Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 82

Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 82
82 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Ísland: tækifæri glatast vegna haftanna 1. Hver verða forgangs verk ­ efni fyrirtækis þíns næstu mánuði? Fyrst og fremst að bregðast við samdrætti í tekjum í ljósi þess að hrávörumarkaðir hafa verið að falla og við teljum okkur ekki búin að sjá fyrir endann á því. Önnur forgangsverkefni snúa að því að ræsa nýjan búnað í spennistöð Fjarðaáls en eins og kunnugt er sprakk hluti af henni í loft upp á aðventunni í fyrra. Í kjölfarið munum við fara að auka straum og þar með framleiðslu bæði í kerskálum og steypuskála fyrirtækisins. Einnig erum við að innleiða nýjan kjarasamning þar sem Stór ­ iðjuskóla Fjarðaáls er ýtt úr vör. 2. Hvernig metur þú endur­ reisn atvinnulífsins eftir hrun? Hún gengur allt of hægt, sérstak­ lega þar sem sjávarútvegi hefur verið haldið í helgreipum óvissu og öll verkefni tengd orku frek ­ um iðnaði hafa verið á ís. Þetta eru grunnatvinnuvegir þjóð ­ arinnar og það þarf að hlúa að þeim á tímum sem þessum svo við fáum aukna fjárfestingu inn í atvinnulífið. Síðan hafa stjórnvöld sett einhvers konar met í skattlagningu þannig að fyrirtæki í öðrum greinum halda einnig að sér höndum. 3. Hversu mikið vantar upp á að skuldavandi fyrirtækja sé leystur? Ég held að úrræðin séu fyrir hendi. Munurinn á því hversu langt bankarnir eru komnir á veg með að leysa þessi mál er svo mikill að ég held að vanda ­ málið sé fyrst og fremst stjórn ­ unarlegs eðlis. 4. Hvaða árangur ert þú ánægðastur með hjá fyrir­ tæki þínu á þessu ári? Þrjú atriði standa upp úr: Við ­ brögð við eldsvoðanum sem varð í lok síðasta árs og hvernig starfsmenn lögðust allir á eitt við að finna leiðir til að bregðast við þeim tekjumissi sem fyrir ­ tækið varð fyrir; aukning í fram leiðslu á verðmætari vöru, vír og melmi; og góð samvinna og niðurstaða við gerð á nýjum kjara samningi. 5. Finnst þér gæta tortryggni í garð atvinnulífs og stórfyrir ­ tækja eftir hrunið? Fyrst eftir hrunið, já, enda gengu margir á lagið og úthúð ­ uðu atvinnulífinu við hvert tækifæri. Þetta hefur breyst mikið. Í dag finn ég miklu frekar fyrir almennum skilningi á mikilvægi þess að fyrir tækj ­ unum gangi vel, geti ráðið til sín starfsfólk og vaxið. Öðruvísi náum við ekki tökum á skuld um þjóðarskútunnar og heimilanna. 6. Hversu skaðleg eru gjald ­ eyrishöftin að þínu mati? Það er margt skaðlegt við gjald ­ eyrishöft. Í fyrsta lagi er gengi krónunnar trúlega rangt skráð þannig að samkeppnis hæfni atvinnulífsins er sennilega verri en þyrfti að vera. Svo geta stjórn völd leyft sér að einangrast frá aðhaldi markaðarins og fram fylgja slakri efnahagsstefnu lengur en æskilegt er. Höftin fæla líka frá fjárfestingu bæði innlendra og erlendra aðila sem vita ekki hvaða aðgerða stjórnvöld eiga eftir að grípa til, þannig að erfitt er að meta arð ­ semi þess að fjárfesta í íslensku atvinnulífi í dag. Þessara áhrifa gætir nú hér í auknum mæli og þau skýra eflaust að hluta hversu hægt geng ur að snúa samdrætti í hagvöxt. Það er hins vegar erfitt að henda nákvæmlega reiður á skaðsemi þeirra í krónum og aurum, sérstaklega vegna þess að í því felst mat á virði einhvers sem ekki er orðið að veruleika. Tækifæra sem ekki voru nýtt en hefði verið hægt að nýta í um hverfi án hafta. Mínar mestu áhyggjur af höftunum tengjast þessu, þ.e. þeim vaxtarsprotum sem nú ættu að vera að koma upp úr jörðinni og skapa Ís lend ­ ingum verðmæti eftir fimm eða tíu ár. Þessir sprotar verða þeim mun færri og veikari sem höftin vara lengur. 7. Hvaða styrkleika sérð þú í íslensku viðskiptalífi um þessar mundir? Við eigum auðlindir til lands og sjávar. Svo eigum við nokkuð sterka innviði í ferðaþjónustu. Hlúum að þessum stoðum nú þegar við þurfum að auka tekjur þjóðarbúsins. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Ísland og formaður Viðskiptaráðs. „Endurreisnin gengur allt of hægt, sérstaklega þar sem sjávarútvegi hefur verið haldið í helgreipum óvissu og öll verkefni tengd orku- frekum iðnaði hafa verið á ís.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.