Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 150
150 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Linda Björk Gunnlaugsdóttir. „Í mínum augum er hesturinn félagi
– sérstaklega þegar ég næ sambandi við hestinn og næ árangri
– í þjálfun hans.“
Arna Guðlaug Einarsdóttir, við-
skiptastjóri Nordic eMarketing,
hefur í gegnum árin æft dans
svo sem djassballett og suð-
urameríska dansa. Haustið
2004 langaði hana að prófa
enn eina danstegundina og
skráði sig á námskeið í maga-
dansi í Magadanshúsinu.
„Þetta er mjög spennandi
og skemmtileg hreyfing. Ég
held að fólk geri sér enga
grein fyrir hversu krefjandi
hún er en í magadansi þarf
að hafa mikla stjórn á ýmsum
vöðvum líkamans sem við
notum sjaldan og þar af leið-
andi fær maður harðsperrur
á ólíklegustu stöðum. Ég hef
hins vegar alltaf haft töluverða
sveiflu í mjöðmunum.“ Þessi
náttúrulega sveifla hefur án efa
hjálpað til þegar Arna var kosin
Íslandsmeistari í magadansi
haustið 2005. „Mikil útgeislun
getur komið manni langt, jafnt
í viðskiptalífinu sem dansi. Ég
brosti mig í gegnum keppn-
isdansinn og sendi dulúðlegt
augnaráð eins og góðum maga-
dansi sæmir.“
Arna bendir á að til séu
mismunandi tegundir af
magadansi en hún hefur
lært egypskt stílbrigði og
„tribal-stílbrigði“. Þá æfði
hún magadans fyrstu sjö
mánuði meðgöngunnar
en Arna á sjö mánaða
gamla dóttur.
Um magadansinn
segir Arna: „Þetta er mjög
afslappandi eftir erfiðan
dag, félagsskapurinn er
frábær og tónlistin er seiðandi
og taktföst.“
Magadans:
ÚTGEISLUN OG MEÐ BROS Á VÖR
Linda Björk Gunnlaugsdóttir, for-
stjóri A. Karlssonar, er á kafi í
hestamennsku. Þegar hestarnar
eru í húsi, frá lokum desember
og fram í júníbyrjun, mætir hún
upp í hesthús fjórum til sex
sinnum í viku. Hún tekur fram
að það að moka skít í hesthús-
inu gefi sér ekki minna en að
fara á bak.
„Það sem mér finnst mest
heillandi við hestamennskuna
eru tengslin við náttúruna og
þetta er afstressandi áhugamál
sem gott að hverfa að eftir krefj-
andi daga í starfi. Þessu fylgir
mikil ánægja og ég vil líka nefna
félagsskapinn. Ég á til dæmis
frábærar samverustundir með
14 ára dóttur minni í tengslum
við hestamennskuna.“
Linda Björk á tvo hesta sem
heita Júlí og Von.
„Í mínum augum er hesturinn
félagi – sérstaklega þegar ég
næ sambandi við hestinn og næ
árangri í þjálfun hans. Hestarnir
eru yndisleg dýr.“
Forstjórinn hefur meðal
annars keppt í ístölti og hefur
náð ágætum árangri í keppnum
á Von.
Vorið nálgast og þá taka við
hestaferðir. Linda Björk hefur
farið annað hvert ár í hestaferðir
með Færeyingum, meðal annars
yfir Kjöl. Hún er þar í hlutverki
leiðsögumanns.
Hestamennska:
JÚLÍ OG VON
Arna Guðlaug Einarsdóttir.
„Mikil útgeislun getur komið
manni langt, jafnt í viðskiptalíf-
inu sem dansi.“
ÚR EINU Í ANNAÐ