Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
21. febrúar
Stork vill kaupa
Marel, Marel vill
kaupa Stork
Enn um Marel-Sork málið.
Fréttablaðið sagði frá því
þennan dag að óformlegar
viðræður Marels og Stork í
Hollandi hefðu haldið áfram
og að Árni Oddur Þórðarson,
stjórnarformaður Marels, hefði
greint frá á fundi fyrir fjárfesta
að Stork hefði ítrekað áhuga
sinn á að kaupa Marel. Sem
kunnugt er á stjórn Stork í afar
athyglisverðri deilu við stærstu
hluthafa félagsins um stefnu
þess.
En það er ekki bara Stork
sem hefur áhuga á að kaupa
Marel. Margoft hefur komið
fram að Marel hefur áhuga á
að kaupa Stork Food Systems
sem er matvælavinnslu-vélahluti
samstæðunnar.
„Munurinn á er sá að þeir
eru ekki tilbúnir að borga fyrir
Marel á meðan við erum tilbúnir
að borga fyrir Stork,“ sagði Árni
Oddur við Fréttablaðið.
Pálmi Haraldsson, eigandi Fons.
26. febrúar
Fons kaupir
Securitas
Það er gaman að fylgjast með
því að þegar félög, sem vinna
náið saman í fjárfestingum eins
og Baugur, Fons, FL Group, 365,
Dagsbrún og áfram mætti telja,
eiga viðskipti innbyrðis. Innan
viðskiptalífsins eru svona fréttir
yfirleitt kallaðar: Baugur selur
Baugi.
Frétt af þessum toga var
þegar Fréttablaðið sagði frá því
að óstofnað félag í eigu Fons
hefði keypt öryggisfyrirtækið
Securitas af Teymi á 3,8 millj-
arða króna. Jafnframt var sagt
að áætlaður söluhagnaður
Teymis væri 500 milljónir króna.
Allaf fróðlegt þegar „óstofnuð
félög“ snara út 3,8 milljörðum.
Alan Greenspan, goðsögn
vestanhafs.
26. febrúar
Greenspan:
Stutt í sam-
dráttarskeið
Erlendar fréttastofur sögðu
frá því þennan dag að Alan
Greenspan, fyrrverandi for-
maður bankaráðs bandaríska
Seðlabankans, hefði í ræðu á
ráðstefnu í Hong Kong varað við
því að stutt gæti verið í næsta
samdráttarskeið. Haft var eftir
honum að það myndi væntan-
lega hægja á í bandarísku
efnahagslífi fyrir árslok. En
23. febrúar
FL GROUP
STÆRSTIR Í
AMERICAN AIRLINES
DAGBÓK I N
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
Á þekkingardegi Félags viðskiptafræðinga og
hagfræðinga, FVH, var Árni Vilhjálmsson, fyrrver-
andi prófessor við Háskóla Íslands, heiðraður
sérstaklega fyrir framlag sitt til viðskiptalífsins og
viðskiptakennslu á Íslandi í nær hálfa öld – og
var hann gerður að heiðursfélaga í félaginu. Andri
Már Ingólfsson var útnefndur viðskiptafræðingur
ársins og Actavis hlaut Íslensku þekkingarverð-
launin. Sjá nánar á bls. 130.
Það er áhugavert að fylgjast
með framgangi FL Group í
American Airlines, stærsta
flugfélagi heims. FL Group hóf
að kaupa í AMR Corporation,
móðurfélagi American Airlines,
sl. haust og tilkynnti síðan
strax eftir jólin að það hefði
eignast 5,63% hlut í félaginu.
Eftir það hefur FL Group bætt
við sig og tilkynnti þennan dag
að hlutur þess í félaginu væri
orðinn 8,63%. Þar með er FL
FL Group er stærsti hluthafinn
í stærsta flugfélagi heims.
Group stærsti hluthafinn í
stærsta flugfélagi heims.
Haft var eftir Hannesi
Smáraysi í Morgunblaðinu
að FL Group ætti von á sam-
þjöppun á bandaríska flug-
markaðnum.
23. febrúar
ÁRNI VILHJÁMSSON HEIÐRAÐUR
Árni Vilhjálmsson, heiðursfélagi FVH.