Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 147

Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 147
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 147 LÖGREGLA OG BLAÐAMENN Í LEIT AÐ RAÐMORÐINGJA frægan hjá Propaganda Film þegar Sigurjón Sig- hvatsson var þar við völd. Fyrsta kvikmynd hans var þriðja Alien myndin, sem þá var dýrasta kvikmynd sem gerð hafði verið þar sem leikstjóri stýrði sinni fyrstu mynd. Fincher átti ekki góða daga við gerð Alien 3 að eigin sögn. Næsta mynd hans, Seven (1995), sló eftirminni- lega í gegn. Hún skildi engan eftir ósnortinn, enda einstaklega grimm lýsing á leit tveggja lögreglu- manna að raðmorðingja sem byggir morð sína á dauðasyndunum sjö. The Game (1997) fylgdi í kjölfarið. Í henni fær viðskiptajöfur afmælisgjöf frá bróður sínum sem hann seint gleymir. Ekki fékk The Game sömu frábæru viðtökurnar og Seven. Það gerði heldur ekki næsta kvikmynd hans, Fight Club (1999), sem fjallar um tvo menn og ástríðu þeirra á hnefaleikakeppni með berum höndum. Viðtökur gagnrýnenda áttu þó eftir að breytast og sumir þeirra sem í fyrstu fundu allt að myndinni völdu hana sem eina af bestu myndum ársins. Næst kom frá Fincher hin ágæta sakamálamynd Panic Room (2002) og síðan líða fimm ár þar til Zodiac er frumsýnd. Miðað við afköst Fincher er stutt í næstu mynd hans, The Curious Case of Benjamin Button, sem gerð er eftir smásögu F. Scott Fitsgerald. Í henni leika aðal- hlutverkin Brad Pitt og Cate Blanchett og er það í þriðja sinn sem Brad Pitt leikur undir stjórn Fincher, en tvö af bestu hlutverkum, sem Pitt hefur tekist á við, eru í Seven og Fight Club. Zodiac var frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun mars og fékk yfirleitt góðar viðtökur hjá gagnrýn- endum. Hér á landi verður Zodiac frumsýnd 20. apríl. BÍÓMOLAR Pompeii Undirbúningur er hafinn að gerð dýrustu kvikmyndar sem tekin hefur verið í Evrópu. Um er að ræða kvikmyndagerð eftir skáldsögunni Pompeii eftir Robert Harris, en sagan hefur verið á metsölulistum um heim allan og hlotið góða dóma. Áætlaður kostnaður er 100 milljónir sterlingspunda eða um 1,4 milljarðar íslenskra króna. Í sög- unni segir frá endalokum Pompeii þegar Vesúvíus gaus árið 79. Aðalpersónan er Marcus Attilus Primus, sem er nokkurskonar vatnsveituverkfræðingur í Pompeii. Roman Polanski mun leikstýra myndinni og hefur fengið Robert Harris til að skrifa handritið. Harris segir að frá því bókin kom út fyrir þremur árum hafi Hollywood verið að keppast við að kaupa kvikmyndaréttinn, en það var ekki fyrr en hann hitti Polanski í París og heyrði hugmyndir hans að hann fékk áhuga á að láta kvikmynda söguna. Hvað varðar leikara til að leika Primus þá er allt óráðið í þeim efnum en Harris segir að Polanski hafi mikinn hug á að fá Russell Crove í hlutverkið. Roman Polanski við tökur á óskars- verðlaunamyndinni The Pianist. Sólskin Fyrir nokkrum árum leikstýrði Danny Boyle (Trainspotting, The Beach) framtíðarmyndinni 28 Days Later sem fékk mjög góða dóma. Í Sunshine er Boyle aftur í framtíð- inni. Gerist myndin eftir fimmtíu ár, sólin er að brenna upp og mann- kynið að eyðast. Síðasta vonin er geimskip með átta manna áhöfn og tæki sem getur hugsanlega blásið nýju lífi í sólina. Fer geim- skipið í kjölfar geimfars sem hvarf sjö árum fyrr. Á miðri leið taka óhöpp og mistök að gerast og brátt er áhöfnin farin að berjast fyrir lífi sínu og um leið að reyna að halda sönsum. Í aðalhlutverkum eru Chris Evans, Cillian Murphy, Rose Byrne og Michelle Yeoh. Þess má svo geta að væntanleg er í bíó framhald myndarinnar 28 Days Later, sem heitir 28 Weeks Later. Danny Boyle er einn framleiðenda en leikstjórn er í höndum spænska leikstjórans Juan Carlos Fresnadillo. Dularfullir atburðir gerast um borð í geimfari, sem er á leið til Sólarinnar. Hvað gerðist? Í byrjun mánaðarins hófust tökur á What Just Happened? með Robert De Niro í aðalhlutverki. Handritið skrifar Art Linson, sem er þekktur kvikmyndaframleiðandi. Byggir hann handritið á eigin reynslu sem framleiðandi í Hollywood og dvelur sérstaklega við tvær vikur þegar hann var að reyna að koma kvikmynd í framleiðslu. Leikstjóri er Barry Levinson. Mótleikarar De Niro eru Stanley Tucci og John Turturro. Einnig koma fram í myndinni Bruce Willis og Sean Penn sem leika sjálfa sig. Næsta kvikmynd þar sem við munum sjá Robert De Niro er Stardust. Sú mynd er stjörnum hlaðin og meðal leikara eru Claire Danes, Michelle Pfeiffer, Sienna Miller, Ricky Gervais, Peter O´Toole, Rupert Everett og Ian McKellan. Eitt af bréfunum sem Zodiac sendi til San Francisco Chronicle.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.