Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 59
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 59
í öryggisráðinu. Kosið verður í október 2008 og greiða atkvæði full-
trúar 192 ríkja sem sitja á allsherjarþingi SÞ. Það þarf tvo-þriðju
atkvæða og reglurnar eru þannig að kjósa þarf aftur þótt aðeins tvö
ríki séu í framboði fái þau ekki tvo-þriðju atkvæða. Sl. haust varð
t.d. frægt þegar kosið var yfir fjörutíu sinnum milli Venesúela og
Gvatemala og loks var samið um að Panama færi fram og fékk þá
nauðsynlegan ⅔ hluta atkvæða.
Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu, þar af fimm fastaríki:
Bandaríkin, Bretland, Rússland, Kína og Frakkland, sem eru með
neitunarvald. Um hin tíu sætin er kosið – og til tveggja ára í senn.
Íslendingar hafa aldrei setið í öryggisráðinu og þetta yrði því í
fyrsta sinn í 62 ára sögu okkar Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum.
Það yrði söguleg stund.
- En hvernig bar þetta framboð Íslendinga til öryggisráðsins
að og hvenær var tekin ákvörðun um það?
„Það var ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem tók þessa ákvörðun árið
1998 – eða fyrir bráðum níu árum – og það var Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra sem mælti fyrir framboðinu innan stjórnarinnar.
Endanleg ákvörðun var tekin á utanríkisráðherrafundi Norðurlanda
í New York í september 1998. Það var svo tilkynnt inn í Vest-
urlandahópinn í apríl 2000 og þar með vissu allir ríkjahópar hjá
SÞ af framboðinu. Það var hins vegar tilkynnt formlega á allsherjar-
þinginu haustið 2003 í ræðu utanríkisráðherra. Íslensku utanríkis-
ráðherrarnir hafa allir síðan fjallað um framboðið í ræðum sínum á
allsherjarþingum.
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra
Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir
að Íslendingar eigi fullt erindi í öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna. Hann leggur
áherslu á að framboð Íslendinga sé
stutt af öllum Norðurlandaþjóðunum;
að það megi að mörgu leyti líta á það
sem norrænt framboð. Þessi norræni
vinkill geri íslenska framboðið til setu í
öryggisráðinu allt annars eðlis en sum
önnur íslensk framboð innan SÞ og sér-
stofnana þess. Keppinautarnir eru Tyrkir
og Austurríkismenn. „Við verðum tilbúin
– þegar þar að kemur,“ segir Hjálmar.
VIÐ VERÐUM TILBÚIN!
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum, er fullur bjartsýni á að Íslendingar nái sæti
í öryggisráði SÞ. Við tókum hann tali í New York á dögunum og
röltum um byggingu Sameinuðu þjóðanna í fylgd hans. Þess má geta
að skrifstofur fastanefndar Íslands hjá SÞ eru ekki í þessari glæsilegu
byggingu heldur skammt frá.
Að sögn Hjálmars er aukinn þungi kominn í framboðsstarfið, en í
þessum kosningum keppa Íslendingar við Tyrki og Austurríkismenn
innan Vesturlandahópsins um tvö laus sæti kjörtímabilið 2009-2010
MYND: ELÍSABET DAVÍÐSDÓTTIR