Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Auglýsingar Landsbanka Íslands vegna Lands-
bankadeildarinnar sigruðu í flokki vefauglýs-
inga á Íslensku auglýsingaverðlaununum, en
síðustu árin hefur markaðssókn bankans í
netheimum verið efld til muna. Landsbankinn
fékk verðlaun sín í flokki vefauglýsinga, bæði
sem auglýsandi og framleiðandi. „Við notum
vefinn í sívaxandi mæli í öllu okkar markaðs-
starfi. Vefauglýsingar henta vel fyrir hvers konar
fjármálaþjónustu. Það er okkar markmið að
sem flestir geti sinnt bankaerindum sínum í
Einkabankanum og því er rökrétt að reka öfl-
ugt markaðsstarf á vefnum. Við getum með
nokkrum rétti kallað Einkabankann okkar
stærsta útibú,“ segir Viggó Ásgeirsson mark-
aðsstjóri.
Landsbankinn er helsti
bakhjarl íslenskrar knatt-
spyrnu. Markaðsherferð
vegna Landsbankadeildarinnar
er því einn af nokkrum lyk-
ilþáttum í markaðsstarfi
bankans. „Við höfum leitast
við að fara óhefðbundnar
leiðir í markaðssetningu
á Netinu. Tvær tilnefndar
vefauglýsingar okkar á Ímark
bera einmitt vott um þetta.
Í báðum tilvikum gátu not-
endur tekið þátt í léttum leik.
Í verðlaunaauglýsingunni áttu
þátttakendur að halda bolta
sem lengst á lofti og fengu
stig fyrir. Með því að gera vefnotendur að
þátttakendum í auglýsingu hljótum við að ná
athygli þeirra. Í hinni auglýsingunni gátu þátt-
takendur leikið þrjár brautir
í minigolfi.“
Viggó segir Landsbank-
ann auglýsa töluvert á
leitarsíðum. „Við vonumst
auðvitað til að fólk smelli
sér inn á vefsetur okkar
eða með öðrum orðum;
fólk rekur boltann á undan
sér uns það er komið inn
í bankann og í viðskipti,“
segir Viggó og bætir við að
auglýsingastefna Lands-
bankans sé í raun þrískipt.
„Sjónvarp hentar vel til að
byggja undir ímyndina, blöð
eru heppilegir miðlar til
að koma ítarlegri skilaboðum á framfæri og
styrkur auglýsinga á vefnum felst öðru fremur í
möguleikum á gagnvirkum samskiptum.“
Viggó Ásgeirsson, markaðs-
stjóri Landsbanka Íslands
Að rekja
boltann á
undan sér
VEFAUGLÝSINGAR
Heitir auglýsingar: Sigurvegari.
Auglýsandi: Landsbanki Íslands
Framleiðandi: Landsbanki Íslands
Í opnum flokki á hátíð ÍMARK sigruðu Ölgerðin Egill Skallagrímsson og
hönnuðir Fítons fyrir þá skemmtilegu hugmynd að bjóða íslenskt brenni-
vín í lopapeysu. „Bennivínið er þjóðlegt og því vel við hæfi að klæða flösku
í ull. Þessi óvenjulega markaðssetning hefur vakið athygli og þar með er
tilgangi okkar náð,“ segir Bjarni Brandsson hjá Ölgerðinni.
Um tvö ár eru síðan hönnuðir Fítons kynntu ýmsar hugsmíðar sínar
í sérstöku blaði sem gefið var út. Ein þeirra var íslensk brennivínsflaska
smekklega klædd í lopapeysu. „Við féllum strax fyrir þessu og báðum vini
okkar hjá Fíton um að þróa dæmið áfram hvað þeir og gerðu. Á liðnu
hausti settum við svo afurðina á markað, 70 dl brennivínflösku í lopapeysu
OPINN FLOKKUR
Þjóðardrykkur í ull
Heiti auglýsingar: Brennivín í lopapeysu
Auglýsandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Framleiðandi: Fíton
Vefauglýsing
Landsbanka
Íslands sem svo
góða dóma fékk.
Lopapeysubokkurnar fást í Leifsstöð.
Hugmyndin þykir smellin.