Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 8
KYNNING S parisjóðurinn í Keflavík er þriðji stærsti sparisjóðurinn á Íslandi á eftir SPRON og Byr, sparisjóði, sem varð til við sameiningu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vél- stjóra. Sparisjóðurinn í Keflavík fagnar á þessu ári 100 ára afmæli en stofndagur er 7. nóvember 1907. Starfsemi sparisjóðsins byggir á traustum grunni og hefur reksturinn vaxið hröðum skrefum hin síðari ár. Starfsemi hans er fjölbreytt og býður upp á þjónustu sem hentar breiðum hópi viðskiptavina hans. Auk hefðbundinnar bankaþjónustu starfrækir Sparisjóðurinn í Keflavík viðskiptastofu sem sinnir eignastýringu og miðlun fyrir einstakl- inga og fyrirtæki. Höfuðstöðvar eru í Keflavík og á Suðurnesjum eru einnig starfræktar afgreiðslur í Njarðvík, Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum. Þá rann Sparisjóður Ólafsvíkur saman við Sparisjóðinn í Keflavík um áramótin. Sparisjóðsstjóri er Geir- mundur Kristinsson og fræðir hann okkur nánar um starfsemina: „Mikill vöxtur hefur verið hjá Sparisjóðnum í Keflavík undanfarin misseri og erum við bæði að vaxa innan frá og einnig með samruna. Við keyptum útibú Landsbankans í Sandgerði á síðasta ári og erum þar með komin með útibú í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Og samruninn við Sparisjóð Ólafsvíkur um áramótin gerir það að verkum að starfsemin hefur víkkað enn meira og segja má að með afgreiðslu þar við séum að ramma inn höfuðborgarsvæðið.“ Árið í fyrra var mjög gott hjá Sparisjóðnum í Keflavík og nam hagnaðurinn kr. 5.616,9 milljónum króna fyrir skatta, samanborið við 1.392,6 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 4.687,1 milljón króna, samanborið við 1.150,2 milljónir árið áður. Arðsemi eigin fjár var 124,5%.“ Geirmundur segir hagnaðinn hafa verið langt umfram væntingar: „Útþensla fyrirtækisins hefur kallað á fjölgun starfsmanna og þegar Sandgerði og Ólafsvík bættust í hópinn hefur starfsmönnum okkur fjölgað um 20%.“ Veitt til samfélagsins Sparisjóðurinn í Keflavík er sjálfseignarstofnun sem hefur það að takmarki að veita viðskiptavinum sínum góða og örugga ávöxtun sparifjár og alhliða þjónustu á sviði fjármála: „Að öðru leyti en að sameinast Sparisjóði Ólafsvíkur höfum við ekki breytt neinu í sjálfum rekstrinum, en með sameiningunni skapast ýmis tækifæri til hagræðingar og er verið að vinna í þeim málum þessa stundina. Sparisjóðurinn í Keflavík er í dag þriðji stærstur innan sparisjóðanna og vöxturinn mun halda áfram.“ Það hefur alltaf verið lykilatriði og stór þáttur í rekstri Sparisjóðs- ins í Keflavík að veita aftur til samfélagsins og árið 2005 voru settar u.þ.b. 30 milljónir til íþróttafélaga, líknarfélaga, leikfélaga og ýmissa viðburða á Suðurnesjum. „Í fyrra bættum við um enn betur og settum 40 milljónir króna í slíka starfsemi og segja má að í dag tökum við þátt í öllum stórum viðburðum á Suðurnesjum, beint eða óbeint, og við erum einnig þátttakendur í stórum samfélagsverkefnum. Þar teygjum við okkur út fyrir Suðurnesin og meðal annars tókum við þátt í með öðrum sparisjóðum styrktarátaki fyrir geðsjúka fyrir jólin í fyrra og einnig tókum þátt í verkefninu „Hjólað til góðs“ þegar slökkviliðsmenn fóru hringinn í kringum landið þar sem við vorum meginstoð verkefnisins.“ Sparisjóðurinn í Keflavík leggur ekki síður áherslu á góð samskipti við viðskiptavini sína: „Við viljum styrkja persónuleg sambönd okkar við þá og vera mikið í beinum samskiptum við viðskiptavini. Og þó við styrkjum ýmis verkefni og njótum góðs af þá vilja viðskiptavinir okkar einnig persónulega þjónustu.Við erum þjónustufyrirtæki og leggjum áherslu á að hafa óskir viðskiptavinanna að leiðarljósi.“ MIKILL VÖXTUR OG STERK STAÐA Sparisjóðurinn í Keflavík: 8 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.