Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 154
154 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
FÓLK
Dögg Hjaltalín sér um fjárfestatengsl hjá Eim-skip og hefur mikið
verið á döfinni hjá fyrirtækinu á
þeim tíma sem hún hefur starfað
þar.
„Ég þrífst vel í þessu umhverfi
breytinga og hraða því mér finnst
starfið verða að vera gefandi og
ögrandi. Eimskip hét áður Avion
Group og var skráð í janúar í fyrra
í Kauphöllina undir því nafni en
nú er verið að sameina Eimskip,
dótturfélagið, og Hf. Eimskipa-
félag Íslands, móðurfélagið. Starf
mitt er mjög fjölbreytt og kem ég
að kynningar- og markaðsmálum
félagsins ásamt því að sjá um
tengsl við fjárfesta. Engir tveir
dagar eru eins, og það er alltaf
nóg um að vera. Eimskip hefur
vaxið mikið á undanförnum
árum og það er gaman að taka
þátt í þessum öra vexti félagsins.
Við erum með 183 starfsstöðvar í
um 30 löndum og þar starfa hátt
í tíu þúsund manns. Þegar ég
hóf störf hjá fyrirtækinu haustið
2005 voru starfsstöðvar um 50
og starfsfólkið um 4000 þannig
að starfsemi fyrirtækisins hefur
vaxið ört á skömmum tíma. Á
sama tíma hefur framtíðarsýn
félagsins orðið skýrari og vöxtur
þess markvissari og mun arð-
samari.
Við hjá Eimskip erum ný-
komin úr óvissuferð sem var mjög
skemmtileg. Þetta er í þriðja sinn
sem fyrirtækið býður starfsfólki
sínu í slíka ferð en þá er haldið
út í óvissuna heila helgi og hafa
áfangastaðirnir verið bæði í Evr-
ópu og Kanada en þetta var þriðja
sinn sem slík ferð er farin. Hátt í
550 manns komast með í hverja
ferð og þær hafa mælst mjög vel
fyrir hjá starfsmönnum Eimskips
og Atlanta, enda kjörinn vett-
vangur til að kynnast samstarfs-
fólki sínu og lyfta sér upp með
vinnufélögunum.“
Að loknu námi í viðskipta-
fræði hóf Dögg nám í hagnýtri
fjölmiðlun í Háskóla Íslands.
Hún fékk vinnu hjá Viðskipta-
blaðinu strax að loknu námi og
síðan á Markaðinum en staldraði
þar stutt því að henni bauðst
vinna við fjárfestatengsl hjá
Avion Group (nú Eimskip) og
það var tækifæri sem hún gat
ekki hafnað.
Spurð um áhugamál segir
Dögg að það sé hálf klisjukennt
að nefna ferðalög sem áhugamál:
„Staðreyndin er samt sú að ég
hef mjög gaman af að ferðast.
Nýlega fór ég í vikuferð til New
York með fjölskyldunni en mér
finnst mjög mikilvægt að fara til
New York á hverju ári því borgin
er svo skemmtileg og býður upp
á svo mikla möguleika. Ég stefni
að frekara námi í framtíðinni
og ég geri fastlega ráð fyrir að
New York verði fyrir valinu. Þá
er ég á leiðinni í tveggja vikna
ferð til Tælands í byrjun apríl
þar sem ég ætla að skoða nokkra
af fallegustu stöðum Tælands.
Ég er að fara í skipulagða ferð
þar sem meðal annars er boðið
upp á hjólreiðaferð um Chiang
Mai, ferð á fílsbaki og matreiðslu-
námskeið svo fátt eitt sé nefnt.
Síðustu daga ferðarinnar ætla
ég svo að slappa af á strönd-
inni. Annars reyni að eyða eins
miklum tíma og ég get með
vinum mínum enda á ég frábæra
vini. Mér finnst einnig gaman
að lesa góðar bækur og hlusta
á tónlist þó að ekki gefist eins
mikill tími fyrir það og ég myndi
kjósa.“
Fjárfestatengsl hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands
DÖGG HJALTALÍN
Dögg Hjaltalín
er að fara í
skipulagða ferð
til Tælands þar
sem meðal ann-
ars er boðið upp
á hjólreiðaferð um
Chiang Mai, ferð
á fílsbaki og mat-
reiðslunámskeið.
Nafn: Dögg Hjaltalín.
Fæðingarstaður: Reykjavík,
22. febrúar 1977.
Foreldrar: Örn Hjaltalín og Dröfn
Hjaltalín.
Maki: Ólafur Breiðfjörð
Finnbogason.
Börn: Agnes Hjaltalín
Andradóttir, 8 ára.
Menntun: BS í viðskiptafræði
og diploma í hagnýtri fjölmiðlun.
GÓÐ HUGMYND
FRÁ ÍSLANDI
LIPURÐ
Fimm gangtegundir í bland við seiglu og
lipurð er góð hugmynd sem nær fótfestu hvar
sem er. Við hjá Icelandair leggjum þannig
áherslu á fjölbreytileika í starfsemi okkar,
hæfni til að geta brugðist vel við mismunandi
óskum við ólíkar aðstæður, á traust og
sveigjanleika. Saman náum við settu marki.MADRID
MINNEAPOLIS
– ST. PAUL
ORLANDO BOSTON
HALIFAX
GLASGOW
LONDON
STOKKHÓLMUR
HELSINKI
KAUPMANNAHÖFN
OSLÓ
BERLÍN
FRANKFURT
MÜNCHEN
MÍLANÓ
AMSTERDAM
BARCELONA
MANCHESTER
PARÍS
NEW YORK
BALTIMORE –
WASHINGTON
REYKJAVÍK
AKUREYRI BERGEN
GAUTABORG
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
68
41
0
3
/0
7
‘07 70ÁR Á FLUGI