Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 108
108 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Perla Investment var í upphafi fasteignasala en hefur þróast í öflugt
fasteignaþróunarfélag og rekur nú fjórar skrifstofur. Móðurfélagið er á
Grensásvegi 13 í Reykjavík. Þar er megináhersla lögð á fasteignaþróun
og fasteignaráðgjöf. Á Spáni eru þrjár skrifstofur: Fasteignasala, þjón-
ustuskrifstofa við fasteignaeigendur og ráðgjafaskrifstofa. Kjarna-
starfsemin síðustu 10 ár er fasteignasalan á Spáni og þjónustan við
fasteignaeigendur en umfang fasteignaþróunarinnar hefur vaxið mjög
hratt og félagið vinnur að uppbyggingu frístundabyggða á Spáni, í
Brasilíu og Þýskalandi og að verkefnum í fleiri löndum.
Stofnendur Perla Investments eru Orri Ingvason, stjórnarformaður
Perlu, og kona hans, Auður Hansen, löggiltur fasteignasali. „Perla
Investments kaupir lönd víða um heim, breytir þeim í frístundabyggð
sem tekur mið af óskum viðskiptavinanna. Lykillinn að árangri er að
þekkja þarfir og óskir þeirra um frístundabyggð. Í Brasilíu er Perla
Investment með 3000 fasteigna verkefni, með hótelum, verslunar-
kjarna, golfvelli og íbúðarhúsum af öllum stærðum. Með breyttum
stjórnarháttum er Brasilía að opnast sem ferðamannastaður. Náttúru-
fegurð er þar ótrúleg, hagstætt verðlag, vinalegt heimafólk og frábært
veðurfar. Perla hefur þjónað fólki frá nær öllum Evrópulöndum og
er verkefnið aðallega sniðið að óskum Mið-Evrópubúa sem sýna því
áhuga, enda er staðsetning góð og fjárfestingin ekki síðri,“ segir Orri.
Selja húseignir víða um Spán Á Spáni selur Perla fasteignir,
aðallega á suðausturströnd Spánar þar sem veðráttan er einstök.
Perla takmarkar ekki fasteignasöluna við ákveðinn stað heldur finnur
áhugaverðar fasteignir hvar sem er á Spáni, allt frá bústöðum í hellum
til húseigna við Miðjarðarhafsströndina sem og innar í landinu, í
borgum og bæjum mitt á meðal Spánverja sjálfra. Auður og Orri segja
það fara vaxandi að fólk vilji búa í spænskumælandi umhverfi en þó
ekki langt frá „Íslendingabæjum“.
Fasteignasala verður fasteignaþróunarfélag
Ánægðir viðskiptavinir
eru bestu sölumennirnir!
Hvern dreymir ekki um að geta látið fara vel um sig í hengirúmi á suðrænni strönd.
Golfvellir eru vinsælir á Spáni og þar má leika golf milli pálmatrjáa sem og annars staðar. Milli þess sem menn bregða sér í golf geta þeir
fengið sér sundsprett í fallegri laug.