Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 74

Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 74
74 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: nálgumst markið 1. Hver eru forgangsverkefni fyrir tækis þíns næstu mánuði? Forgangsverkefni þessa árs hef ur verið endurskipulagning fjárhags fyrirtækja og ein stakl ­ inga. Við gerum ráð fyrir að ljúka því verki á fyrsta fjórð ­ ungi næsta árs. Við höfum einn ig verið að vinna að útgáfu sértryggðra skuldabréfa sem er afar mikilvægur þáttur í því að auka breiddina í fjármögnun bankans. Stórt verkefni er síðan auðvitað fyrirhuguð sameining bankans við Byr. 2. Hvernig metur þú endur­ reisn atvinnulífsins eftir hrun? Það má skipta endurreisninni í tvennt að mínu mati. Fyrri hlutinn einkenndist af upplausn og þeirri miklu óvissu sem var ríkjandi frá hruni bankanna í október 2008 fram á mitt ár 2009. Þær lausnir sem þá var gripið til ein kenndust af því að „frysta stöðuna“ og meta vandann. Seinni hlutinn er svo eftir að eignar hald bankanna skýrðist í lok árs 2009 því þá var fyrst mögu legt að fara að taka á skuldavanda fyrirtækja til fram ­ tíðar og þá höfðum við úrræðin tilbúin og gátum hafist handa fyrir alvöru. 3. Hversu mikið vantar upp á að skuldavandi fyrirtækja sé leystur? Staðan er þannig varðandi fjárhagslega endurskipu lagn ­ ingu hjá Íslandsbanka að lokið er endurskipulagningu stærstu rekstrarfélaga sem bankinn setti í forgang að klára. Vinna við frágang mála sem falla undir Beinu brautina er í fullum gagni. Skiptar skoðanir eru uppi um það hvort nægjanlega langt hafi verið gengið í af skrift um á skuldum en að ein hverju leyti mun framtíðin leiða það í ljós. 4. Hvaða árangur ert þú ánægðust með hjá þínu fyrir ­ tæki á þessu ári? Ég er mjög ánægð með þá frá ­ bæru vinnu sem okkar fólk hefur lagt af mörkum í úr­ vinnslu skuldamála einstakl ­ inga og fyrirtækja. Það gera sér fáir grein fyrir hvað verkefnið sem þeim var fengið var risa ­ vaxið og flókið. Þá er rétt að nefna að við erum að sjá þá jákvæðu þróun í rekstri bank ­ ans að grunnrekstur hans er að styrkjast. Loks er ég afar ánægð með niðurstöður þjón ­ ustukannana þar sem 84% við ­ skiptavina segjast ánægð með þjónustu bankans. 5. Finnst þér gæta tortryggni í garð atvinnulífs og stór ­ fyrir tækja eftir hrunið? Mér finnst fólk almennt já ­ kvætt í garð atvinnulífsins og hafa skilning á að það hefur þurft takast á við gríðarlegar áskoranir. Það sem hins vegar kannski hefur kynt undir tor ­ tryggni í garð atvinnulífsins er þegar fréttir berast af afskrift ­ um fyrirtækja í tengslum við endurskipulagningu þeirra. Það eru stórar tölur, en það gleymist oft að það er í mörgum tilvikum mun hag kvæmara fyrir samfélagið í heild að endur ­ skipu leggja rekstur fyrirtækja og koma þeim í rekstrarhæft form en að láta þau fara í gjaldþrot með til heyrandi atvinnuleysi og óvissu. 6 Hversu skaðleg eru gjald ­ eyrishöftin að þínu mati? Markmið gjaldeyrishaftanna var að skapa stöðugleika á gjald eyrismarkaði og forða krónunni frá frekara gengisfalli. Þetta markmið haftanna náð ­ ist. Til lengri tíma eru gjald ­ eyrishöftin hins vegar skað leg fyrir hagkerfið. Að mínu mati verður að aflétta þeim eins fljótt og auðið er. For senda þess er að byggja að nýju upp traust á hið íslenska hag ­ kerfi og krónuna sem mynt. Framtíðarfyrirkomulag gjald ­ miðl amála er svo kapítuli út af fyrir sig og stórpólitískt mál. 7. Hvaða styrkleika sérð þú í íslensku viðskiptalífi um þessar mundir? Að mínu mati felast helstu styrkleikar okkar í orku, sjávar ­ útvegi og ferða þjón ustu. Því miður eiga þessar atvinnu ­ grein ar það sameig in legt að þurfa að lifa með mikilli óvissu; orka og sjávarútvegur vegna pólitískrar óvissu en ferða þjón ­ usta vegna óvissu sem fylgt hefur náttúruhamförum. Þessar greinar hafa sýnt mjög mikla aðlögunarhæfni og styrk á síðustu árum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Mér finnst fólk almennt jákvætt í garð atvinnulífsins og hafa skiln- ing á að það hefur þurft takast á við gríðarlegar áskoranir.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.