Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
hæstu brekkur í Bláfjöllum upp í 700 metra
hæð,“ segir Grétar Már sem sjálfur átti hug-
myndina að hrauknum góða og skilaboðunum
á skiltinu.
„Í fyrra var kæla og gluggaveður langt
fram eftir aprílmánuði. Flesta daga var hitastig
undir frostmarki. Fyrir vikið stóð skaflinn í ein-
hverjar tvær vikur, mun lengur en við þorðum
að vona. Með snjóflutningum milli brekkna í
Bláfjöllum tókst okkur svo að halda skíðasvæð-
inu opnu langt fram eftir apríl og þetta kom
út sem einn besti mánuður vetrarins,“ segir
Grétar Már.
Skafl og skilti
UMHVERFISGRAFÍK
Heiti auglýsingar: Bláfjöll 30 km
Auglýsandi: Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Framleiðandi: Ó
Skafl við fjölförnustu gatnamót höfuðborgarinnar vakti mikla athygli.
Grétar Hallur Þórisson.
„Stundum er ágætt skíðafæri hér í Bláfjöllum
enda þótt jörð sé marauð niðri í bæ. Fyrir
vikið útilokar fólk fyrirfram að komast megi á
skíði og á þeirri bábilju vildum við vinna sem
okkur líka tókst með sáraeinfaldri hugmynd,“
segir Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður
Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Þegar höfuðborgarbúar héldu út í umferð-
ina að morgni 1. apríl í fyrra var búið að aka
kynstrunum öllum af snjó í myndarlegan skafl
við gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar.
Ofan á hann hafði svo verið komið fyrir skilti
þar sem stóð: Bláfjöll 30. Þetta varð auglýsingin
sem sigraði í flokki umhverfisgrafíkur í keppni
ÍMARK. „Einhverjir töldu auðvitað að skiltið
og snjórinn, sem ókum ofan úr Bláfjöllum,
væri hluti af aprílgabbi. Þetta var hins vegar
allt sannleikanum samkvæmt, hingað eru ekki
nema 30 kílómetrar neðan úr bæ á malbik-
uðum vegi og hér var nægur snjór, enda ná
ÚTVARPSAUGLÝSINGAR
Myndmál í útvarpi
„Glitnir hefur skilning á aðstæðum námsmanna. Við viljum
aðstoða þá með okkar þjónustu. Svörunin við auglýsinga-
herferðinni var góð og við náðum settum sölumarkmiðum og
ríflega það, enda féllu auglýsingarnar í góðan jarðveg hjá þeim
markhópi sem við vorum að höfða til,“ segir Áki Sveinsson,
vörumerkjastjóri hjá Glitni.
„Peningar kaupa ekki hamingjuna“ var yfirskrift útvarpsaug-
lýsingar Glitnis, sem fékk lúðurinn í þeim flokki. Auglýsingin Lukkulegur með lúðurinn. Áki Sveinsson, vörumerkjastjóri Glitnis.
Heiti auglýsingar: Peningar kaupa ekki hamingjuna
Auglýsandi: Glitnir
Framleiðandi: Jónsson og Le’macks