Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 8
KYNNING
S
parisjóðurinn í Keflavík er þriðji stærsti sparisjóðurinn á
Íslandi á eftir SPRON og Byr, sparisjóði, sem varð til við
sameiningu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vél-
stjóra. Sparisjóðurinn í Keflavík fagnar á þessu ári 100
ára afmæli en stofndagur er 7. nóvember 1907. Starfsemi
sparisjóðsins byggir á traustum grunni og hefur reksturinn vaxið
hröðum skrefum hin síðari ár. Starfsemi hans er fjölbreytt og býður
upp á þjónustu sem hentar breiðum hópi viðskiptavina hans. Auk
hefðbundinnar bankaþjónustu starfrækir Sparisjóðurinn í Keflavík
viðskiptastofu sem sinnir eignastýringu og miðlun fyrir einstakl-
inga og fyrirtæki. Höfuðstöðvar eru í Keflavík og á Suðurnesjum
eru einnig starfræktar afgreiðslur í Njarðvík, Garði, Grindavík,
Sandgerði og Vogum. Þá rann Sparisjóður Ólafsvíkur saman við
Sparisjóðinn í Keflavík um áramótin. Sparisjóðsstjóri er Geir-
mundur Kristinsson og fræðir hann okkur nánar um starfsemina:
„Mikill vöxtur hefur verið hjá Sparisjóðnum í Keflavík undanfarin
misseri og erum við bæði að vaxa innan frá og einnig með samruna.
Við keyptum útibú Landsbankans í Sandgerði á síðasta ári og erum
þar með komin með útibú í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum.
Og samruninn við Sparisjóð Ólafsvíkur um áramótin gerir það að
verkum að starfsemin hefur víkkað enn meira og segja má að með
afgreiðslu þar við séum að ramma inn höfuðborgarsvæðið.“
Árið í fyrra var mjög gott hjá Sparisjóðnum í Keflavík og nam
hagnaðurinn kr. 5.616,9 milljónum króna fyrir skatta, samanborið
við 1.392,6 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 4.687,1
milljón króna, samanborið við 1.150,2 milljónir árið áður. Arðsemi
eigin fjár var 124,5%.“
Geirmundur segir hagnaðinn hafa verið langt umfram væntingar:
„Útþensla fyrirtækisins hefur kallað á fjölgun starfsmanna og þegar
Sandgerði og Ólafsvík bættust í hópinn hefur starfsmönnum okkur
fjölgað um 20%.“
Veitt til samfélagsins Sparisjóðurinn í Keflavík er sjálfseignarstofnun
sem hefur það að takmarki að veita viðskiptavinum sínum góða og
örugga ávöxtun sparifjár og alhliða þjónustu á sviði fjármála: „Að
öðru leyti en að sameinast Sparisjóði Ólafsvíkur höfum við ekki
breytt neinu í sjálfum rekstrinum, en með sameiningunni skapast
ýmis tækifæri til hagræðingar og er verið að vinna í þeim málum
þessa stundina. Sparisjóðurinn í Keflavík er í dag þriðji stærstur innan
sparisjóðanna og vöxturinn mun halda áfram.“
Það hefur alltaf verið lykilatriði og stór þáttur í rekstri Sparisjóðs-
ins í Keflavík að veita aftur til samfélagsins og árið 2005 voru settar
u.þ.b. 30 milljónir til íþróttafélaga, líknarfélaga, leikfélaga og ýmissa
viðburða á Suðurnesjum. „Í fyrra bættum við um enn betur og settum
40 milljónir króna í slíka starfsemi og segja má að í dag tökum við
þátt í öllum stórum viðburðum á Suðurnesjum, beint eða óbeint,
og við erum einnig þátttakendur í stórum samfélagsverkefnum. Þar
teygjum við okkur út fyrir Suðurnesin og meðal annars tókum við
þátt í með öðrum sparisjóðum styrktarátaki fyrir geðsjúka fyrir jólin
í fyrra og einnig tókum þátt í verkefninu „Hjólað til góðs“ þegar
slökkviliðsmenn fóru hringinn í kringum landið þar sem við vorum
meginstoð verkefnisins.“
Sparisjóðurinn í Keflavík leggur ekki síður áherslu á góð samskipti
við viðskiptavini sína: „Við viljum styrkja persónuleg sambönd okkar
við þá og vera mikið í beinum samskiptum við viðskiptavini. Og þó
við styrkjum ýmis verkefni og njótum góðs af þá vilja viðskiptavinir
okkar einnig persónulega þjónustu.Við erum þjónustufyrirtæki og
leggjum áherslu á að hafa óskir viðskiptavinanna að leiðarljósi.“
MIKILL VÖXTUR
OG STERK STAÐA
Sparisjóðurinn í Keflavík:
8 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7