Já, mikillar tortryggni. Og
meðan ekki er allt uppi
á borðinu, þ.e. hverjir fá
fyrirgreiðslu með niður fell
ing um, og menn hætta ekki að
velta sér upp úr fortíðinni, þá
verð ur framtíðin látin líða hjá
og ekkert breytist.
6. Hversu skaðleg eru gjald
eyrishöftin að þínu mati?
Gjaldeyrishöft eru af hinu illa.
Menn ættu að minnast hafta
áranna eftir stríð og fram til
1970. Tími vina og vandamanna
og þeirra sem þekktu menn í
kerfinu. Höft hafa alla tíð boð
ið upp á misnotkun hér sem
annars staðar.
7. Hvaða styrkleika sérð þú
í íslensku viðskiptalífi um
þessar mundir?
Styrkleiki efnahagslífins bygg
ist á sterkum sjávarútvegi og
stóriðnaði. Með sívaxandi
tekjum þar höfum við böðlast
í gegnum þetta efnahagshrun.
Sívaxandi skattbyrði gerir
ekkert annað en að seinka
efnahagsbata og engar horfur
eru á að ríkið reyni að auka
veltu í þjóðfélaginu.
„Meðan ekki er allt uppi á borðinu,
þ.e. hverjir fá fyrirgreiðslu með
niðurfellingum, verður áfram
tortryggni í viðskiptalífinu.“
Geir Gunnarsson, forstjóri Honda-umboðsins.