Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 128

Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 AVH ARKITEKTÚR - VERKFRÆÐI - HÖNNUN: Töluverða athygli vakti nú fyrir skömmu þegar Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík ákvað að gefa sveitarfélaginu heilt menningarhús! AVH – arkitektúr – verkfræði – hönnun á heiðurinn af hönnun hússins. AVH er framsækið fyrirtæki á sviði hönnunar og er með vinnustöðvar á Akureyri og í Reykjavík. Hjá AVH hefur verið hannaður fjöldinn allur af byggingum, stórum og smáum, ekki bara á Akureyri heldur um allt land. Auk þess hefur AVH hannað húsnæði fyrir nokkur fyrir- tæki í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Haukur Haraldsson tæknifræðingur stofnaði Teiknistofu Hauks Haraldssonar sf. árið 1974 sem varð AVH – arkitektúr – verkfræði – hönnun árið 2003. Starfsmenn eru um 10 talsins. Yfirarkitekt er Fanney Hauksdóttir og yfirverkfræðingur Anton Örn Brynj- arsson. Þau eiga fyrirtækið auk Hauks Haraldssonar, Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts og Halldóru Ágústsdóttur tækniteiknara. „AVH veitir alhliða hönnunar- , verkfræði- og skipulagsþjónustu, sem og þrívíddarþjónustu,“ segir Fanney, „og óhætt er að fullyrða að hjá okkur starfar frábært og velmenntað fólk. Auk þess höfum við lagt mikið upp úr að starfa með listafólki og öðrum hönnuðum þannig að verk þeirra verði hluti af arkitektúrnum, enda er spennandi að láta verk listafólksins og arkitektúrinn renna saman í eitt.“ Helstu sam- starfsaðilar AVH á því sviði hafa verið Jóhanna Kristín Ólafsdóttir innanhúsarkitekt, Margrét Jónsdóttir leirlistarkona, Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður og Vala Melstað fatahönnuður. Þrívíddarlíkön Að sögn Fanneyjar eru hönnuðir farnir að útbúa í auknum mæli þrívíddarlíkön eða módel af hugmyndum sínum. Það gerir þeim mun auðveldara að kynna hugmyndirnar á skýran og einfaldan hátt. Um leið eiga viðskiptavinirnir mun auðveldara með að sjá fyrir sér hvernig verkin munu líta út, fremur en með því einu að skoða af þeim teikningar. AVH gerir slík þrívíddarlíkön fyrir þá sem þess óska. Sem dæmi má nefna að hægt er að fella módel inn í myndir, sýna hús bæði innan og utan á myndbandi, fella vega- og brúarmann- virki inn í fyrirhugað umhverfi og sitthvað fleira. Verkefni erlendis AVH hefur nýlokið við skrifstofur fyrir XL UK, XL France og XL Germany. Fanney segir að þetta hafi verið mjög skemmtileg verkefni og hafi íslenskir listamenn komið að þeim. Hluti af afgreiðsluborði hjá XL UK er verk Margrétar Jónsdóttur leirlistarkonu og Sigurður Árni Sigurðs- son myndlistamaður sá um listaverk á glervegg- ina hjá XL France í París. XL UK 2005 XL France 2006 XL Germany 2006 Eiga verk bæði hérlendis og erlendis Menningarhúsið á Dalvík 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.