Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 37
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 37
DAGBÓK I N
hundrað sæti frá í fyrra. Eignir
hans eru metnar á 235 millj-
arða króna.
Faðir hans, Björgólfur
Guðmundsson, lenti í 799 sæti
listans að þessu sinni og eru
eignir hans metnar á rúma 80
milljarða króna. Aðrir Íslendingar
komust ekki á listann.
Bill Gates og Warren Buffett
eru að venju í efstu sætum
listans – en 946 manns eru
á listanum. En hann nær til
manna, sem eiga einn milljarð
Bandaríkjadala eða meira. Þeim
fjölgaði um 153 á síðasta ári
og nema eignir þeirra, sem eru
á listanum, um 3,5 billjónum
dollara.
Aðeins fimm Bandaríkjamenn
eru á listanum yfir 20 ríkustu
menn heims, en þeir eiga sam-
tals 44% af eignum allra á lista
Forbes.
12. mars
VBS og FSP
í eina sæng
Það kom fáum á óvart í við-
skiptalífinu þegar gengið var
frá samruna VBS fjárfestinga-
banka og FSP, fjárfestingafélags
sparisjóðanna. Viðræður um
sameininguna hófust um miðjan
febrúar.
VBS fjárfestingabanki hefur
heldur meira vægi við samein-
inguna. Hluthafar þar eignast
52% hlutafjár í hinu sameinaða
félagi en hluthafar FSP 48%.
Sameiningin var í sjálfu sér ekki
erfið þar sem VBS fjárfestinga-
banki var að stærstum hluta
í eigu sparisjóða og tengdra
félaga, en hlutur þeirra var um
45%.
FSP er í eigu 20 sparisjóða
og Icebank. Sparisjóður vél-
stjóra er stærsti hluthafinn og
þar á eftir kemur Sparisjóðurinn
í Keflavík.
Jón Þórisson, framkvæmda-
stjóri VBS fjárfestingabanka, er
stærsti hluthafinn í bankanum á
eftir sparisjóðunum.
13. mars
Síminn kaupir
breskt farsíma-
fyrirtæki
Síminn hefur sett stefnuna
á útrás og er farinn að taka
ákveðin skref í þeim efnum.
Sagt var frá því að Síminn hefði
keypt öll hlutabréf í Aerofone,
sem væri þjónustufyrirtæki
á breskum farsímamarkaði.
Markmiðið með kaupunum
er að efla enn frekar þjón-
ustuna við viðskiptavini Símans
í Bretlandi og segir Síminn
að hann sé að fylgja eftir
útrás íslenskra fyrirtækja og
hafi komið á fót starfsemi í
Bretlandi; Síminn UK.
14. mars
Eftirlaunaþegar
vilja verslunarstörf
Vinnan göfgar manninn. Fram
kom í viðhorfskönnun sem gerð
var á meðal eldri borgara í lok
febrúar að um 66% þeirra sem
væru á eftirlaunaaldri, eða
væru að komast á þann aldur,
teldu að verslunarstörf hent-
uðu eftirlaunaþegum mjög vel
eða frekar vel. Um 15% voru
hlutlaus og 18% sögðu að versl-
unarstörf hentuðu frekar illa eða
mjög illa.
Af þeim eftirlaunaþegum
sem sögðust hafa áhuga á
atvinnuþátttöku sögðu flestir,
eða 67,5%, að lágmarkslaunin
þyrftu að vera á bilinu 100-200
þúsund kr. á mánuði.
Könnunin náði til 800 manna
hóps fólks á aldrinum 65-71 árs
og byggði á 400 manna tilvilj-
anaúrtaki úr þjóðskrá og sam-
bærilegu úrtaki úr félagaskrá
Landssambands eldri borgara.
Írina og Roman Abramovich.
15. mars
Dýrasti skilnaðurinn
Skilnaður rússneska auðjöf-
ursins Roman Abramovich og
Írinu konu hans mun líklega
slá öll met í greiðslum til frá-
skilinna eiginkvenna. Þau eiga
fimm börn saman á aldrinum
4 til 14 ára og hafa verið gift
í 16 ár. Samkvæmt nýju blaði
Forbes er Abramovich í 16. sæti
yfir auðugustu menn heims og
metur blaðið auð hans á 1.268
milljarða króna. Þess má geta
að eignir breska Bítilsins Paul
McCartneys eru um 107 millj-
arðar króna og það er sú upp-
hæð sem hann tekst á um við
Heather fyrrum konu sína.
Írina, eiginkona Abramovich,
var flugfreyja hjá Aeroflot og ólst
upp við kröpp kjör. Auk fjármuna
eru meðal annars til skiptanna
íbúð í London metin á 5 milljón
pund, sveitasetur í Sussex,
hús í Saint Tropez, tvær Boeing
þotur, önnur þeirra Boeing 767,
innréttuð með rauðviði og gulli,
metin á 56 milljónir punda, og
einhver mesta glæsisnekkja í
heimi.
Fjölskyldan býr við viðamikla
öryggisgæslu af ótta við mann-
rán og tilræði. Hjónin ferðast
aldrei saman svo börnin missi
ekki báða foreldra á sama tíma.
20. mars
Síminn stofnar Mílu
Síminn hefur stofnað nýtt fyr-
irtæki utan um rekstur, uppbygg-
ingu og viðhald fjarskiptanets
Símans. Nokkur viðbrögð urðu
við þessari frétt og voru á þá
leið að við sölu Símans hefði
samgönguráðherra sagt að ekki
væri hægt að skilja að grunn-
net Símans og selja það sér-
staklega.
Míla tekur við þeirri starfsemi
sem áður tilheyrði heildsölu
Símans, viðhaldi og rekstri á
fjarskiptanetinu og áframhald-
andi þróun og uppbyggingu á
því. Höfuðstöðvar Mílu eru á
Stórhöfða 24-30, en starfs-
stöðvar verða á Akureyri, Ísafirði,
Egilsstöðum og fleiri stöðum á
landsbyggðinni. Starfsmenn Mílu
eru 220 og framkvæmdastjóri
þess er Páll Á. Jónsson.
22. mars
Sigurður Helgason
í Finnair
Sigurður Helga-
son, fyrrverandi
forstjóri Flugleiða
og FL Group, er
kominn í stjórn
finnska flug-
félagsins Finnair.
FL Group á þar tæplega fjórð-
ungshlut en stærsti eigandinn
í félaginu er finnska ríkið; með
ríflega helmingshlut. Ekki náð-
ist samkomulag um að Hannes
Smárason, forstjóri FL Group,
tæki sæti í stjórn félagsins og
var ástæðan sögð hagsmuna-
árekstrar. Sigurður situr í stjórn
félagsins sem óháður stjórnar-
maður.
Sigurður
Helgasson.