Frjáls verslun - 01.08.2011, Síða 165
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 165
É
g hef starfað sem
framkvæmdastjóri
Fríhafnarinnar í rúmt
ár. Það sem m.a.
er skemmtilegt við
vinnuna er að Fríhöfnina þekkja
langflestir Íslendingar, og svo
til allir hafa skoðanir á starfsemi
hennar. Starf mitt er fyrst og
fremst fólgið í að reka fyrirtækið
á sem hagkvæmastan hátt,
og leitast ég við að gera það
með mínu góða fólki. Mér finnst
sérstaklega skemmtilegt að
vera með samstarfsfólki mínu
í að þjónusta viðskiptavinina
– vera á gólfinu, eins og sagt
er. Ég reyni að gera það sem
oftast, enda nauðsynlegt fyrir
sérhvern stjórnanda að vera
með puttann á púlsinum.
Ákveðið var að fara í miklar
breytingar á nokkrum verslun um
okkar og höfum við m.a. notað
íslenskar ljósmyndir til að ná
fram ákveðinni upplif un, ekki síst
fyrir erlenda við skiptavini. Mark
mið okkar með breytingun um er
að þegar viðskiptavinir koma inn
í versl unina upplifi þeir eitthvað
sér stakt og öðruvísi en þeir eru
vanir. Þessu teljum við okkur ná,
m.a í gegnum útlit verslananna,
með góðu vöruframboði og
með persónulegri þjónustu.
Eins erum við nýbúin að breyta
heimasíðunni okkar á þann
hátt að viðskiptavinir geta nú
pantað vöruna, látið taka hana
til og pokinn bíður annaðhvort
við brottför eða við komu til
landsins.“
Ásta Dís er fædd og uppalin
í Reykjavík. Hún er í sambúð
með Jakobi Bjarnasyni, for
stöðu manni eignasviðs gamla
Landsbankans, og á tvær
dætur. „Ég lauk BAprófi í
félags fræði og meistaranámi í
stjórnun og stefnumótun í Há
skóla Íslands. Um tíma kenndi
ég við Háskóla Íslands og eitt
árið fékk ég þá flugu í höfuðið
að það gæti verið gagnlegt að
taka doktorspróf í alþjóðleg
um viðskiptum. Ég flutti því til
Kaupmannahafnar þar sem ég
og fjölskylda mín bjuggum í
nokkur ár.
Eftir að við fluttum til Íslands
varð Mosfellsbær fyrir valinu,
m.a. vegna þess að Ágúst
Einarsson, rektor á Bifröst, fékk
mig til að koma og kenna þar.
Síðar gerðist ég forseti viðskipta
deildar á Bifröst. Mosfellsbær
er einhvern veginn í útjaðri
Reykjavíkur, og ég vildi ekki fara
lengra. Því má segja að ég hafi
alltaf eytt talsverðum tíma á ferð
inni og geri enn, nú keyrandi á
milli Reykjavíkur og Keflavíkur.
Ég tók nýlega sæti í stjórn
Byggð astofnunar, sem er á
Sauð árkróki eins og flestir vita,
og því er gott að hafa góðan
síma, handfrjálsan búnað og
útvarps tæki sem virkar.
Mitt helsta áhugamál undanfar
in ár, að fjölskyldunni frátalinni
auðvitað, hefur verið laxveiði.
Jakob smitaði mig af þeirri dellu
og hef ég notað hvert tækifæri
sem gefst til þess að komast
í góða á. Í sumar náði ég 32
löxum í Blöndu, YtriRangá,
Vatnsdalsá og Haffjarðará. Að
fara í Haffjarðará hefur verið
toppurinn. Auðvitað er áin sjálf
stórkostleg, en fyrst og fremst
eru það veiðifélagarnir. Ég hef
farið þangað undanfarin ár með
sama hópnum og alltaf haft
jafnmikla ánægju af.
Ég setti mér það markmið
fyrir rúmu ári að gera eitthvað
nýtt í hverjum einasta mánuði,
eitt hvað spennandi sem ég hef
aldrei prófað áður. Þetta hef ég
reynt að standa við. Í síðasta
mánuði var það til dæmis að
fljúga sjálf flugvél, og í þess
um mánuði að syngja inn á
geisladisk, svo eitthvað sé
nefnt. Sumir segja – og líklega
með réttu – að ég sé frekar
ólagviss, en er ekki sagt að svo
verði hver að fljúga sem hann
er fjaðraður? Ég söng því af
innlifun.“
Ásta Dís Óladóttir
– framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar
Ég setti mér það markmið fyrir rúmu ári að gera eitthvað nýtt í hverjum einasta mánuði, eitt
hvað spennandi sem ég hef aldrei prófað áður. Þetta hef ég reynt að standa við.
Nafn: Ásta Dís Óladóttir
Fæðingarstaður: Reykjavík,
4. desember 1972
Foreldrar: Þuríður A. Steingrímsdóttir
og Óli H. Þórðarson
Maki: Jakob Bjarnason
Börn: Jóhanna Helga, 15 ára,
og Þuríður Anna, 6 ára
Menntun: MSc í stjórnun og
stefnumótun og doktor í alþjóðlegum
viðskiptum