Frjáls verslun - 01.08.2011, Side 164
164 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011
F
rank Ú. Michelsen
er þriðji ættliðurinn
sem rekur og stjórnar
versluninni Michelsen
úrsmiðir en rúmlega
hundrað ár eru liðin frá því að
fyrsti Michelsenúrsmiðurinn,
J. Frank Michelsen, stofnaði
fyrirtæki með úr og skartgripi á
Sauðárkróki. „Hvað varðar starf
mitt í fyrirtækinu í dag er ég
svo heppinn að synir mínir taka
orðið mikinn þátt í rekstrinum
þannig að ég get einbeitt mér
meira að viðgerðum og þjón
ustu við viðskiptavini okkar,
sem skiptir miklu máli þar sem
vönduð vinnubrögð hafa alla
tíð verið aðaláhersla okkar og
metnaður.Viðhöfumhaftað
leiðarljósi að stunda fag
mennsku hvort sem er í verslun
inni eða úrsmíðavinnustofunni,
sem skil ar sér síðan í því góða
orðspori sem af okkur fer.
Hvað varðar úr sem við bjóð
um upp á í verslun okkar þá
höldum við alltaf vel utan um
flaggskipokkar,semerRolex.
Þótt Ísland sé lítið á heimsmæli
kvarða fáum við alltaf eftirsótt
ustuRolexúriníverslunokkar
og er skemmst að minnast
þess að í byrjun október var
heimsmarkaðssetning á nýjum
úrumfráRolex.Umeraðræða
fjörutíu ára gamalt módel,
Explorer II, sem hefur verið
svo til óbreytt en er nú komið
endurhannað og með nýjasta
úrverkinufráRolex.Þóttekki
hafiveriðframleiddmörgúrí
þessumflokkifengumviðfáein
til að setja fram í verslun okkar
sama dag og það var heims
frumsýnt. Hvað varðar önnur úr
þá erum við með mjög fjölbreytt
úrval og dekkum í raun allan
skalann;fráunglingaúrumyfir
í bestu úr sem sem aðeins eru
framleidd í fáeinum eintökum.“
Frank var í úrsmíðanámi í
Iðnskólanum á sínum tíma en
náði ekki að klára þar sem
hætt var kennslu í úrsmíði í
skólan um vegna fámennis í
námi. Úr Iðnskólanum lá því
leið hans til Sviss og er Frank
fyrsti Íslending urinn sem lýkur
úrsmíðanámi frá svissneskum
skóla. Þess má svo geta að
sonurhans,Róbert,lauknámi
við sama skóla með hæstu ein
k unn og er nú í meistaranámi í
Sviss auk þess sem hann er að
ná sér í kennsluréttindi í iðninni.
Hvað varðar áhugamál Franks
þá tengist eitt þeirra vinnunni
en Frank safnar gömlum úrum.
„Ég er búinn að sanka að mér
gömlum úrum í gegnum tíðina,
fyrst voru það vasaúrin, sem ég
er ennþá mjög spenntur fyrir, en
þegar ég fór að eignast gömul
armbandsúr bættust þau við í
safnið; armbandsúr sem mörg
hver voru í mjög slæmu standi
og ég hef gert það í gegnum
tíðina, þegar ég hef tíma til, að
gera þau í stand á ný.
Ég hafði mjög gaman af því
að fara að veiða hér áður fyrr
en það er svo mikið að gera
á sumrin að lítið hefur orðið úr
veiðinni síðustu árin. Nú stunda
ég ekki neitt þar sem hætta er
á að ég brjóti hendurnar svo
skíði og hestamennska eru
ekki inni í myndinni. Ég braut á
mér úlnliðinn eitt sinn og það
tók mig eitt og hálft ár að ná
færninni aftur í úrsmíðinni og tek
ég því enga áhættu hvað það
varðar. Áhugamál mitt í dag
fyrir utan úrin er því meira að
snúast um og sinna afastrákun
um, sem eru orðnir fjórir, og ég
og eiginkona mín, Inga, höfum
mjög gaman af að stússa í kring
um þá. Þá fer ég reglulega til
Sviss, bæði til að hitta son minn
ogheimsækjaRolexþarsem
ég fer í þjálfun á eins til tveggja
ára fresti.“
Frank Ú. Michelsen
– úrsmíðameistari og eigandi Michelsen úrsmiða
Ég er búinn að sanka að mér gömlum úrum í gegnum tíðina, fyrst voru það vasaúrin, sem ég er
ennþá mjög spenntur fyrir, en þegar ég fór að eignast gömul armbandsúr bættust þau við í safnið.
Nafn: Frank Ú. Michelsen
Fæðingarstaður: Reykjavík,
26. apríl 1956
Foreldrar: Franch Michelsen og
Guðný Jónsdóttir
Maki: Inga Magnúsdóttir
Börn: Frank, 33 ára, Róbert, 27 ára,
og Magnús, 20 ára
Menntun: Úrsmiður frá WOSTEP
skólanum í Sviss árið 1978
fólk