Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 164

Frjáls verslun - 01.08.2011, Page 164
164 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 F rank Ú. Michelsen er þriðji ættliðurinn sem rekur og stjórnar versluninni Michelsen úrsmiðir en rúmlega hundrað ár eru liðin frá því að fyrsti Michelsen­úrsmiðurinn, J. Frank Michelsen, stofnaði fyrirtæki með úr og skartgripi á Sauðárkróki. „Hvað varðar starf mitt í fyrirtækinu í dag er ég svo heppinn að synir mínir taka orðið mikinn þátt í rekstrinum þannig að ég get einbeitt mér meira að viðgerðum og þjón­ ustu við viðskiptavini okkar, sem skiptir miklu máli þar sem vönduð vinnubrögð hafa alla tíð verið aðaláhersla okkar og metn­aður.­Við­höfum­haft­að­ leiðarljósi að stunda fag­ mennsku hvort sem er í verslun­ inni eða úrsmíðavinnustofunni, sem skil ar sér síðan í því góða orðspori sem af okkur fer. Hvað varðar úr sem við bjóð­ um upp á í verslun okkar þá höldum við alltaf vel utan um flaggskip­okkar,­sem­er­Rolex.­ Þótt Ísland sé lítið á heimsmæli­ kvarða fáum við alltaf eftirsótt­ ustu­Rolex­úrin­í­verslun­okkar­ og er skemmst að minnast þess að í byrjun október var heimsmarkaðssetning á nýjum úrum­frá­Rolex.­Um­er­að­ræða­ fjörutíu ára gamalt módel, Explorer II, sem hefur verið svo til óbreytt en er nú komið endurhannað og með nýjasta úrverkinu­frá­Rolex.­Þótt­ekki­ hafi­verið­framleidd­mörg­úr­í­ þessum­flokki­fengum­við­fáein­ til að setja fram í verslun okkar sama dag og það var heims­ frumsýnt. Hvað varðar önnur úr þá erum við með mjög fjölbreytt úrval og dekkum í raun allan skalann;­frá­unglingaúrum­yfir­ í bestu úr sem sem aðeins eru framleidd í fáeinum eintökum.“ Frank var í úrsmíðanámi í Iðnskólanum á sínum tíma en náði ekki að klára þar sem hætt var kennslu í úrsmíði í skólan um vegna fámennis í námi. Úr Iðnskólanum lá því leið hans til Sviss og er Frank fyrsti Íslending urinn sem lýkur úrsmíðanámi frá svissneskum skóla. Þess má svo geta að sonur­hans,­Róbert,­lauk­námi­ við sama skóla með hæstu ein­ k unn og er nú í meistaranámi í Sviss auk þess sem hann er að ná sér í kennsluréttindi í iðninni. Hvað varðar áhugamál Franks þá tengist eitt þeirra vinnunni en Frank safnar gömlum úrum. „Ég er búinn að sanka að mér gömlum úrum í gegnum tíðina, fyrst voru það vasaúrin, sem ég er ennþá mjög spenntur fyrir, en þegar ég fór að eignast gömul armbandsúr bættust þau við í safnið; armbandsúr sem mörg hver voru í mjög slæmu standi og ég hef gert það í gegnum tíðina, þegar ég hef tíma til, að gera þau í stand á ný. Ég hafði mjög gaman af því að fara að veiða hér áður fyrr en það er svo mikið að gera á sumrin að lítið hefur orðið úr veiðinni síðustu árin. Nú stunda ég ekki neitt þar sem hætta er á að ég brjóti hendurnar svo skíði og hestamennska eru ekki inni í myndinni. Ég braut á mér úlnliðinn eitt sinn og það tók mig eitt og hálft ár að ná færninni aftur í úrsmíðinni og tek ég því enga áhættu hvað það varðar. Áhugamál mitt í dag fyrir utan úrin er því meira að snúast um og sinna afastrákun­ um, sem eru orðnir fjórir, og ég og eiginkona mín, Inga, höfum mjög gaman af að stússa í kring ­ um þá. Þá fer ég reglulega til Sviss, bæði til að hitta son minn og­heimsækja­Rolex­þar­sem­ ég fer í þjálfun á eins til tveggja ára fresti.“ Frank Ú. Michelsen – úrsmíðameistari og eigandi Michelsen úrsmiða Ég er búinn að sanka að mér gömlum úrum í gegnum tíðina, fyrst voru það vasaúrin, sem ég er ennþá mjög spenntur fyrir, en þegar ég fór að eignast gömul armbandsúr bættust þau við í safnið. Nafn: Frank Ú. Michelsen Fæðingarstaður: Reykjavík, 26. apríl 1956 Foreldrar: Franch Michelsen og Guðný Jónsdóttir Maki: Inga Magnúsdóttir Börn: Frank, 33 ára, Róbert, 27 ára, og Magnús, 20 ára Menntun: Úrsmiður frá WOSTEP­ skólanum í Sviss árið 1978 fólk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.