Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Sá auglýsingatengdi viðburður í fyrra, sem
dómnefnd ÍMARK þótti heppnast best, var
skautasvell sem Tryggingamiðstöðin kom upp
á Ingólfstorgi á jólaföstunni í tilefni af 50 ára
afmæli sínu. Svellið var opið fyrir gesti og gang-
andi í nokkrar vikur og var fjölsótt eftir því,
enda ekki á hverjum degi sem fólki býðst að
fara á skauta í hjarta nyrstu höfuðborgar í
heimi.
Svellið lagði TM í samvinnu við Reykjavík-
urborg og Orkuveituna – en það voru þeir
Óskar Magnússon, forstjóri TM, og Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sem opnuðu
herlegheitin. Á aðventunni var svo boðið upp
á kennslu í íshokkí og krullu, listsýningar á
skautum, dansleik og sitthvað fleira skemmti-
legt.
„Við hjá Tryggingamiðstöðinni höfum
markað þá stefnu að allar viðameiri upp-
ákomur á okkar vegum tengist miðborginni
með einum eða öðrum hætti. Miðborgin
og Kvosin eru samofin ímynd TM enda hafa
höfuðstöðvar okkar verið í Aðalstræti í 50
ár,“ segir Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri
vátrygginga- og fjármálaþjónustu. „Í tilefni
afmælisins í fyrra fannst okkur tilhlýðilegt að
gera eitthvað virkilega óvenjulegt og duttum
þá niður á þessa skemmtilegu hugmynd um
skautasvellið. Sumarið 2005 tókum við þátt í
Menningarnótt og þá fluttum við Draugasetrið
á Stokkseyri í heilu lagi til Reykjavíkur og
héldum heilmikla sýningu á alls konar Mórum
og Skottum hér í Aðalstrætinu. Settum höf-
uðstöðvar okkar í búning draugahúss og
fengum fyrir verðlaun Ímark 2005 í flokki
umhverfisgrafíkur. Við erum því ánægð með
þann árangur sem við höfum náð í þessari
keppni og miðborgarstefna okkar í markaðs-
málum hefur sannað gildi sitt. Segja má að
báðir þessir viðburðir TM beri vott um sam-
félagslega ábyrgð okkar því ekki nutu þeirra
einungis viðskiptavinir félagsins heldur höf-
uðborgarbúar allir og eins landsbyggðarfólk
sem fjölmennir til Reykjavíkur á Menningarnótt
og fyrir jól.
Auglýsingaherferðir VR síðustu ár hafa vakið
athygli, enda verið allt í senn, frumlegar, fyndnar
og fróðlegar. Mörgum kom því ekki á óvart að
félagið ynni til lúðraverðlauna Ímark í báðum
flokkum almannaheillaauglýsinga, nú annað
árið í röð. „Auglýsingar okkar eru ekki unnar
eftir ákveðinni sigurformúlu,“ segir Gunnar Páll
Pálsson, formaður VR. „Þetta er samspil margra
þátta, enda höfum hjá VR lagt okkur fram um
að fylgjast með þróun á vinnumarkaði bæði
hér heima og erlendis. Út frá því höfum við
reynt að finna hvar eldurinn brennur heitast -
og vekjum athygli á málum í herferðum okkar
samkvæmt því. Hér skiptir miklu að eiga gott
samstarf við auglýsingastofu, en Fíton hefur
framleitt og komið með frumlegar útfærslur
sem virka vel. Það er sífellt erfiðara að ná til
fólks og því teljum við vel útfærðar auglýsingar
rétta leið til að kynna okkar mál og vinna þeim
brautargengi.“
Dottandi yfir veislumat
Hvíldartími var yfirskrift verðlaunaauglýsingar
VR í ljósvakaflokki almannaheillaauglýsinga. Þar
sást kona dottandi yfir veislumatnum heima
í stofu á aðfangadagskvöldi – örþreytt eftir
jólatörn við verslunarstörf. „Vinnutími okkar
Íslendinga er, eins og rannsóknir sýna, með því
lengsta sem þekkist í öllum hinum vestræna
heimi. Við viljum tryggja að fólk sé meðvitað
um rétt sinni til hvíldartíma. Það á ekki síst
við í desember þegar álag er mikið. Almennt
teljum við mikilvægt að jafnvægi sé á milli
vinnu og fjölskyldulífs. Sveigjanlegur vinnutími
og fjarvinna eru meðal áfanga sem þarna hafa
náðst – nokkuð sem ekki má fórna í önnum
jólamánaðarins.“
Legsteinar í Kringlunni
Dapurleg eftirmæli hét auglýsinga VR sem
sigraði í flokki almannaheillaauglýsinga prent-
miðla. Auglýsingin var mynd af tveimur leg-
steinum sem jafnframt var komið fyrir inni á
gólfi í Kringlunni og áletrun steinanna sýndi hve
æpandi mikill launamunur kynjanna er, með til-
liti til ævitekna.
„VR hefur barist kröftuglega gegn launamun
kynjanna og náð miklum árangri síðasta áratug-
Á ísnum
á aðventu
VIÐBURÐIR
ALMANNAHEILLAAUGLÝSINGAR - LJÓSVAKAMIÐLAR
Frumlegar, fyndnar og fróðlegar
ALMANNAHEILLAAUGLÝSINGAR - PRENTMIÐLAR
Legsteinarnir í auglýsingum VR sýndu
svart á hvítu hvað launamunur kynjanna er
sláandi.
inn. Með tilkomu markaðslauna hafa konur
styrkt stöðu sína á vinnumarkaði og sækja
hærri laun og hlunnindi í auknum mæli. Við-
horfsbreyting í þjóðfélaginu er samt það sem
öllu skiptir, við verðum að sjá jafnrétti í raun,“
segir Gunnar Páll og bætir við að VR muni að
sjálfsögðu fara í auglýsingaherferð á þessi ári.
Uppi séu mörg brýn málefni sem félagið þurfi
að berjast fyrir - og athygli á þeim verði vakin
með vönduðum auglýsingum sem eru að
verða aðalsmerki félagsins.
Óskar Magnússon forstjóri TM sýndi góð til-
þrif þegar skautasvellið var opnað.