Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 87
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 87
Nýtt vöru- og firmamerki Móður náttúru, sem
Gréta Guðmundsdóttir hjá Fabrikunni hannaði,
þótti hið besta sem fram kom á síðasta ári.
Hún fékk lúður Ímark í flokki vörumerkja. „Við
erum í sjöunda himni. Nú í ársbyrjun hófum
við að selja framleiðslu okkar í umbúðum með
nýja merkinu og salan hefur aukist marktækt.
Vörumerki eiga samkvæmt fræðunum að
endurspegla fyrirtækið og ímynd þess og það
hefur svo sannarlega tekist,“ segir Guðmunda
Kristjánsdóttir markaðsstjóri.
Hjónin Valentína Björnsdóttir og Karl
Eiríksson settu Móður náttúru á laggirnar fyrir
rúmum þremur árum. Hjá fyrirtækinu eru
framleiddir tilbúnir grænmetisréttir af ýmsum
toga og lögð áhersla á að vinna úr íslenskum
og lífrænum afurðum, séu þær fáanlegar.
Rekstrinum hefur aukist ásmegin með hverju
misserinu sem líður, enda er fólk sífellt áhuga-
samara um grænmetisrétti.
„Með vörumerkinu nýja, gulrótinni, náum
við hjá Móður náttúru fram þeim skilaboðum
sem við leggjum áherslu á,“ segir Guðmunda.
„Merkið endurspeglar
mjög sterkt innri
byggingu fyrirtækisins,
það er lífsgleði, kær-
leika og ástríðu fyrir
matargerð. Gamall
málsháttur segir að
betra sé að ganga á
undan með gulrótina
en á eftir með svip-
una. Og það er ein-
mitt okkar markmið:
við förum á undan
með góðu fordæmi.
Ásamt persónulegu
sambandi við við-
skiptavini leggjum við
metnað okkar sjálfra í framleiðsluna og fylgjum
heimatilbúnum uppskriftum. Stemmning og
góður andi í fyrirtækinu á að skila sér alla leið
á disk neytenda.“
Gulrót er gleði
VÖRU- OG FIRMAMERKI
Heiti auglýsingar: Móðir náttúra.
Auglýsandi: Móðir náttúra
Framleiðandi: Fabrikan.
Þjóðardrykkur í ull
Bjarni Brandsson.
Guðmunda Kristjánsdóttir.
Nýtt merki Móður
náttúru stendur fyrir
lífsgleði og kærleika,
segir markaðsstjóri
fyrirtækisins.
sem er selt í 10-11 versluninni í suðurbyggingu Leifsstöðvar. Við
fengum landslið handprjónakvenna í okkar lið og þær prjónuðu
hvorki meira né minna en 1.500 flöskupeysur, bæði svartar
og hvítar. Þær eru svo í startholunum að prjóna annan eins
skammt og ekki veitir af, því að salan hefur verið ágæt,“ segir
Bjarni. Hann starfar við markaðsdeild Ölgerðarinnar og hefur
umsjón með áfengisframleiðslu fyrirtækisins sem öll fer fram í
Borgarnesi.
Ekki er langt síðan hönnuðir Fítons unnu til verðlauna fyrir
ullarbrennivínið í samkeppni sem Félag íslenskra teiknara efndi
til – og nú hafa verðlaun ÍMARK bæst við. Rósum í hnappagati
hinna hugmyndríku hönnuða fjölgar því jafnt og þétt. „Við hjá
Ölgerðinni höfum stundum sagt að brennivínið sé þjóðardryk-
kur Íslendinga. Fyrsta bokkan kom af færibandinu í febrúar
1935. Framleiðslan er því orðin eldri en flestir núlifandi drykkju-
menn,“ segir Bjarni Brandsson.