Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 65

Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 65
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 65 vantar enn skýr markmið Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr: Bjartsýni er að aukast 1. Hver verða forgangs verk ­ efni fyrirtækis þíns næstu mánuði? Skýrr hefur verið að ganga í gegnum mikið umbreyt ingar ­ ferli á undanförnum tuttugu mánuðum sem hefur meðal annars falið í sér sameiningu níu fyrirtækja í fjórum löndum undir einn hatt. Næstu mán ­ uðir munu einkennast af sam­ þætt ingu verkefna, þjónustu og vöruúrvals með það að markmiði að gera góða þjón ­ ustu enn betri. Einnig hyggj­ umst við flytja alla starfsemina á Íslandi undir eitt þak á næstu tólf mánuðum. Þannig að það er af nógu að taka hjá okkur! 2. Hvernig metur þú endur ­ reisn atvinnulífsins eftir hrun? Mér sýnist kjarnastarfsemi flestra fyrirtækja í ágætu horfi og það er mikil gróska í atvinnu lífinu, þótt skuldsetning eigenda fyrirtækja sé víða erfið. Stemningin í samfélaginu al mennt horfir líka til betri vegar og bjartsýni er að auk ­ ast. Íslenska efnahagslífið er viðkvæmt fyrir áföllum vegna smæðar og einsleitni, en þar með býr líka í því mikill sveigjan leiki. Ég held að við höfum séð botninn síðastliðið sumar og séum núna að hefja hæga uppsveiflu, þökk sé kraft ­ miklu atvinnulífi og hinum mikla mannauði sem hérna býr. 3. Hversu mikið vantar upp á að skuldavandi fyrirtækja sé leystur? Hvort sem horft er til fyrirtækja eða einstaklinga eru mál að vinnast alltof hægt. Slíkt skapar óvissu og biðstöðu sem kemur illa út fyrir alla. Mitt mat er að regluverkið og úrræðin séu nú þegar öll fyrir hendi. Kraft þarf að setja í að klára mál, hvort sem það þýðir yfirtöku lánveitanda á grundvelli veð ­ réttar, endursamningu á skuld ­ um og/eða greiðslubyrði eða hreinlega gjaldþrot í sum um til fellum. Verst af öllu er að vita ekki hvar mál standa og hvernig morgundagurinn verð ur. Í þeirri stöðu hafa allt of margir verið allt of lengi. 4. Hvaða árangur ert þú ánægðastur með hjá fyrir ­ tæki þínu á þessu ári? Fyrir utan vel heppnaða sam ­ einingarlotu var sex mánaða upp gjörið hjá Skýrr nokkuð til komumikið, með tíu prósenta tekjuvexti milli ára og liðlega níu prósenta aukningu á fram ­ legð. Velta Skýrr­samstæð­ unn ar á fyrri hluta ársins var lið lega 12,3 milljarðar króna og áætlanir gera ráð fyrir veltu upp á 24 milljarða króna og EBITDA­framlegð upp á um 1,4 milljarða króna. Árangur sem þessi næst einungis með samstilltu átaki frábærs starfs ­ fólks og útsjónarsemi í rekstri. Starfsfólk Skýrr má vera talsvert hreykið af svona uppgjöri. 5. Finnst þér gæta tortryggni í garð atvinnulífs og stór ­ fyrir tækja eftir hrunið? Nei, ekki umfram það sem eðli ­ legt er. Í það minnsta upplifum við hjá Skýrr ekki tortryggni með al okkar viðskiptavina og samstarfsaðila. 6. Hversu skaðleg eru gjald ­ eyrishöftin að þínu mati? Skýrr er norrænt þjónustu­ fyrir tæki í upplýsingatækni, með um 1.100 starfsmenn og til tölulega viðamikinn rekstur í fjórum löndum: Íslandi, Noregi, Sví þjóð og Lettlandi. Menn þurfa að vera vel ráðagóðir í slík um rekstri, þegar hann er keyrð ur frá Íslandi. Jafnvel ein ­ földustu hlutir verða flóknir og mannfrekir í úrlausn. Allt slíkt bitnar óhjákvæmilega á afkomu og rekstri. Þá eru ótalin áhrifin á fjárfestingar hér heima og erl endis, sem eru vægt til orða tekið mjög neikvæð. 7. Hvaða styrkleika sérð þú í íslensku viðskiptalífi um þessar mundir? Mest spennandi vaxtarsprot ­ arnir hérna eru í þekk ingar ­ iðnaði og ferða mennsku og hafa lengi verið, þótt ýmis teikn séu á lofti um skemmtilega nýsköpun í sjávarútvegi, til dæmis kring ­ um eldi. Enn fremur virðist mér skilningur vera að aukast fyrir nauðsyn þess að auka fjölbreytni í íslensku atvinnu ­ lífi. Í framhjáhlaupi vil ég nefna þá skoðun mína að það myndi auka stöðug leika efnahagslífsins til langtíma að losa okkur við krónuna. Sömuleiðis tel ég að hagsmunum þjóð arinnar sé best borgið innan Evrópu sam ­ bandsins, að því gefnu að okkur bjóðist hagstæður samn ingur. „Kraft þarf að setja í að klára mál, hvort sem það þýðir yfirtöku lán - veitanda, endursamningu á skuld - um og greiðslubyrði eða hreinlega gjaldþrot í sumum tilfellum.“ Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.